Vikutíðindi - 03.02.1961, Side 4

Vikutíðindi - 03.02.1961, Side 4
4 VIKUTlÐINDI Þeir rökstyðja sitt mál með því, að á mestu velti að koma Svisslendingum á ó- vart, enda þýði ekki að reyna að vinna Dani. Andmælend- urnir hinsvegar segja, að við megum ekki gera lítið úr styrk okkar manna, það gæti jafnvel svo farið, að við ynnum Dani, þar sem þeir vanmeti getu okkar manna. Ef hinsvegar svo færi, að við töpuðum með miklum mun fyrir Dönum, mundi það skaða mjög það góða álit, sem Islendingar hafa áunn- ið sér á undanförnum árum og þá væri einnig sá mögu- leiki fyrir hendi, að við gerð- um jafntefli við Svisslend- inga og töpuðum vegna lé- legri markatölu. Það er hér sem í flestum öðrum málum, að báðir hafa til síns máls nokkuð. Fyrri skoðunin sýnist þó heilla- vænlegri og skal það nú rök- stutt nánar. Svisslendingar Heimsmeistaramóiið í handknattleik s A að beita sterkasta liðinu Aðalumræðuefni íþróttaáhugamanna hefur að undan- förnu verið Heimsmeistaramótið í handknattleik, sem fram fer í byrjmi marz og hefur mikið verið rætt og ritað um möguleika íslendinga í þeim mikla leik. Eins og flestir, sem fylgjast með þessum málum vita, eiga íslend- ingar að leika tvo leiki í röð, fyrri leikinn við Dani, en þann síðari við Svisslendinga. Sú skoðun hefur verið sett fram, að við eigum að spara okkar beztu menn í leiknum við Dani, þar sem sá leikur sé fyrirfram tapaður, en Svisslendingar muni hins vegar geta kynnt sér leikaðferð- ir landanna og áttað sig á því, hverjir séu þeirra sterk- ustu menn, og muni þeir þá eiga hægara með að verjast og vinna. Þessi skoðun hefur þegar öðlazt marga fylgd- armenn og er það eðlilegt, svo skynsamleg, sem hún er. voru ekki með í síðasta Heimsmeistaramóti og eru þeirra leikaðferðir því alveg ókunnar okkar mönnum, nema það, að líklegt má telja, að þeir hafi svipaðar aðferð- ir og grannar þeirra í Mið- Evrópu, en um þetta er sem- sagt ekkert vitað. Ef Sviss- lendingar geta þessvegna Hvað á að gera við heimsmetin ? Venjuleg tímataka véfengd Það afrek, sem einna liæst ber í frjálsum íþróttum á síðastliðnu ári, er vafalaust heimsmet Harys í 100 m hlaupi, 10,0 sek., sem sett var í Sviss snemma í sumar. Eins og menn mmia stóð mikið í stappi, hvort þetta af- rek fengizt viðurkennt. Ástæðan var sú, að í aðalhlaup- inu sögðu meðkeppendur Harys, að hann hefði þjófstart- að, þ. e. a. s. þeir sögðu þetta, eftir að tíminn hafði verið tilkynntur, en ræsirinn hafði enga athugasemd gert við start hans, en dómaramir tóku þetta samt sem áður til greina. En þá var liinum þýzka hlaupara nóg boðið, hann sagðist skyldi hlaupa þetta aftur og sanna sitt ágæti með því. Og það gerði hann. I þetta skiptið fetti engínn fingur út í hlaup hans. En þegar átti að fara viðurkenna metið var vandinn verri. Það hlaup, sem dómaiarnir á mótinu viðurkenndu var nefnilega aukahlaup og þau má ekki viðurkenna. Það var þó gert í þetta sinn. Það er annars mjög athygl- isvert hve erfiðlega gengur að fá menn til að trúa því, að menn hafi sett heimsmet á hinum skemmri vegalengd- um, og skulu nú sýnd dæmi um þetta. Þegar Jesse Owens hljóp í fyrsta sinn 100 m á 10,2, en það var á Ólympíuleikun- um í Berlín, fékk hann það met ekki viðurkennt, mest vegna þess, að menn trúðu ekki, að hægt væri að hlaupa svona hratt, en hann sann- aði ágæti sitt og endurtók afrekið. Síðan var talið, að ekki væri hægt að hlaupa hraðar og La Beach fékk ó- þyrmilega að kenna á þessu. Árið 1951 hljóp hann 100 m á 10,1, en metið var ekki við- urkennt. En 5 árum seinna gerist það á íþróttamóti í Ber- lín, að tveir Bandaríkjamenn