Stormur


Stormur - 20.01.1934, Page 2

Stormur - 20.01.1934, Page 2
t S iGJtiMUE sitt hvíldarkveld“. — En þegar loks tókst að hefta að nokkru rán þeirra úr ríkissjóðnum, þá sneru þeir sér að Reykjavík, og nú er það hún, sem á að leggja til brennið í óhófs- og eyðsluelda þeirra. — Við þá langelda ætla þeir sér nú að verma hræ sín. Að síðustu mun naumast vera hægt að enda þetta stutta yfirlit yfir starfsemi Hriflunga hér í bæ fyrir menn- ingu og hagsmunum Reykjavíkur öllu betur en með því að tilfæra kafla úr leiðara, sem birtist í 39. tbl. Tímans 1931 og heitir: Móti dögun, en undirfyrirsögnin er Úr gamalli ræðu. Mun þessi ræða vera eftir Jónas Þorbergsson, sem þá var ritstjóri Tímans. Þessi kafli hljóðar svo: ,,Eg ætla fyrst að segja ykkur stutta sögu af henni ömmu minni. Amma gamla sagði okkur drengjun- um sögur. í rökkrinu settust við hjá henni og hún jós af brunni minnis síns undursamlegar sögur. Hún var margfróð og minnisgóð, en þó gekk sögu- forðinn til þurðar. Og þá var ekki annað ráð fyrir .höndum en að endurtaka sömu sögurnar. Okkur var það ekki á móti skapi. Við þreyttust aldrei. En það kom fyrir, að amma þreyttist á endurtekning- unum og hugur hennar hvarflaði frá efninu. Þá kom það fyrir, að hún lagði aftur augun og tautaði eitthvað fyrir munni sér og tugði — að okkur virtist ekki neitt. Og er við höfðum nokkrum sinnum spurt: ,,Hvað svo meira?“ fórum við að veita þessu undarlega fyrirbrigði athygli og spurðum: ,,Hvað ertu að tyggja amma?“ — „Eg er að tyggja gaml- an hátíðamat“, svaraði hún“. Tíminn, rödd Jónasar Jónssonar fyr og nú, hefir verið nokkurskonar amma íslensku þjóðarinnar — en þessi amma hefir verið vond í stað þess, að flestar aðrar ömmur eru góðar, og því hafa sögur Tíma-ömmunnar orðið þeim, sem á hlustuðu, til bölvunar, gert þá að verri mönnum og heimskari, en þeir áður voru. Og það hefir komið fyrir þessa Tíma-ömmu, eins og aðrar ömmur, að sögurnar hennar — rógburðurinn, lyg- arnar og blekkingarnar þrutu, en þá voru þær bara endur- teknar. — Og Tíma-amman gamla tugði og tugði í sífellu, og hún tyggur enn, þótt nú sé orðið líkara jóðli. — Og þetta, sem hún er að tyggja, er „gamall hátíðamatur“, — það er rógurinn um Reykjavík og bestu menn þjóðarinnar. Og nú er það undir ykkur komið, kjósendum Sjálf- stæðisflokksins, hvort þið viljið fela þessari Tíma-ömmu forráð ykkar og eigna ykkar á næstu 4 árum. Þið svarið því á laugardaginn. -------------- Misbeiting dómsvaldsins. ,,Á okkar landi er einnig komið atriði inn í löggjöfina sem er opinber viðurkenning á, að hætta geti stafað af dómurum, sem jafnframt eru við stjórnmál riðnir. -----Það má ekki koma fyrir, að dómsvaldinu sé misbeitt, ekki heldur í undirdómunum, Sá grunur má ekki leggjast á að undirdómararnir dæmi ranga dóma til þess að klekkja á pólitískum and- stæðingum“. Kaflinn hér að framan er tekinn úr grein, sem birtist í 19. tbl. Tímans 1926. Væri ekki holt fyrir Hermann að rifja hana upp fyrir sér og festa hann í minni. Ofarsælasta fjármáíastjórnm. í greininni „Rústir“ sem birtist í 1. tbl. Tímans 1927 er svo að orði kveðið: „Hin harða fjárkreppa, sem nú hvílir með ægi- legum þunga yfir öllum undantekningarlítið er fyrst og fremst afleiðing af skammsýnni fjármála- stjórn — vafalaust ófarsælustu stjórn í fjármálum síðan stjórnin fluttist inn í landið“. Eins og í mörgum öðrum tilfellum og raunar flestum, var þessi grein Tímans lygi, þegar hún birtist. — En hefði hún staðið í Tímanum 4 árum síðar, 1931, er Framsóknar- stjórnin lét af völdum hefði hún verið bókstaflegur sann- leikur. Framsóknarstjórnin var „ófarsælasta stjórnin í málum síðan stjórnin fluttist inn í landið“, og mikið af þeirri kreppu og því atvinnuleysi, sem nú þjakar oss, á þangað rætur sínar að rekja. Dómtir Tímans um Hédínn. Hérna á árunum skrifaði Jónas ýmislegt um sam- herja sinn Héðinn Valdimarsson, sem fróðlegt er nú fyrir jafnaðarmenn og framsóknar að rifja upp fyrir sér. Verða hér 3 lýsingar á Héðni teknar upp: 1. Mikill í lofti. Héðinn Valdimarsson hefir þótt mikill fyrirferðar á jörðunni. En nú er fengin ný reynsla fyrir rúmmáli þessa mikla manns. Þegar íhaldið sendir hann út um landið loft- leiðis, verður að flytja hann lausbeislaðan í flugvélinni, því að megingjarðir þær, sem ætlaðar eru til að festa far- þega í sætunum, ná ekki utan um Héðinn. Mun lengd þeirra þó miðuð við þá menn, sem best eru í skinn komnir annarsstaðar í veröldinni. Geri aðrir miklir menn betur. ( 43. tbl. 1931.) 2. Héðinn píslarvottur. Alþýðublaðið er að gera Héðinn að píslarvætti. Þetta tekst ekki. Fyrst er nú nafnið. Það er alveg ómögulegt að setja það í samband við píslarvætti. Eða þá útlitið. Hugsið ykkur píslarvott feitan, rjóðan og sællegan eins og Héð- inn. Nei, ef Alþýðublaðið þarf á píslarvætti að halda, þá ætti það að reyna að brúka þá Felix eða dr. Guðbrand. Útlit þeirra svíkur engan. 3. Frambjóðendurnir í Reykjavík. „Eístur á lista þeirra (þ. e. sosialista) er Héðinn Valdimarsson.......Hann er talinn greindur og duglegur, en fram úr hófi eigingjam og stirðvirkur......Hann lifir og starfar einsog oddborgari og umgengst mest odd- borgara.“ Um Sigurjón Ólafsson segir meðal annars í sajmu grein: „Sigurjón Ólafsson er næstur Héðni á listanum, mein- leysismaður hinn mesti og hefir það fram yfir Héðinn, að hann þekkir kjör verkamanna eitthvað. En hann er alveg gersneyddur öllum hæfiieikum stjórnmálamanns, og dans- ar því í pólitíkinni alveg eftir hljóðpípu Héðins. Sekt hans er minni en læriföðursins, en hann hefir þó svikið kjósendur sína......“

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.