Heimilispósturinn - 25.03.1961, Page 21
°g sem sagt, flatur fiskur er með
öllu ur sögunni!
~~ Nei, nú gengur þetta of langt.
Hver er það, sem ákveður þetta eig-
inlega?
París, frú. 1 París sitja tveir
fiskkóngar á rökstólum qg ákvarða,
hvenasr fiskur skuli vera flatur og
^venær ávalur. Einn daginn eru það
Sellur, annan daginn ekki og svo
framvegis. Næst getur það orðið
rauður fiskur, haha!
— En það nær ekki nokkurri átt
að breyta fisknum svona?
— Prú, þér hafið ekki hugmynd
uin, hvað þeim hefur tekizt þarna
í París.
— Þetta er hrein brjálsemi, en
raunar kemur þetta mér ekkert á
óvart, eins og fólk finnur upp á
mörgu fáránlegu nú á tímum. En
mér likar bara ekki þetta með lúð-
una — við maðurinn minn erum svo
afskaplega hrifin af lúðu, sjáið þér.
— Gætuð þér þá ekki bara keypt
frú, sneitt hann niður í fjögur
sfykki, flatt stykkin síðan og steikt
Þau eins og lúðu?
— Það er nú ekki það sama. Ég
held ég reyni aðra verzlun — það
er aldrei að vita, nema einhver hafi
samt lúðu.
— Gerið það, frú. En gætið þess,
að hringja í rétt númer. Þetta var
nefnilega skakkt!
— Halló.
— Góðan dag, góðan dag. Gefið
mér afgreiðsluna.
— Þetta er afgreiðslan.
— Nújá, þá hef ég hitt á rétt
númer. Jæja, er Pétur við? Ég er
nefnilega vanur að tala við hann,
skiljið þér.
— Þvi miður, hann er farinn í há-
éegismat.
— 1 hádegismat? Nú, klukkan er
ekki nema tíu!
— Hann sagðist vera orðinn svo
svangur. Hann varð bara skyndilega
svo banhungraður, að hann fékk
feyfi til að skreppa út og fá sér að
borða.
— Svojá, jæja, þér getið kannski
tekið við pöntuninni minni. Ég ætl-
aði að taka þarna hálft dúsin af
stærri gerðinni.
—- Stærri gerðinni ?
— Já, stærri gerðinni, — takið
vel eftir því. Alls ekki minni gerð-
inni.
— En við erum nú bara með minni
gerðina núna.
— Það getur alls ekki staðið
beima, ég er búinn að skipta við
ykkur í 25 ár, og ég hef alltaf feng-
ið stærri gerðina.
— Já, en þér voruð bara orðinn
sá eini, sem vildi stærri gerðina.
— Ég skil ekki, hvemig....
— Jú, sjáið þér til. öllum fannst
stærri gerðin alltof stór. Minni gerð-
in er svo miklu hentugri, hægt að
stinga henni í vasann . ..
— 1 vasann? Það dettur þó eng-
um í hug að stinga þeim í vasann!
— Ja, ég meinti þetta að sjálf-
sögðu ekki bókstaflega. Miklu frem-
ur sem grin. Nei, sjáið þér til, við
verzlum ekki með stærri gerðina
lengur, af því að hún var hætt að
seljast. Minni gerðin flýgur hins veg-
ar út.
— Þetta getur bara alls ekki ver-
ið? Hverjir vilja hana frekar?
— Allir okkar viðskiptavinir. Við
flytjum hana meira að segja út. Til
Rússlands, Kina, Egyptalands ... að
ekki sé minnst á Austur-Þýzka-
land!
— Hafið þið þá fundið einhverja
nýja aðferð?
— Já, við hraðfrystum þá.
— Hraðfrystið ? Nei, hérna.. hve-
nær kemur hann Pétur aftur?
— Ekki fyrst um sinn. Hann sagð-
ist ætla að leggja sig eftir matinn.
— Á þessum tima dags ? Ja hérna.
En Kristján þá? Lofið mér að tala
við Kristján.
— Kristján hefur frí í dag. Kon-
an hans eignaðist tvíbura í gær, svo
að hann er að stússa heima við,
— Hvaþþá ? Tvibura ?! ? Þetta er
alveg fáheyrt! Á hans aldri!
— Já, en hann á nú líka unga
konu, eins og þér vitið.
— Jú, en mér er sama. Hann er
þó kominn yfir sjötugt. Er hann ekki
orðinn sjötíu-og-fjögra ?