Williams og Murchison, ná þessum sama tíma og þá var rokið til og viðurkennt, að La Beach hafi einnig náð þessum árangri og þannig er nú í öllum afrekaskrám. Svo kemur Hary og bætir metið í 10,0, en brautinni hallaði 1 cm of mikið, metið fæst ekki viðurkennt. Hann endurtek- ur þetta afrek svo í sumar eins og sagt er frá að fram- an. Nú er metið viðurkennt, en ekki fást samt allir til að viðurkenna það. 1 Noregi er gefið út mjög gott íþrótta- blað, Sportsmanden. Sá sem ritar um frjálsar íþróttir í þetta blað heitir Eystein Paulsen og virðist vera tor- trygginn mjög. 1 sumar eftir að Hary setti metið, vakti það athygli margra sem þetta blað lesa, að hann trúði því ekki, að Hary hefði náð þessum árangri. Ástæðan var sú, að rafmagnsklukka sýndi 10,25 og hann ályktaði sem svo: Rafmagnsklukkan hlýt- ur að sýna réttan tíma, en hinum venjulegu tímavörð- gegn Dönum ? kynnzt leik okkar manna í leiknum við Dani, þá hafa þeir þar fengið mikilvægt forskot, sem jafnvel gæti enzt þeim til sigurs, ef þeir fengju nokkurn veginn sama liðið á móti sér, eða að minnsta kosti ekki sterkara lið. Sig- urmöguleikar okkar gegn Dönum eru hinsvegar svo hverfandi, að það má telja það kraftaverk, ef sigur ynnist. Að vísu munu Danir ganga sigurvissir til leiks, en eins og allir vita er það mjög lélegt veganesti undir venju- legum kringumstæðum. En hinsvegar ber á það að líta, að Danir þekkja okkar lið út og inn, vita um kosti þess og galla og hafa þessvegna nokkra ástæðu til að vera vissir um sinn hag. Bezta lausnin á þessum vanda mundi líklega vera að fara bil beggja. Það er t. d. sjálfsagt að nota Hjalta ekki um að skjátlast. Þetta er gott og blessað, svo langt sem það nær. Sömu skoðun er að finna í Alþýðublaðinu á laugardaginn var. En sag- an er bara ekki öll sögð með þessu. Það skal að vísu vio- urkennt, að rafmagnsklukka taki tímann nákvæmar en menn geta gert. En hvað þá um öll gömlu afrekin ? Ef þessi skoðun ætti að verða alls ráðandi, mundi þá ekki þurfa að ógilda öll afrek, sem ekki eru tekin á raf- magnsklukku, gömul og ný. Það er feykileg ósanngirni að ætlast til þess, að hlaup- arar í framtíðinni skuli þurfa i að hlaupa hraðar tíl að ná sama árangri, tölulega séð, aðeins vegna þess, að tæknin hefur batnað. Það gefur auga leið, að tímar, sem teknir eru á venjuiegan hátt, eru ekki fullkomlega ná- kvæmir og það er einfaldlega vegna þess, að viðbrögð manna eru það sein, að alltaf hlýtur einhver tími að líða frá því að skotið ríður af og þangað til menn taka við sér. I framtíðinni hlýtur því ann- aðhvort að verða haldið á- í markið fyrr en gegn Sviss, þar sem þeir Sólmundur eru svo gjörólíkir í markvörzlu, en hins vegar ber ekki að hafa hreint b-lið á móti Dön- um, en hvíla t. d. þann mann, sem að flestra dómi er bezt- ur Islendinganna, þ. e. Ragn- ar Jónsson. Það er ábyggi- legt, að hann gæti valdið miklum usla í liði Svisslend- inga, ef þeir hefðu ekki kynnzt honum áður. Um þetta má annars deila endalaust, en þegar á hólm- inn er komið verður það þjálf- arinn, sem mestu ræður um niðurröðun liðsins og við skulum vona, að hann geri það vel, sem hans er von og vísa. Augíýslnga- og ritstjórnar- sími VIKUTlÐINDA er 14856 Afgreiðslan er í Tjarnargötu 4 fram að taka tímann upp á gamla mátann, eða að ógilda öll gömul afrek, sem ekki eru tekin á rafmagnsklukku, en það mundi þá vera obbinn af öllum þeim afrekum, sem unnin hafa verið. — r.

x

Vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikutíðindi
https://timarit.is/publication/1015

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.