Heimilispósturinn - 25.03.1961, Page 23

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Page 23
f h V U4 V S V í t t ICBOÍ í V >:< V t g í »♦< Vikublað, kemur út á hverjum laugardegi. Askriftarverð kr. 125 X ársfjórðungurinn, og greiðist fyrirfram. Verð hvers heftis í “ lausasölu 12 krónur. tJtgefandi: Heimilispósturinn, Reykjavík. Ritstjórar: Baldur Hólmgeirsson og Steingrímur Sigurðsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Tjarnargötu 4, Rvík, sími 11177 — Pósthólf 495. Steindórsprent h.f. prentaði. ♦»»»»»»»»»»»»»>»X*»X»»»»»»»>»* Okkar á milli sagt Kæri Heimilispóstur! Ástarþakkir fyrir allt það skemmti- lega efni, sem þú leggur okkur les- endum þínum til. Ég bið alltaf með óþreyju eftir hverju blaði og finnst Þau aldrei koma nógu fljótt hingað að sunnan. Framhalds-sögurnar þín- ar eru alveg dásamlegar að ógleymd- hm smásögunum og draugasögunum! Krossgátan er alveg ómissandi í Þverju blaði, ennfremur þátturinn um kvikmyndir. En — mig langar til að biðja þig, ef þú sérð þér fært, að birta smá þátt fyrir okkur ungu mæðurnar, um saum og prjón á barnafatnaði. það þarf ekki að vera mikið. Ein uppskrift af einhverri flík á mánuði, t. d. Hvernig list þér á að þú reyndir líka að hafa þátt um draumaráðningar, hann gæti orðið afar vinsæll? Ég ætti nóg efni handa þér þar, mig dreymir svo mikið! Að lokum: Allra blaða æðstan sess alltaf munt þú skipa. Tek ég penna í trausti þess, til þín bréf að hripa. P.S. Já! Hvernig væri að hafa smá vísnaþátt með fyrriparta og botna? Akureyri, 15.3. ’61. S.L. Kærar þakkir fyrir bréfið. Ég er alveg sannfærður um, að þær myndu taka sig fleiri til og skrifa okkur, ef þær vissu, hvað okkur hlýnar um hjartaræturnar við skrif eins og þessi. Raunverulega eru það þau, sem halda blaðinu uppi, því að væri á- hugi lesenda ekki fyrir hendi — hvar værum við hérna við ritvél- arnar þá staddir? Við viljum ekkert frekar heldur en birta þátt fyrir hús- mæðurnar, en enn sem komið er er- um við kvenmannslausir liérna við blaðið, þótt útgefendurnir sjái sér vonandi fært að fjölga starfsliðinu áður en langt um líður. Draumaráðn- ingar eru atriði, sem við hUgsum ekki um á þessu stigi málsins. Draumar hafa að vísu verið rann- sakaðir að einhverju leyti, og þó nokkrir sálfræðingar sett fram kenningar sínar um eðli þeirra, en j>að er álit okkar, að fúsk í þessum efnum sé okkur ekki samboðið, og þangað til við höfum fengið sálfræð- ing, sem við treystum til að annast slíkan þátt, til að skrifa hann, hrófl- um við ekki við honum. Vísuna þótti okkur aldeilis vænt um að fá, og vísnaþátturinn lætur vonandi ekki á sér standa — með vísum frá lesendiun sjálfum. Svo kuniuun við kannski einhverjar, sem aðrir kunna kannski ekki, — sem sagt, við byrjum vísnaþátt í næsta ldaði! Þeir dagar eru að vísu liðnir, þegar revíur og grín um áberandi menn í þjóðfélaginu mátti heita eina uþplyftingin úr hversdagsleik- anum, en engu að síður er það enn vinsaslt skemmtiefni á okkar rokk- og hasaröld. Um langt skeið hafa þær Emilía Jónasdóttir og Áróra Halldórsdóttir verið í fremstu röð þeirra. sem skemmt hafa bæjarbúum, og raunar landslýð öllum, með leikfyndni sinni, í ýms- um gamanleikjum, revíum og smáþáttum, sém þær hafa sýnt sam- an. Nú eru þær nýbyrjaðar á nýjum þætti, sem nefnist MANSTU GAMLA DAGA, og það má vera ljóti furturinn, sem ekki losar um hláturböndin, þegar þær spretta úr spori á hlaupahjólunum sinum yfir sviðið. Emiiía og Áróra í nýjum gamanþætti RAGNAR BJARNASON kom mönnum talsvert á óvart i síð- ustu viku á hinni f jölbreyttu og bráð- skemmtilegu kvöldskemmtun, sem Hljómsveit Svavars Gests hélt í Austurbæjarbíói. Ekki aðeins söng hann með miklum ágætum, eins og búast mátti við, heldur brá sér í gerfi og lék af svo mikilli kímni og leikgleði, að einsdæmi má teljast hjá dægurlagasöngvara. Raunar var flest prýðisvel gert á hljómleikunum, þeir voru vel unnir og dauðir punktar fáir. æiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiffl Munið að fresturinn til að skila atkvæðaseðlunum í Músik-kosningunum rennur út 5. apríl n.k. ffliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiffl HEIMILISPDSTURINN 23

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.