Heimilispósturinn - 25.03.1961, Síða 18

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Síða 18
hana fyrir. Siðan lá hún í viku, kvart- aði aldrei — var ekkert nema bllð- an. Hvemig gat þá Tómaa verið svo harðbrjósta að andæf a henni ? Venjulega þrefuðu þau dálítið fyrst um það, hvort þeirra ætti að láta undan. Tókst honum jafnan, en þó með nokkrum herkjubrögðum, að láta hana fá vilja sinum framgengnt. Einu sinni sá ég hana ganga átta mílur i striklotu á ferðalagi, sem hana hafði langað sérstaklega til að fara í. Ég gat þá ekki orða bundizt og sagði við Tómas, að hún væri miklu hraustari en nokkum hefði getað órað fyrir. „ó, sussum nei. Hún er afsaplega veil. Hún hefur verið hjá beztu hjartasérfræðingum heimsins og þeir kveða allir einum rómi lif hennar leika á bláþræði. En kjarkur hennar og hugarþrek er al- veg óbilandi — svo mlkið er vist". Hann sagði henni frá ummælum mínum um þolgæði hennar. ,,Þú mátt reiða þig á, að ég mun verða að gjalda þess ama grálega á morgun, þvl að þá verð ég alveg á heljar- þröminni", sagði hún við mig döpur 1 bragði. „En mér flnnst stundum eins og þú sért alveg nógu hraust til þess að gjöra allt það, sem þú kærir þig um". Eg hafði tekið eftir þvi svo oft, að hún gat dansað fram á bjartan morgun, þegar hún var i skemmtilegu samkvæmi, en fyndist henni hins vegar bæði dauft og leið- Inlegt, leið henni svo illa, að Tómas þurfti að fylgja henni heim snemma. Smeykur er ég um, að henni hafi ekkí alls kostar líkað þetta svar mitt, þó að hún brosti til mín þýðlega, sá ég engri káttnu bregða fyrir í stórum, bláum augum hennar. „Þú getur þó ekki vænzt þess af mér, að ég detti hér dauð niður á stundinni, einungis til þess að þóknast þér", svaraði hún. Lovísa lifði mann sinn. Hann fékk köldu, sem dró hann til dauða eitt sinn, er þau voru I skemmtisiglingu. Veður var hryssingskalt, svo að Lovísa þarfnaðist allra ullarábreið- anna i bátnum til þess að halda á sér hita. Hann skildi eftir drjúgan auð handa henni og eina dóttur barna. Lovísa varð harmi lostin og ekki mönnum sinnandi. Það var næsta undravert, að hún lifði þetta þunga áfall. Vinir hennar bjuggust við, að hún lifði þetta þunga áfall. Vinir hennar bjuggust við, að hún mundi brátt fylgja vesalings Tómasi i gröfina. Þeir sárkenndu I brjósti um Iris dóttur hennar, sem yrði þá munaðarlaus. Þeir létu sér æ- meir annt um Lovisu. Þeir kostuðu kapps um að gera alit, sem þeim var imnt, til þess að létta af henni öllum örð- ugleikum. Þeir harðbönnuðu henni að gera handartak. Þeir urðu blátt á- fram að gera það .vegna þess að hjartað sagði til sin óðara og hún reyndi eitthvað á sig, en þá var dauð- inn vís. Hún sagði, að hún yrði al- gerlega ósjálfbjarga, ef hún eignað- ist ekki mann, sem gæti annast sig. Hún sæi ekki fram á nokkur ráð til þess að ala ein upp elskuna hana Iris sína, svo heilsuveil sem hún væri. Vinir hennar spurðu hana þá, þvi hún giftist ekki á ný. Hún kvað slíkt ekki koma tll mála vegna þess, hve hún hefði veikt hjarta, enda þótt hún vissi ósköp vel, að Tómas sinn blessaður hefði viljað, að hún giftist — og hver vissi nema það yrði líka Iris sinni fyrir beztu. En hver mundi vilja drasla með slíkan aumingja eins og sig um lifið? Svo undarlegt sem það kann þó að virðast, komu fleiri en einn ungur maður til þess að bjóð- ast af fúsum vilja til að taka & sig þessa kvöð. Það var ekki ár liðið frá því að hún fylgdi Tómasi til hinztu hvilu, að hún leyfði George Hob- house að leiða sig á brúðarbekkinn. George þessi var hinn gervilegasti maður og alls ekki svo fátækur. Aldrei