Heimilispósturinn - 25.03.1961, Síða 19

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Síða 19
0) 0 s K Olli og Tumi horfðu furðu lostnir á. sótarann, sem kleif stigann hinn rólegasti á nýjan leik. — Ég á ekki orð til! mœlti Olli. — Hann kvartaði ekki einu sinni um höfuðverk! — Hausinn á honum er alveg flatur að ofan. Þessir náungar eru eitthvað einkennilega samsettir. Hefurðu teklð eftir, að þeir segja ekki aukatekið orð? — Þetta er liklega rétt hjá þér, ungi vinur, sagði Olli hugsandi. — Þegar maður talar sjálfur tekur maður ekki svo eftir þvl hvort hinir tala líka eða þegja. Og skrýtnir eru þeir, það er satt. Þeir eru ekki einu sinni t jakka! En nú herti rigninguna og þakið varð svo hált, að sótarinn gat ekki fótað sig lengur og rann æ lengra niður á við. Olli var svo upptekinn að fylgjast með þessu, aö hann tók ekkert eftir málar- anum, sem var að verki við hliðina á honum. Hann málaði í ákafa beint af augum og lét sig engu skipta þegar aðalsmaðurinn Olli bolla varð fyrir honum. Fyrr en varði hafði hann klínt grárri grunnmálningunnt á magann á Olla! Hinn síðamefndi umhverfðist nú alveg og tók að útlista fyrir málaranum, að svona hegðun væri mjög svo óviðeigandi gagnvart jafnvel ættuðum herramanni. En í millitíðinni hafði sótarinn misst alla fótfestu og brunaði með ó- stöðvandi hraða fram að þakbrúninni... Olli truflaðist í umvöndunum sínum við það að Tumi rak upp skelfingaróp. Hann leit upp og sá einmitt þegar sótarinn hlunkaðist fram af brúninni og féll með þungum dynk á jörðina fyrir neðan. Þetta var svimandi hátt fall. Þeir hlupu allt hvað af tók í áttina til sótarans. — Hann hefur flatzt alveg út! sagði Tumi. — Já, þetta er hræðilegt, ungi vinur, stundi Olli. — Sæktu fljótt lækn- inn og sendu Jússa með aspiríntöflu! Ó, hvílíkur óhamlngjudagur! En brátt staldraði hann orðlaus af undrun, þvi þarna settist sótarinn upp aftur, tók saman föggur sínar og reis hjálparlaust á fætur. Hann gekk til félaga sinna, sem nú sýndu á sér fararsnið. — Þeir eru að fara! sagði Olli vantrúaður. — Já, svaraði Tumi, — ég hugsa að hann rigni of mikið. En mér er algjörlega óskilj- anlegt hvemig sótarinn getur gengið eftir þetta fall. Og hinir litu ekki einu sinni við þegar hann datt! — Þessir náungar eru ekki af okkar stétt, mælti Olli. — Þegar velættaður maður dettur ofan af svona þaki, þá hlýtur hann að slasast alvarlega, það er augljóst mál. Framh. - kmi — Við, þessar fyrstu, náðum lika í blllegustu bútana! .♦> •'»v> » * '-♦-♦-♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:< mTIW — Eg ætlaði bara að vita, hvort ég gæti aðstoðað nokkuð. Mér{j heyrðist hestarnir yðar vera orðnir eitthvað órólegir! V >5 V :♦»»»»»»:<>»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»»»’♦ HUMILISPÓBTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.