Heimilispósturinn - 25.03.1961, Page 5
seinna um nóttina var lögreglan kölluð
upp J Trípólícamp til að skakka leik í á-
flogum. Þá var sá særði og hinir tveir
frá þvi áðan famir að slást á ný.
Svona misnotuðu þeir lýðfrelsi sitt þá
stundina. Þeim var öllum stungið inn. Ekki
unnað hægt.
Skömmu eftir óttu erum við aftur
komnir niður á stöð. Þegar við komum inn,
sáum við gamla konu sitja þar. Hún skúr-
ar á knæpunni Brytanum á nóttunni. Hún
Sat þama eins og ímynd langömmu lög-
regluliðsins. Með stóiskri ró horfði hún yf-
lr varðstofuna og á kunningja sína og vini
sína. Hún sat þama á bekknum og beið
eftir að henni væri ekið heim til sín. Hún
kemur inn á stöðina á hverri nóttu, hefur
&ert það undanfarin ár, og „þeir“ eru
henni góðir, virða ellina eins og sannir syn-
lr mæðra sinna og formæðra. Gamla
konan vekur þetta bezta í þeim. Eitt sinn
hafði þessi gamla kona unnið á Hótel Is-
land. Hún er einn af þessum hljóðlátu
Þáttum næturlífsins. Sá þáttur, sem minn-
lr á kyrrþeyna í óróanum, sem alltaf er
að gerast úti í nóttinni í skjóli myrkurs-
kw. Henni var ekið heim.
5
Klukkan þrjú um nóttina voru höfð
skipti á ekli. Nú var kominn Austfirðing-
ar við stýrið á Svörtu Maríu grænu. Það
var farið í eftirlitsferð á nýjan leik og
ekið upp á Hringbraut, haldið þaðan vest-
Ur á bóginn. Á móts við Ásvallagötu og
Hringbraut var sögð saga af tveim kjól-
klæddum málumm, sem vom að koma úr
fagnaði og óku í Ford Station. Aftur í
voru fjórar dósir af hvítri Spred-máln-
lugu. Þeir höfðu lent í hörðum árekstri
rinmitt á þessum stað, þar sem við vor-
11111 nú staddir; lokin höfðu fokið af dós-
unum og málningin spýtzt yfir þá, prúð-
Þrjár hliðar á hverju máli — Staðreyndir — Laganna vernd og réttur borgarans — Lög-
reglumenn samlifaðir starfi — Snaggaralegur ungmiðaldra lögregluþjónn af Barðaströnd-
inni — Stöðin kallar — Stöðin svarar — Þrjár svartar Maríur grænar — Háltarlar veiða
hornsíli — Dári ríður húsum í Skuggahverfi — Barnungar stúlkur felmtraðar — Óeirðir í
Aðalstræti — Sprungnar varir blóðugar — Sannir synir mæðra og fornmæðra — Gamla
konan á Brytanum — Kyrrþegin í óróanum — Ðe’la milli farþega og Hreyfilsbílstjóra —
Rautt Ijós logar í glugga — Grunsamlegir bílai* — Grátbroslegt atvik — Söngl og ræðuhöld
í fangaklefa — Innbrot, glerbrot, þjófnaður — Síðbúnir nátthrafnar.
HEIMILISPD5TURINN
5