Heimilispósturinn - 25.03.1961, Blaðsíða 13
ÉG EH BÚINN að sjá seinustu
kvikmyndina, sem James Dean lék
í. og innan skamms gefst Reykvik-
ingum kostur á að sjá hana í Aust-
urbæjarbíói.
James Dean var sérstakur leikari,
svo að hann átti engan sinn líka.
Hann hefur verið stseldur af leikur-
uni, í kvikmyndum sem á sviði, um
allan heim, en enginn komizt nærri
honum. Það er einkenni snillinga í
leik og söng að kunna að fram-
kvæma hlut þannig, að enginn geti
gert eins, hversu góðri rödd eða fasi
hann kann að vera gæddur. James
Hean hefur haft heldur leiðinlega
rödd, og fas hans er slyttislegt, svo
að nálgast stimdum bjálfalegt, —
en innlifun hans og túlkun, beizkjan
i látæðinu, undirgefnin í svipnum,
glampinn í augunum, bresturinn i
röddinni, allt er þetta svo eðlilegt
°g óþvingað, að maður gerir sér
'jóst (kannski loksins), að þarna
er um fullkomna meðferð, sem á
ekkert skylt við leikaraskap eða
ýkjur, á hlutverki að ræða.
Meðan ég horfði á myndina var
sífellt að brjótast í hausnum á mér
spurningin, hver væri þessi risi, sem
myndin er heitin eftir. Og ég var
alls staðar að finna hann.
% sá hann í stóru jörðinni, sem
hélt ibúum sínum heljartökum og
gerði þá ánauðuga sér. I hugsunar-
hætti hvítu Texasbúanna, sem við-
urkenndu ekkert annað en hinn
hvíta kynþátt og meðhöndluðu þá
hörundsdekkri eins og skepnurnar,
sem þeir ráku til smölunar og
brennimerkingar búhöldsins, þegar
hann loksins gerir sér villu sína
ljósa. Hann fannst líka í búhöldinum,
RISIHIHl
er veglegur minnisvarði JAMES DEAN
sem vill móta alla i kring-
um sig eftir geðþótta sínum og
duttlungum. I olíunni, þessum risa-
auðæfum jarðarinnar, sem á svip-
stundu breyttu aumasta vikapilti í
auðkýfing, margfalt voldugri sínum
fyrri húsbónda. Kannski er hann
eitthvað af þessu, eða allt, — eða
Séð á prufusýningu
kannski eitthvað, sem ég hef ekki
gert mér grein fyrir þennan tíma
(3% klst.) sem myndin stóð. Ég hef
ekki lesið bókina.
Efnið er í sjálfu sér ekki marg-
slungið, væri nánast róman á borð
við ýmsar ættarsögur úr suðurríkj-
unum, sem náð hafa vinsældum í
framhaldssöguformi. En meðferðin á
því á köflum hefur myndina upp yf-
ir aðrar, sérstaklega hvað leik
snertir.
Texas er auðugt fylki i Bandarikj-
unum. Þar voru nautgripahjarðir
stórar og haglendi gott, landrými
geysilegt. Þar gerðust menn vellauð-
ugir á striti sinu, og tók sonurinn
ætíð við búinu af föðurnum. Rock
Hudson er slíkur milljónamæringur,
og sækir sér konu í gróður-
sælla og menningarlegra fylki,
Elizabeth Taylor. James Dean er
vikapiltur á búinu, honum tæmist
einskonar arfur, laun fyrir margra
ára þjónustu, sem hann kaupir land-
skika fyrir af Rock, og upphefur
hokur sitt. Getur sér óþökk annara,
— nema Liz, sem hann elskar útaf
lifinu, — fyrir það að sinna ekki
nautgriparækt, heldur fiktar við að
grafa eftir olíu. Rock er beinn af-
komandi feðra sinna. Enginn, og allra
sízt Liz, má hrófla við gömlum
venjum og siðum á búinu, og tekst
henni þó með lagni að lempa hann
til, svo að búandi er með honum.
Þau eignast þrjú börn, og hneigist
hugur einkasonarins að hugnæmari
efnum en búsýslu, sem hann vill ekki
sjá, föður hans til mikilla vonbrigða.