hef ég séð þakklátari mann en hann, þegar honum veittist einka- leyfi til þess að annast þessa við- kvæmu og veikgerðu veru. „Ég mun ekki lifa lengi til þess að Iþyngja þér", sagði hún við hann. Hann var hermaður og það fram- gjam nokkuð, en hann afsalaði sér tign sinni. Vegna heilsu sinnar neyddist Lovisa til þess að dveljast vetrarlangt i Monte Carlo og sumar- langt í Deauville. George var fyrst á báðum áttum um það, hvort hann ætti að segja upp herþjónustunni. Fyrst vildi Lovisa ekki heyra það nefnt, en að lokum lét hún undan á sama hátt og hún lét alltaf undan. Og George ákvað, að gera síöustu æviár konu sinnar eins hamingjurik og unnt væri. „Það verður ekki svo lengi, sem ég hjari", sagði hún, „ég skal gera allt, sem ég get, til þess að valda þér ekki erfiði". Næstu tvö og þrjú ár gat Lovisa þrátt fyrir sitt veika hjarta tekið þátt I fjörugum samkvæmum, spil- að fjárhættuspil af lifi og sál, dans- að fram á bjartan morgun og meira að segja gefið ungum mönnum, há- um og grannvöxnum, imdir fótinn. Hún var alltaf glæsilega búin og hvarvetna hrókur alls fagnaðar. En vesalings George Hobhouse var ekki nándamærri eins þrautseigur og þol- góður og fyrri eiginmaður Lovisu. Það reyndi dálítið á taugamar að vera eiginmaður Lovisu númer tvö, og til þess að geta gengt því starfi, varð hann öðm hverju að hressa sig á sterkum veigum. Ekki er ósenni- legt, að þetta hefði orðið að meiri vana hjá honum, ef stríðið hefði ekki góðu heilli brotizt út. Lovisu var ekki orðið um þessar tíðu tauga- styrkingar hans. Hann gekk aftur í lið með hersveit sinni. Að þremur mánuðum liðnum var hann drepinn. Það varð Lovisu þungt áfall. Henni fannst þó, að hún gæti ekki bugazt af eigin sorgum sínum á svo örðug- um timum þjóðarinnar, svo að ef hún fékk hjartakast, heyrði enginn þess getið. Til þess að snúa huga sinum að öðm, breytti hún skraut- hýsi sínu í Monte Carlo í hressing- arhæli fyrir liðsforingja, sem vom í afturbata. Vinir hennar sögðu, nð hún myndi aldrei getað lifað af sllkt erfiði, sem fylgdi hjúkrunarstarfi þessu. „Auðvitað veit ég, að það drepur mig", sagði hún, „en hvað gerir það til ? Eg verð lika að leggja minn skerf til sigursins". Starfið drap hana ekki, þó að hún hefði nóg að gera. Ekkert hressing- arhæli í öllu Frakklandi komst að vinsældum i hálfkvisti við hennar hæli. Ég hitti hana af hendingu i Paris um þessar mundir. Hún var þá að borða hádegisverð á Ritz með háum og laglegum Frakka. Hún kvaðst vera komin til Parisar í er- indagerðum fyrir hressingarhælið. Hún sagði mér, að liðsforingjamir væm alltof elskulegir við sig. Þeir vissu, hvað hún væri heilsuveil og aftækju, að hún gerði handarvik. Þeir létu sér svo annt um hana, að það væri engu líkara en þeir væm allir eiginmenn hennar. „Aumingja George", sagði hún andvarpandi, „hvem hefði órað fyr- ir þvi, að ég hefði lifað hann með mitt veika hjarta". „Og þá vesalings Tómas líka segðu", skaut ég inn i. Ég veit ekki, hvort henni féll það vel, sem ég sagði. Hún brosti til min raimalega, og fallegu augun hennar fylttust af támm. „Þú virðist alltaf tala til min i þeim tón, eins og þú teljir eftir þau fáu ár, sem ég get vænzt að lifa i viðbót", sagði hún. „En segðu mér, Lovísa. Er ekki hjartað miklu betra núna?" „Það mun aldrei verða betra, Ég fór til sérfræðings í morgun, sem sagði, að ég mætti búast við öllu hinu versta". „Einmitt það, en hefurðu ekki mátt búast við öllu hinu versta i meira en tuttugu ár?" ---------Lovisa settist að í Lon- don eftir styrjöldina. Hún var enn- þá grönn og veikluleg með stór augu og fölar