Stormur - 20.01.1934, Side 3
STOBMUK
» ,
Framsókn lýgur ekki.
Framsóknarmenn og blöð þeirra, „Tíminn“ og „Nýja
Dagblaðið", tala nú mikið um alt, sem þeir ætli að gera
fyrir Reykvíkinga, ef þeir og jafnaðarmenn nái meiri
hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur. — Þurfa verkamenn í
Reykjavík alls ekki að efast um það, að þeir muni halda
þessi loforð sín, því að framsóknarmenn eru ekki þektir
að því, að ganga á bak orða sinna og svíkja loforð sín. —
Hér fer á eftir eitt loforðið, sem Framsóknarmenn gáfu
almenningi rétt fyrir kosningarnar 1931, — nokkrum
mánuðum eftir að loforðið var gefið mynduðu þeir stjórn
„með íhaldinu“.
Greinin, sem þetta loforð er tekið úr, heitir „Fram-
sókn og hinir“ og birtist í Tímanum 28. maí 1931:
„Fyrir almenning 1 Reykjavík, sem hingað til
hefir haft óbeit á íhaldinu, er ekki nema um einn
flokk að ræða, sem unt er að styðja. Það er Fram-
sókn. Hún mun aldrei styðja íhaldið, aldrei íhalds-
stjórn, aldrei bráðabirgðastjóm með íhaldinu".
Hvenær verðar étíð næst?
Átti eg fyrrum áform glæst,
eina von, sem fékk ei ræst.
Nú er sú mín hugsjón hæst:
Iivenær verður etið næst?
Vísa þessi birtist einu sinni í Tímanum, og á prýði-
lega við Framsóknina.
Er með voninni, sem ekki rættist, stefnt til þess, er
Framsókn ætlaði að mynda stjórn með jaínaðarmönnum
á síðasta þingi, en er þau áform brugðust, þá kom „hug-
jsjónin“ að komast að ketkötlum Reykjavíkur--og nú
spyrja Framsóknarmenn hverir aðra:
„Hvenær verður etið næst?“
Breskt síógæðí — Framsóknar-
siðgæðí.
I 2. blaði Tímansl926 birtist grein, sem nefnist:
Siðferðiskröfur Englendinga í opinberum málum.
Hún hljóðar svo:
„Dagblöðin birtu þessa dagana símskeyti um mál,
sem vakið hefir geysimikið umtal og athygli á Eng-
landi og víðar. Kvöld eitt kom einn af lögreglu-
þjónum Lundúnaborgar út í garð einn þar í borg-
inni. Sér hann þá að einn háttsettur embættismaður,
lögreglustjórí fyrverandi, að nafni Thomson, er þar
á tali við vændiskonu. Var Thomson þegar stefnt
fyrir lögreglurétt. Svaraði hann þvíYtil, að hann
hefði verið að „stúdera" næturlífið og hefði hugsað
sér að skrifa um það blaðagrein. En dómararnir
töldu þessa afsökun ekki gilda og töldu framferði
hans ósiðferðilegt. Þeir dæmdu Thomson í 8 þús.
sterlingspunda sekt, sem er meira en 176 þúsund ís-
lenskar krónur. Svo háar kröfur gera Englendingar
til sinna opinberu starfsmanna.“
Já, það er einmitt þetta, sem Bretar gera og flestar
siðaðar þjóðir gera.
Og úr því að Englendingar dæmdu Thomson í 176þús.
króna sekt, sem var aðeins „fyrverandi lögreglustjóri" og
hafði ekki annað til saka unnið en tala við konu, sem ósið-
legt orð hafði á sér, hvað mundu þá Bretar gera við
starfandi lögreglustjóra hjá sér, sem almennur grunur
leikur um, að hafi framið all-alvarlegt brot gegn
þeim samþyktum reglugerðum og lögum, sem hann var
settur til að gæta að haldin væru — og auk þess vasast í
pólitík og bakar með því ríkissjóði tugi þúsunda króna út-
lát á ári hverju — og dæmir þó í haturs- og ofsóknamál-
um, sem óhlutvandir menn láta höfða á hendur helstu
andstæðingum hans?
Vilja ekki Framsóknarmenn svara þessum spurn-
ingum?
Og hverju ætla reykvískir kjósendur að svara henni
í dag?
Meðferð á almannafé.
í 1. tbl. Tímans 1926 í greininni Litið um öxl er kom-
ist svo að orði
„Stjórninni var trúað fyrir ríkirf járhirslunni. Það
er rík skylda að fara vel með alþjóðarfé. Einhver
stærsta ávirðing stjórnendanna er sú, að nota al-
mannafé eða eignir til að þægja gæðingum sínum
eða á annan hátt til að styrkja sig í sessi“.
Aldrei hefir nokkurt blað leikið stjórn sína jafn grátt
og Tíminn.gerir hér. — Ávirðingar Framsóknarstjórnar-
innar voru margar og miklar, en sú ávirðingin, var þó lang-
stærst, hvernig hún fór með almannafé. — Því ruplaði
hún og rændi og sóaði. Og það notaði hún „til þess að
þægja gæðingum sínum eða á annan hátt til þess að
styrkja sig í sessi“. .— Og fyrir þessa meðferð sína á al-
mannafé er það ekki einungis, að þeir menn, sem þá réðu
mestu um, eigi skilið fyrirlitningu og skömm alþjóðar, —
heldur ættu þeir og að afplána afbrot sín með margra ára
fangelsisvist. — Þá fyrst yrði framkvæmt það réttlæti,
sem nauðsynlegt er, ef almenningur á ekki að missa trúna
og virðinguna fyrir þeim, sem laganna og siðferðisins í
opinberu lífi þjóðarinnar eiga að gæta.
Sendíbréf.
Björg á heimleið.
Þegar fulltrúinn hætti lestrinum situr hann hugsandi og
tekur svo til orða: „Þó lögreglustjórinn í Reykjavík þurfi
ekki beinlínis að kvarta yfir því, að laun heimsins séu van-
þakklæti, þá eru þó laun dómsmálaráðuneytisins vanþakk-
læti, við tókum á máli yðar mjúkum höndum, og við fáum
ofanígjöf fyrir það, ef við hefðum tekið það með harð-
neskju hefðum við líka fengið ofanígjöf fyrir það“.
„Má ég þá ekki fara austur“, spyr Björg.
„Úr því get ég ekki skorið“ svarar fulltrúinn. „Það er
best þér farið til dómsmálaráðherrans með vottorðið og
sýnið honum það og látið hann gefa yður heimfararleyfi“.
Björg mín stóð upp og kvaddi og þakkaði fulltrúanum
fyrir meðferðina á sér.
Og nú fer hún beina leið upp í stjórnarráð, og fann dyra-
vörðinn. Hann var að enda við að spýta mórauðu í hráka-
dallinn en ekki „á bak við möblur“. IJún spyr hvert hún
geti fengið að tala við dómsmálaráðherrann. „Það er nú
ekki nema ein tönnin í tíkinni“ svarar dyravörður, „það er
bara einn ráðherrann heima og hann gegnir öllum embætt-
unum“, og svo er henni vísað inn til ráðherrans, hann situr
við borð og horfir út um gluggann og upp á Akranesið.
Björg mín fær honum læknisvottorðið, segir hver hún er
og skýrir frá málefnum sínum.
Ráðherrann hlustar á Björgu og tekur aldrei fram í
frásögn hennar, spyr hana einskis og heldur áfram að
horfa á Akranesið. —