Sagan spannar yfir all-langan
tíma. James finnur olíu og verður
vell-auðugur, börnin vaxa úr grasi,
og fara sínar eigin leiðir. Einkason-
urinn gerist ekki aðeins læknir, held-
ur gengur að eiga indíánastúlku, og
hlýtur af margan skell. Eldri dótt-
irin tekur sér eiginmann strák úr
nágrenninu, sem þegar til kemur vill
alls ekki taka við jörðinni, heldur
..
nn ■.
I
I
liift
j*
Islenzkur texti í kvikmyndir
Fyrir nokkru var sýnd hér i Austurbæjarbíói kvikmyndin ÉG JáTA. Hafði verið
settur i hana íslenzkur texti, og hlaut myndin feiknlega aðsókn. Var áhorfendum gef-
inn kostur á að láta i ljós álit sitt, hvort taka bæri almennt upp íslenzkan texta.
97.1% þeirra svaraði hiklaust játandi.
Það fer ekki á milli mála, að margar stórmyndir, sem hingað hafa verið keyptar
vegna orðstýrsins, sem þær hafa getið sér erlendis, hafa kolfallið eða valdið hinum
meshi vonbrigðum. Ástæðan? Seinustu árin hefur mjög verið hvarflað til raunsæis
i kvikmyndagerð, sem hlýtur að hafa í för með sér, að atburðarásin byggist mjög
á samtölum, þar sem atburðirnir voru áður látnir skýra efnið. Þetta veldur því, að
áhorfandi, sem ekki er þvi betur að sér í tungumálinu, verður að geta sér til um
efnið að mestu Ieyti, og oft vill þráðurinn slitna.
Engu kvikmjTidahiisi hér dettur í hug að sýna franska, þýzka eða ítalska mynd
án dansks texta, — en hvað um þær ensku og amerísku? A að ganga út frá því
sem gefnu, að allir kvikmyndahúsagestir séu það vel að sér í málinu, að þeir snúi
á andartaki í hausnum á sér strembnasta klassísku máli eða slangi úthverfalýðs
stórborganna, sem bezt gerðu persónur kvikmyndanna eru oft látnar taka sér í munn ?
Sem dæmi erlendis frá má geta þess, að í Danmörku og Svíþjóð eru innfluttar
myndir alis ekki sýndar án texta. Stórþjóðirnar skipta beinlínis um tal í erlendum
myndum. 1 Nato-bíóinu í París getur áhorfandinn valið um þrjú tungumál í heyrn-
artækjum, sem honum eru fengin! Það er því gerð talsvert meiri krafa til mála-
kunnáttu íslenzkra bíógesta en tiðkast hjá öðrum þjóðum.
Heimilispósturinn vill gjarnan lieyra álit lesenda sinna á þessu atriði, og verður
betur um það fjallað síðar. Við teljum liins vegar, að það sé ekki nema sanngirn-
iskrafa, að kvikmyndahúsin láti setja islenzkan texta í kvikmyndirnar, að minnsta
kosti þær stórmyndir, sem illskiljanlegar eru með öðru móti.
byrja smátt upp á eigin spýtur. Rock
leggur því nautgripina á hilluna og
leigir jörð sína auðkýfingnum James
til olíuvinnslu, — og verður sjálfur
vellauðugur af.
Undir lokin hleypur loks rembi-
hnútur á snærið, sem ekki verður
leystur nema með því að höggva á
hann, — og það er gert rækilega.
Rock losnar við fordóma sína og öðl-
ast loks í augum konu sinnar þann
hetjuljóma, sem hann hefur alltaf
þráð . . .
Ég er hræddur um, að ef James
Dean hefði ekki notið við, hefði
myndin orðið skrambi langdregin.
Elizabeth Taylor er að vísu hin feg-
ursta og víða sýnir hún skap, en
hana vantar þá reisn og tign, sem
ýmsar samlöndur hennar hafa til að
bera, eins og Vivien Leigh til dæmis.
Rock Hudson er i senn snotur og
nokkuð búralegur, betri en maður
hefði getað búizt við af honum í
þessu hlutverki. Þarna bregður fyrir
Sal Mineo með tindrandi augu og
ýmsum fleiri úr yngri leikarastétt
sem eldri.
Að lokum: minnisstæðu atriðin
eru mörg, — öll í sambandi við Ja-
mes Dean. Myndin er veglegur minn-
isvarði hans. béhá.