— Sjötíu-og-átta, en það leynist
lengi eldur undir öskunni! En hvað
þá um þessa litlu?
— Litlu ? Hvemig á ég að vita
það! Því verður Kristján sjálfur að
ráða fram úr.
— Nei, ég átti við, hvort þér ætl-
uðuð þá ekki að taka minni gerðina
í staðinn fyrir þá stærri ?
— Já, svoleiðis. Nei, skrambinn
hafi það. Ég vil fá þá stærri, ekkert
með það. Er ekki smávegis eftir af
henni — bara tólf eða svo?
— Því miður. Við sendum þá sein-
ustu að gjöf til elliheimilisins.
— Ég vona, að þér séuð að gera
að gamni yðar.
— Engan veginn.
— Er ekki bezt, að ég hringi aft-
ur eftir klukkutíma. Þá hlýtur Pét-
ur að vera kominn aftur. Ef ekki,
þá verðið þér að vekja hann.
— Fyrirtak, en reynið þá að
hringja í rétt númer. Þetta var nefni-
lega skakkt.
— Halló.
— Já, góðan dag. Það var útaf
páfagaukimum, sem eru til sölu. Ég
vona, að ég hringi ekki of seint.
— Það er aldrei of seint, dúfan
mín?
— Dúfa? Ég hélt, að það væru
páfagaukar!
— Það stendur heima. En í raun-
inni vil ég helzt ekki losna við þá.
Hvernig litist yður á tvo hafemi frá
Andalúsíu ? Ég á nokkur stykki. Þér
skuluð fá fjóra fyrir fimm krónur.
— Ne-e-ei takk — þeir yrðu nokk-
uð stórir, ég hef ekki svo mikið hús-
pláss, sjáið þér. Bara tveggja-her-
bergja íbúð. En páfagaukamir ? Eru
þeir tamdir?
— Þeir rölta á eftir mér, hvert
sem ég fer.
— Kunna þeir að tala eitthvað?
— Hvort þeir kunna. Annar kann
,,Ég verð færður í fangelsi að
morgni" og ,,Yfir kaldan eyðisand",
og hinn getur sungið þrjár fyrstu
hendingarnar af ,,Ég langömmu á,
sem að létt er í lund“.
— Það er alveg ótrúlegt!
— Nú, þetta var nú heldur ekki
alveg satt, ef ég á að segja yður al-
veg eins og er. Þessi með langömm-
una kann ekki vltund, getur hvorki
sungið eða talað, en hinn er hins-
vegar búktalari og hefur gaman af
að narra fólk svona.
— Ég hef aldrei heyrt annað eins.
Páfagaukur og búktalari!
— En hinn, þessi, sem ekkert
kann, hann er nú í rauninni alls ekki
sem verstur, þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Ef maður stingur fingri
inn í búrið til hans — þér vitið, það
em margir sem gera það til að láta
hann narta í — vitið þér, hvað hann
gerir þá ? Hann losar þverslána i
rólunni og lemur mann í fingurinn
með henni!
— Stórkostlegt! Fáheyrt!
— Og svo er hann alveg vitlaus í
bjór. En þér verðið að gæta þess að
gefa honum ekki of mikið, því að
þá verður hann alveg vitlaus.
— Mér kæmi aldrei til hugar að
gefa smáfugli bjór. Ég vil ekki sjá
slíkt í mínum húsum.
— O, bjórglas við og við gerir
svosem ekkert.
— Mig hryllir bara við tilhugsun-
inni.
— Nú, ef þér getið ekki unnt fugl-
inum svona saklausrar ánægju, þá
veit ég alls ekki, hvort ég vil selja
yður hann. Ég verð að minnsta kosti
að hugsa málið áður. Vilduð þér
gjöra svo vel að hringja til mín eftir
klukkutíma eða svo?
Ég hefði viljað gefa mikið fyrir að
mega heyra símtalið milli konunnar
og hins raunverulega seljanda, —
ekki hvað sízt, þegar hún færi að
spyrjast fyrir um búktalshæfileik-
ann og bjórdrykkjuna. Það hefur ver-
ið aldeilis grín!
Ég hefði líka haft gaman af að
vita, af hverju „stærri gerðin“ var.
En það upplýsist líklega aldrei.
Og nú sit ég löngum við símann
og hlakka til næstu hringingar....
—•••
HEIMILI5POSTURINN
21