Heimilispósturinn - 25.03.1961, Blaðsíða 14

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Blaðsíða 14
Framhaldssagan RICHARD S. PRATHER — Það stendur heima. Þú varst ösku-þreifandi og sást tvöfalt. Þessi var fínn. Hérna. Hann ýtti litlum böggli yfir borðið til min. Um leið og ég tók hann upp, sagði ég: — Svona í grini, hver var hann, þessi yfirstéttarlegi, hái, hvithærði, sem ég sá? Goss hristi höfuðið: — Við vorum bara tveir, ég og Navarro. Ég leit á böggulinn. Nafn mitt og heimilisfang stóðu á honum. — Opnaðu hann, Scott. Hann er til þin. Ég hafði ekki búizt við, að þú kæmir um borð og ætlaði að senda þér hann. Ég tók hann upp. Innan í honum var veski. Dýrt veski úr leðri með skreytingum. Og í því voru ca. fimmtíu splúnkurnýir hundraðdollara seðlar. Ég taldi þá kæruleysislega. Jú, þeir voru víst fimmtíu. Og Goss staðfesti það. — Stendur heima, sagði hann. — Fimm þúsund dollarar, einungis af því að mér geðjast að þér. Einmitt. Honum geðjaðist að mér, þegar ég sá tvöfalt. Ég setti pen- ingana aftur í veskið og kastaði því á borðið fyrir framan Goss. — Því miður, skipstjóri. Svo fullur verð ég aldrei. Þetta hitti beint í mark. Maðurinn kastaði grímunni, og ég fékk skyndilega að sjá hann eins og hann var í raun og veru. Ég hefði ekki getað trúað, að svona slepjulegt andlit gæti orðið svona hörkulegt. Munn- urinn, nefið og hakan löfðu að visu ennþá, en nú var bara engu líkara, en þetta væri úr stáli. Hann hækkaði ekki röddina, og svipurinn breyttist ekkert. Vöðvinn í munnvikinu skalf. Það var eitthvað ómennskt og illt í augum hans, þegar hann urraði: — Gott og vel, þá deyrðu í dag! Hann leit á mig isköldum augunum og bætti við: — Taktu peningana. Þú færð ekki annað tækifæri! — Ég er loksins búinn að komast að því, hvers þú þarfnast, skipstjóri, sagði ég hægt. — Það er rækileg stólpipa! Andartak datt mér í hug, að hann ætlaði að sanna mér á stundinni, að ég hefði rétt fyrir mér. Það var eins og hann væri að fá flog. Var- irnar gengu upp og niður, augun tútnuðu út úr hausnum á honum, og hann skalf eins og í krampa. 1 fyrstu kom hann ekki nokKru orði upp, en svo lamdi hann hnefanum í borðið og reis á fætur. Augu hans voru tryllt af hatri og reiði. — Skítuga lúsin þín, slímuga þefdýrið . . . Þetta var bara byrjunin. Svona hélt hann áfram upp í viðbjóðslegasta æsing. Ég bað hann einum tvisvar sinnum að loka trantinum. Ég aðvar- aði hann. Ég vildi ekki slá hann — ég óskaði mér bara sem allra lengst í burtu frá Srinagar þessa stundina. Ég hafði komizt að því, sem ég þurfti að fá að vita. En hann vildi ekki þegja. Kannski heyrði hann ekki einu sinni til mín. Hann steig skrefi nær, og í síðasta skipti sagði ég honum að halda sig á mottunni og halda skítugum trantinum saman. En í stað þess að róast, ræskti hann sig og safnaði munnvatninu upp í sér. Bannsettur þrjóturinn hugsaði sér að hrækja á mig! En það var hnefinn á mér, sem hann hrækti á, því að auðvitað gaf ég honum einn á hann. Og það verð ég að segja, að mér var það ekki vitund á móti skapi. Nei, síður en svo. Þetta var löng sveifla með allan likams- þungann á bak við, högg, sem hefði getað rotað uxa. Og það felldi þenn- an uxa. Hnefinn skall á trantinum á honum með smell, eins og þegar planki brotnar. Ég fann fyrir högginu lengst niður eftir hrygglengjunni, þvi að þetta var eins og að hitta vegg. En öfugt við vegginn lét hann undan, hrasaði aftur á bak og settist á leðurbekkinn. Ég sendi honum kveðju með handarjaðrinum á hálsinn, svo að hann rann niður á gólf. Fína húfan hentist af hausnum á honum og lenti á hvolfi á gólfinu. Ég flýtti mér að snúa mér við með byssuna í hendinni. Ef éinhver handlangarinn væri í grenndinni, vissi ég, að hann myndi henda sér á mig. En það var enginn nálægur, svo að ég stakk skammbyssunni aft- ur í hulstrið, og gekk afturá. Þessi, sem nefndur hafði verið Chuck, stóð á sínum stað við landganginn og annars staðar á þilfarinu v'oru sjáan- legir tveir-þrír delar, en enginn þeirra hafði