Heimilispósturinn - 25.03.1961, Qupperneq 24
STJÖRNUSPÁ^
NÆSTU VIKU V
V«tnubcraniRrki, 21. jan.—19. lobr.
I þessari viku gerast atburðir, sem bæði krefjast liáttvísi og
varúðar. Vfir framkomu þiimi eða gjðrðum verður heilmikið'stíma-
hrak, en láttu það ekki eyðileggja fyrir þér. Það líður ekki á
liingu áður en úr rætist. og allt verður gott að nýju. Laugar-
dagurinn verðtir sérstaklega ánægjulegur. Góð vika fyrir þá. sem
fæddir eru 11. febrúar.
30. febr.—20. nutrz.
Forðastu smáræði. sem engu máli skipta. og þá lieíurðu tækifæri
til að bæta aðstöðu þína. Um miðja vikuna átt þú óvænta endur-
fundi auk þess sem þú elgnast vini, og helgin bendir til veiziu-
’ halda. Góð vika fyrir þá. sem fæddir eru 28. febrúar.
Ilrútsmerki, 21. mar/.—20. apríl.
Það gerist eitthvað, sem þér fellur miöur, en seinna i vikunni
skánar andrúmsloftið og þokuskýin eyðast. I einkalífinu er mikið
fjör, og hjá unga fólkinu dafnar ástin. Góð vika fyrir þá. sem
fæddir eru 1. apríl.
21. apríl—20. maí.
Þetta er ekkert sérlega spennandi vika, en alltaf miOar fram á
við. Það væri óviturlegt að hugsa til meiri háttar breytinga. 1
einkalífinu færð þú tækifæri til að gleyma erfiði starfstns, og þar
muntu fá tilunna viðurkenningu. Góð vika fyrir þá. sem fæddir
eru 15. maí.
Tvíburamerkl, 21. moi—21. Júní.
Stjörnurnar segja gott fyrir um vinnu og einkamál, og sjálfur
finnur þú leiðina tii velgengni. 1 vikulokin kemur fyrir eitthvað
óvænt, sem þér mun falta vel i geð. Góð vika þeim, sem fæddir
eru 15. júm'.
Krabbamerki, 22. júní—22. Júll.
Þessi vika verður ekki eins og bezt verður á kosið, siður en svo.
en ef þú fellir þig við breyttar aðstæður og ert ekki smeykur við
að ráðast í nýtt, munt þú hljóta óvæntar niðurstöður. Sæmileg
vika þeim, sem fæddir eru 25. júní.
I.jómmerki, 23. júlf—22. ágúst.
í þessari viku muntu leysa verkefni af hendi, og það á þann hátt.
sem þér fellur. Frístundirnar verða þér einstaklega ánægjulegar
og hugðnæmar, og lielgin blátt áfram einstök’ Ánægjuleg vika
þeim, sem fæddir eru 12. ágúst.
Meyjarmerki, 23. igúit—22. iept.
Þú færð áhuga á alveg nýju málefni og það verður þér á marg-
an hátt til góðs. Unga fólkinu verður þetta sérlega heppileg vika
til ásta, og um lieimboð er talsvert. Binhver, sem fram að þessu
hefur verið andstæðingur þinn, mun sýna sig frá allt annari lilið.
Sérlega heppileg vika þeim, sem fæddir eru 9. september.
Metaskálamerkl, 23. lept,—22, október.
Eitthvað óvænt getur koinið af stað róti heima fyrir, og hjá því
verður ekki komizt að taka eldsnögga ákvörðun. Að öðru leyti
verður vikan eins og bezt verður á kosið, og þú liittir einhvern,
sem þér fellur afar vel í geð. Skenuntileg vika þeim. sem fæddir
eru 30. september.
Sporödrekamerki, 23. okt.—21. nóv.
Að líkindum muntu afla þér óvæntra tekna, og í lieild mun starf
þitt gefa meira af sér en áður. Vinur færir þér spennandi fréttir.
Reyndu ekki að ráöast í of umfangsmiklar framkvæmdir fyrst í
stað! Heppileg vika þeim ungum piltum. sem fæddir eru fi. nóv.
Kocmannsmerki, 22. nóv.—22. dei.
í þessari viku má búast við erfiðleikum, en el' þú lætur ekki
raska jafnvægi þlnu, þá mun allt lagast eins og bezt verður á
kosið. Það má búast viö góöum fregnum. helzt bréfleiðis, og þú
'nunt hitta einhveni eða einhverja, sem þú hefur ekki séð lengi.
Heppileg vika þeim, sem fæddir eni 22. desember.
Steingeltarmerki, 23. des,—20. jan.
Þetta verður þér góð vika, ef þú gætir þess að koma til móts við
aðra. Þín bíður mikill og óvæntur atburður í sambandi við vini
eða kunningja. Um helglna getur orðið skemmtóleg veizla. Það
mun óhætt að segja, að þeir, sem eiga afmæli 4. janúar, muni
upplifa sérlega hagstæða viku.
21. KROSSGÁTA Heimilispóstsíns
Lárétt skýring:
2. bænatíminn — 12. sk.st. — 13. læri — 14. fiskur
15. samstæðir — 17. samþykki — 18. gangflötur — 19.
borðaði — 20. andaðist — 21. duft — 24. fjöldi — 26. tveir
eins — 27. mikill — 29. tóbak — 31. ýlfra — 33. vangi
34. hafhroði — 35. kvikar — 36. býður við — 38. andvana
— 39. hvíldu — 40. hávaða — 41. flýti — 42. kvistir
43. sjór — 44. stórgrip — 45. tenging —- 46. ræði — 49.
gyðja — 51. óljúft — 54. illskuhljóð — 55. stólpa — 56.
kveikur — 57. kveinka — 59. óþokki — 61. ófrægð — 63.
skip — 64. fólks — 65. koma I sjálfheldu — 66. greinir
— 67. ásakar - 69. á fótum — 71. tala — 72. sk.st.
73. áflog — 75. tveir fyrstu — 76. verkfæri — 77. lands-
hlutar 78. kona — 80. fundur 82. kvenhirðir.
Lóðrétt skýring:
1. jarðhræringar — 2. endi — 3. depillinn — 4. lostæti
— 5. fangamark — 6. segi — 7. forsetning — 8. látin —
9. slæmur forboði — 10. endir (sk.st.). — 11. endir at-
vinnutimabils 16. gegn 19. snemma — 22. dilk
23. þurkaða — 24. helluleggja — 25. for — 26. ófullnægj-
andi — 30. slitni ljárinn — 32. pipum — 37. fýkur —
39. jarðbúi — 47. nudd — 48. róðrarhljóð — 49. dvelur
v>ö — 50. staðfesti — 52. auðkennask>'á — 53. björt —
58. minnast — 59. eimi eftir af hljóði — 60. stóra laut
62. horfa — 68. stefna — 70. orðalengmgar — 74. far-
sælar — 77. ljósreykur — 78. tónn — 79. atviksorð —
81’. þungi umbúða.
Jæja, ætli þeir hafi ekki nóg að éta fyrst um sinn!
\
I
i
$
24
Í
I
heimilispdsturinn