Heimilispósturinn - 25.03.1961, Blaðsíða 22

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Blaðsíða 22
TUTTUGU NÝIR PEININAVIIVIR Þeir, sem vilja komast í samband við pennavinina, sendi bréf sín í lokuðu, frímerktu umsiagi til blaðsins, pósthólf 495, Reykjavík. Farið er með allt pennavinum viðkomandi sem algjört trúnaðarmál. Birting á pennavinum kostar 10 krónur. 249. Vélstjóri, 33 ára, 177 sm, 80 kg, dökkskolhærður með mógrá augu, óskar eftir bréfasambandi við stúlkur á aldrinum 18—32 ára. Áhugamál: t. d. lífið sjálft, bækur, skemmtanir, ferðalög næsta sumar og margt fleira. 250. Piltur, sem fæst við ýmis konar störf, 17 ára, 178 sm, 70 kg> Ijóshærður með blágrá augu, óskar eftir bréfaviðskipt- um við ungar stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Áhugamál: dans, djamm, bíó, ferðalög, allt tæknilegt og fleira. Æskilegt að mynd fylgi, en þó ekki skilyrði. 251. Iðnnemi, 20 ára, 174 sm, 75^4 kg, með skollitt hár og gráblá augu, óskar eftir að komast í bréfaviðskipti við stúlkur á aldrinum 17—23 ára. Áhugamál: allt mögulegt. 252. Stúlka, 19 ára, 165 sm, 55 kg, með rautt hár og brún augu, óskar eftir að komast í bréfaviðskipti við pilta á aldrin- um 18—25 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. 253. Afgreiðslustúlka, 18 ára, 173 sm, 65 kg, með dökkbrúnt hár og blágrá augu, vill komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 18—25 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. Áhuga- mál: bækur, bíó, ferðalög og margt fleira. 254. Iðnneini, 20 ára, 182 sm, 70 kg, með frekar ljóst hár og blá augu, óskar eftir bréfaviðskiptum við skemmtilegar stúlk- ur á aldrinum 17—19 ára. Áliugamál: dans, dægurlög, bíó, í- þróttir, útilegur og allt mögulegt. Mynd æskileg. 255. Lausamaður, 34 ára, 179 sm, 70 kg, með svart hár og nióbrún augu, óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlk- ur á aldrinum 25—40 ára. Áhugamál: ýmislegt. 256. Maður, sem fæst við sveitastörf, 35 ára, 185 sm, 96 kg, ljóshærður, gráeygur, óskar eftir bréfaviðskiptum við stúlk- ur á aldrinum 25—35 ára. Áhugamál: sveitastörf. Tómstunda- iðja: lestur. Æskilegt að mýnd fylgi bréfi. 257. Starfsstúlka í hraðfrystihúsi, 16 ára, 164 sm, 58 kg, skolhærð með gráblá augu, óskar eftir pennavinum á aldrinum 17—19 ára. Áhugamál: dans, ferðalög, kvikmyndir og margt fleira. 258. Skólastúlka, 17 ára, 165 sm, 56 kg, með ljóst hár og blá augu, óskar eftir að skrifast á við pilta á aldrinum 18—21 árs. Áhugamál: dans, kvikmyndir, danslög og allt mögulegt. Mynd fylgi bréfi. 259. Stúlka, 23 ára, 160 sm, 56 kg, með dökkt hár, óskar I eftir bréfaviðskiptum við pilta á aldrinum 22—25 ára. Áhuga- mál: allt og ekki neitt. 260. Ein óbreytt skvísa, 21 árs, hæð og þyngd meðallag> dökkhærð og græneyg, óskar eftir að skrifast á við einhvern sæmilega byggðan gæja á svipuðum aldri. Áhugamál: sjó- mennska og allt, sem ungu fólki viðkemur nú til dags. 261. Ráðskona, 24 ára, 164 sm, 63 kg, dökkhærð ineð grá- brún augu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 24—28 ára. Áhugamál: böll, skemmtilegir herrar og allt mögulegt. Æskilegt, að mynd fylgi bréfi. 262. Verkamaður, 19 ára, 176 sm, 75 kg, með skollitt hár og gráblá augu, óskar eftir að skrifast á við stúlkur á aldrin- um 16—19 ára. Áhugamál: bíó, dans og allt mögulegt. 263. Gagnfræðaskólastúlka, 16 ára, 164 sm, 60 kg, með dökkskollitað hár og gráblá augu, óskar eftir að komast í bréfa- samband við pilt á aldrinum 16—19 ára. Áhugamál: bíó, böll, djanim og strákar. Æskilegt að mynd fylgi. 264. Sjómaður, 17 ára, 182 sm, 78 kg, með ljóst hár og grá- græn augu, óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Áhugamál: ferðalög, sunnlenzkar dísir og fleira. Mynd fylgi bréfi. 265. Verkamaður, 16 ára, 169 sm, 69 kg, skolhærður og bláeygur, óskar eftir að komast í bréfaviðskipti við stúlku á aldrinum 15—16 ára. Áhugamál: leikarar, bíó, söngvarar, dæg- urlög (erlend), djamm og fallegar skvísur. Æskilegt, að mynd fylgi bréfi. 266. Starfsstúlka á hóteli, 164 sm, með skollitt liár og blá augu, óskar eftir bréfasambandi við pilta á aldrinum 17—21 árs. Áhugamál: músík og bíó. Æskilegt, að mynd fylgi bréfi. 261. Starfsstúlka á hóteli, 164 sm, með ljóst hár og blágrá augu, óskar eftir bréfasambandi við pilta á aldrinum 20—25 ára. Áhugamál: dans og allt mögulegt. Æskilegt, að mvTid fylgi bréfi. 268. Starfsstúlka á hóteli, 160 sm, með blágrá augu og skol- Iitt hár, óskar eftir bréfasambaiuli við pilta á aldrinum 17_20 ára. Áhugamál: böll, bíó og ferðalög. Æskilegt, að niynd fylgi bréfi. Teiknari: Quist * O L I 22 M il M I Ll B(*Ó ITti Rl N N r ■■

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.