bersýnilega orðið neins \'ar. Ég þerraði svitann af enninu og skrönglaðist niður úr brúnni í átti'ia til Chuck. En svo stanzaði ég. Það var skiljanlegt, að Goss kærði sig ekkert urn’ að það fréttist, að Belden hefði verið um borð i Srinagar skömmu áður en hann var myrtur. En hvers vegna vildi hann endilega láta mig haldS' að ég hefði aðeins séð þá Joe Navarro eina þama inni í káetunni? Hv'erS vegna neitaði hann svona ákaft nærveru fjórða mannsins, þessa h!ra’ hvíthærða ? Ég var nú æstari en nokkru sinni i að fá vitneskju um, hver hefði verið, hvað hann hefði verið að gera um borð, og hvar hann v£erl að finna núna. Áreiðanlega var hann ekki lengur um borð, en það máttr kannski finna spor eftir hann i káetunni — sérstakt sígarettumerki, karu1 ski glas með fingraförum, eða þess háttar. Það veit maður aldrei fyrr en maður hefur gengið úr skugga um það. Með smávegis heppni hefði ég fimm mínútur til umráða áður en a yrði vitlaust um borð, Ég flýtti mér niður, fann káetuna. Hurðin var ekki læst, og þar var ekki nokkur maður. Káetan var tóm. Það hafði verið tekið svo rækilega til í henni, að hu11 glansaði af þvottinum. Þar var ekkert að finna. Ég fór út og framhjá káetu númer 7, þar sem ég átti að hitta Elairie’ og upp á þilfar. Tveir þungavigtarboxarar, sem ég hafði ekki séð áður- hölluðu sér upp að borðstokknum á stjórnborða og litu forvitnislegu mig. En þeir hreyfðu sig ekki. Aðeins nokkrir metrar enn, og ég væri kominn að stiganum niður í hát inn. Niður í hann og af stað! En rétt í því féll öxin. Á bak við mig heyrðist öskur, ég þekkti röddin0- — Grípið hann! Grípið hann! Drepið hann! Ég sneri mér við. Jú, þar stóð Goss með blóðugan munninn og bent' á mig. Áður en ég komst að dansgólfinu, voru þeir komnir á eftir mé* með framrétta hrammana. En þá var ég líka búinn að fá skammbyssu118 í hendina. Þeir stönzuðu svo snögglega, að þilfarið spændist upp undlf fótum þeirra. 1 ganginum að baki Goss komu þrír lagsbræður hans æðandi. Hg ®at ekki skotið þá alla niður, en ég gerði naumast ráð fyrir, að nokkur þeirra myndi grípa til byssunnar, — nema þeir neyddust til. Skotin myndu heyrast til lands. Ég tók til fótanna, að stiganum og bátnum mínum. Það var nú verri sagan. Þarna var enginn bátur. Ég sá glitta í hann lengst úti á sundi með einhvern drelli við stýr1 ’ en um það hafði ég engan tíma til að hugsa. Seinna myndi það renna upp fyrir mér, að Chuck hefði í öryggisskyni sett eina blókina í að fjal lægja hann, svo að ég kæmist ekki undan fyrirvaralaust. Nú varð ég a einbeita mér að úlfahópnum, sem safnaðist að mér. Og logaletri staíí skráð í huga mér: þetta er ekki rétti staðurinn fyrir þig! Þess vegna gerði ég það eina rétta og skynsamlega í málinu: Ég *et mig svífa eins og fugl út fyrir borðstokkinn. Ég lenti í sjónum með ósaplegum skell, og ég var kominn talsvert undn yfirborðið, þegar ég gerði mér ljóst, hvað það er að synda i öllum fdt unum með skammbyssu í hendinni. Maður syndir nefnilega ekki. Maður sekkur bara. Ég buslaði bæði höndum og fótum, en það kom ekki að miklu gag111' Allt á hraðri niðurleið. Og þótt mér heppnaðist að komast upp á ýtir borðið, þá var einn manna Goss á stjái í mótorbátnum minum. Ég rel mig úr jakkanum og fálmaði í beltið. Lungun í mér voru að springa' hjartað hamaðist, og ég skalf og nötraði. Á nokkrum sekúndum heppnaðist mér að komast úr buxunum. Éétr sem snöggvast varð mér hugsað til veskisins með 340 dollurunum, ýmislegs annars, sem ég var með. Ég synti upp á við, og eftir andartalí stakk ég hausnum upp úr sjónum. Srinagar var fjóra-fimm metra frá mér. Ég blés eins og hvalur og dep1 aði augunum í ákafa. Báturinn minn var þrjátíu metra undan, hinun1 megin við stefni snekkjunnar. Chuck stóð við stigann, og nokkrir menn héngu á borðstokk snekkjunnar. Ég var enn með skammbyssuna í hendinni. Heldur hefði ég kastað nærbuxunum en skammbyssunni. Ég lyfti henni og hristi hana þanga<’1 14 HEIMU.ISPnBTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.