Heimilispósturinn - 25.03.1961, Blaðsíða 11

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Blaðsíða 11
að kóróna allt saman fyrirleit hann hana. Hann bauðst til að gefa henni far- miða heim. En Ingrid hafnaði því, og hefur haft ærnar ástæður til að iðr- ast þess síðan. Það er auðvelt að skilja það, að hún skyldi ekki vilja fara aftur með skömmina, atvinnu- laus og peningalaus. Auk þess var hún tekin að venjast stórborginni, °S þótti mikið til um lífið og skark- alann þar . . . Hún hafði enga löng- un til að hætta við fjörið í Milanó. Hn það gekk ekki. Það hallaði skjótt undan fæti fyrir henni. Engir Peningar, ódýrari hótelherbergi, spdltari kunningsskapur, þreyta, niðurlæging. Um skeið var hún í slagtogi með þýzkri stúlku, sem lent hafði i svipuðu og hún og vildi ekki fara heim. Það var skammætt skeið með nýjum, fölskum draumum og eyðilögðum tækifærum. Svo var Þýzku stúlkunni visað á dyr, og Ing- rid var einmana aftur. Síðan þetta gerðist eru næstum tvö ár. Nú er hún sokkin niður í hnyllilegar, skitnar kytrur á gisti- húsunum meðfram Via Rovello, þar sem útlendingar og ferðamenn koma eiginlega aldrei. Ævi hennar er að r®yna að forðast lögregluna og nauðungarsendinguna heim. Einu sinni komst hún í samband við s®nskan sendiráðsfulltrúa i því skyni að komast heim. En það tæki- faeri fór út um þúfur. Ástæðan? Ör- v®nting, ótti, sjálfsmeðaumkun ? Nú vill hún ekki fara heim. Hún 'eynir að maina sig upp og segir: Hvað hef ég að gera heim ? Hvað ætti ég að taka mér fyrir hendur þar? Skyldi nokkurn langa 111 að hafa mig heima? Svo langar mig ekkert heim til Svíþjóðar, mér stendur á sama um Svíþjóð. Það væsir ekki um mig, ég spjara mig . . . En að baki þessum orðum liggur samt vonin um að allt lagist samt einhvern veginn, að það sé enn von Urn að geta byrjað á nýtt. Má vera að svo sé, því að möguleikinn er alltaf fyrir hendi, og vonin má aldr- ei úeyja. Við verðum þó alltaf að tneysta á vonina. t^að er þess vegna, sem við erum ekki með neinar myndir af henni. Við hefðum getað ljósmyndað hana, ®n við gerðum það ekki. Ég hefði Setað sagt nafn hennar, en geri það ekki. Við gefum henni bara eitthvað nafn Okkur geðjaðist vel að henni, °S við hefðum viljað gera eitthvað fyrir hana, — ef við bara hefðum v'tað hvað. Hins vegar myndum við ekki hafa skrifað þessa frásögn, ef við hefð- ''ni ekki gert okkur ljóst, að hún nefur tilgang. tngrid er stúlka, sem lent hefur Sildru, — vegna þess að hún var uf auðtrúa, góðviljuð og ekki nógu ifsreynd. Hún gerði sér ekki einu S*nni ljósa þá einföldu staðreynd, að maður, sem alinn er upp í ka- Þólsku landi, fær í flestum tilfellum andstyggð á þeirri konu, sem gefur honum fyrir brúðkaupið . . . Ingrid hefur hagað sér óskynsam- lega, þess vegna er svona komið fyr- ir henni. Ef hún hefði hugsað sig um, hefði hún komizt miklu betur af. Því að Mílanó er borg, þar sem hugtakið „synd“ birtist í margvís- legustu gerfum, Alveg eins og óhreinar og kaldar búlur meðfram Via Rovello finnast þar dýrindis staðir og auðugar vænd- konur. Meðan á dvöl okkar stóð var lögreglan einmitt að koma upp um stærsta vændis-mál, sem nokkru sinni hefur orðið uppvíst á Italíu. Um 50 stúlkur voru teknar fastar, — hluti þeirra útlendingar í sumar- leyfi á Italíu. Og tekjur þeirra voru ótrúlegar. Margar höfðu um 10 þús. krónur íslenzkar á nóttu, og þó nokkrar áttu dýrindis bifreiðar. En það hefur engin neitt upp úr því að harka á Via Rovello og Via Tomasso. Þar eru sorahverfi synd- arinnar, sem jafnvel lögreglan hirðir ekki um. Einn þeirra, sem við töluð- um við, yppti öxlum og sagði: — Þetta hefur alltaf verið svona, og verður alltaf. Við hreinsum þar til við og við . . . Já, hann hafði rétt fyrir sér. Það er svo margt annað og mikilvægara að hugsa um. Við fylgdum Ingrid aftur til knæp- unnar og skildum þar við hana, — eins og hún bað um. Þar inni var reykjarstybban, skíturinn og ólyktin. Karlmennirnir bak við hlífina voru enn að spila — við aðra stúlku. Áður en við fórum, fengum við okkur konjakk við barinn. Þar hitt- um við Þjóðverja, fómarlamb styrj- aldarinnar, með leyfarnar af hægri handleggnum undir frakkanum. — Forðizt þennan stað og þessar götur, sagði hann. -— Hérna eru bara slæmar stúlkur, dreggjarnar . . . Við flýttum okkur að kveðja og fórum. —•••

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.