kinnar. Þó að hún væri kom- in yfir fertugt, var svo að sjá, sem hún væri ekki meira en 25 ára. Iris var nú orðin fullvaxta kvenmaður. Hún hafði nýlokið skólanámi og var nú flutt tll móður sinnar. „Hún mun annast mig", sagði Lovísa, „en vitanlega verður erfitt fyrir hana að búa með svo miklum aumingja og mér, en það mun ekki vera lengi. Ég er viss um, að henni er sama hvort eð er". Iris var góð stúlka. Frá bemsku hafði henni verið kennt að heilsa móður hennar væri bágborin. Þegar hún var barn, var henni aldrei leyft að gera hávaða. Hún hafði alltaf gert sér grein fyrir, að móðir sin mætti á engan veg komast í geðs- hræringu. Og þó að Lovisa segði Iris nú, að hún tæki ekki í mál, að hún fómaði sér fyrir sig, gamla og þreyt- andi kerlinguna, lagði stúlkan ekki eyrun að þvi. Iris fannst ekki vera hér um nokkra fórn að ræða, heldur var hér um að ræða hamingju ást- kærrar móður sinnar, sem átti svo bágt. Móðir hennar andvarpaði í hvert skipti, sem Iris gerði mikið fyrir hana. „Baminu liður vel vlð þá tilhugs- un, að hún láti eitthvað gagnlegt « sér leiða", sagðl hún. „Heldurðu, að Iris ætti ekki fara meira út og skemmta s^r • spurði ég. „Þetta er ég einmitt alltaf segja henni, en ég get því niiður ekki fengið hana til þess. Guð ve að ekki langar mig til þess, að ein hver slíti sér út min vegna". Og Iris sagði þá jafnan: „VeslinS' elsku mömmu langar svo skelfing þess, að ég fari eitthvað út til Þ699 að lyfta mér upp, en i hvert skip sem ég legg af stað, fær hún eitt hjartakastið, svo að ég kýs langtuin fremur að vera eftir hjá henni . En að lokum varð hún ástfangin' Ungur vinur minn, bezti drengnr' mesti ágætispiltur, bað hennar 0 hún veitti sitt samþykki óðara fúsum vilja. Mér þótti vænt um Irl. og fannst þvi gleðilegt, að henn' veittist nú loks kostur á að lifa sin lífi. Hún hafði ekki gert sér von_ um, að hún fengi það nokkurn tö® ann. En dag nokkum kom ungi n>a urinn tll min, afar daufur i dálkiN^ yrði Iri® efi® og tjáði mér, að giftingu þeirra frestað til óákveðins tíma. fannst, að hún gæti ekki yfinS' móður sína, Þó að þetta kæmi m ekkert við, fór ég tll þess að hit Lovisu að máli. Henni þótti allta_ gaman að þvl, að vinir sinir hein^ sæktu sig um te-tima. Hún sóttis og meira eftir viníengi við skáld listamenn, síðan hún var tekin eip eldaat. „Mér hefur verið sagt, að Iris ekki að giftast núna", sagði ég ef nokkra hrið. _ þftð- líkt „Ekki er mér kunnugt um Hún ætlar sér ekki að giftast því eins snemma og ég hefði vW8, að hún gerði, blessunin. Ég hef 101 ^ kropið fyrir henni og grátbeðið hftn um að hugsa ekki um mig, en h þvemeitar að yfirgefa mig". „Þykir þér það ekki nokkuð ha snúið fyrir hana?" „Jú, alveg hræðilega. Auðvitað hér um að ræða nokkra mánuði, mig óar við að hugsa til ÞesS nokkur fómi sér fyrir mig“- „En góða Lovlsa. Þú hefur Þe^a jarðað minnst tvo I viðbót". . „Þú heldur þó ekki, að þetta s^ fyndið", sagði hún eins kvikindisle^* og hún gat. „ „Ég býst ekki við, að þér h ^ nokkum tímann þótt það g^^ furðu, að þú ert alltaf nógu hrau5 til þess að gera allt það, sem langar til, og hið veika hjarta þig þitt srir kemur aðeins í veg fyrir, að þú ge' það, sem þér þykir leiðinlegt". ^ „ó, ég veit svo ósköp vel, h þú heldur, að ég sé. Þú hefur al^r getað trúað því, að nokkuð g311 sagði' að mér“. Ég horfði beint á hana og „Satt segirðu, góða min. Ég hef ai ^ ei trúað því, að nokkuð geng1 a^ þér. Ég ætla, að þú sért nú búin a hafa i frammi hræðilega blekkin _ í tuttugu og fimm ár. Ég fel 1,1 HEIMILISPDSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.