Stormur - 14.12.1934, Side 1
STORMU R
RKstjóri Magtróð Ma^nússon
X. árg.
Föstudaginn, 14. desember 1934.
41. tbl.
Móakotsmálið.
Dómur í þessu ógeðslega afbrotamáli er nú loks fallinn,
og vantar þá aðeins röska 3 mánuði á, að málið hafi verið
4 ár að flækjast millum þeirra f jögra rannsóknardómara, sem
haft hafa það með höndum, og mun slík meðferð á sakamáli
vera algert einsdæmi í landi, sem á að heita siðað.
Stormi bárust dómsúrslitin, er blað þetta var næstum
því sett, og getur hann því ekki farið ýtarlega út í málið
nú, enda ekki séð forsendur dómsins.
Það var Jónatan Hallvarðsson fulltrúi, sem loks batt
enda á málið á þessu stigi og dæmdi hann Árna Theódór Pét-
ursson sékan við 175. gr. hegningarlaganna, en sú grein
hljóðar svo:
„Hver, sem tælir stúlkubarn, sem er á aldursskeiði
frá 12—16 ára, til saurlífis, skal sæta fangelsi, ekki
vægara en 2 mánaða einföldu fangelsi eða hegning-
arvinnu alt að 4 árum, ef miklar sakir eru. Opinbera
málssókn skal samt því aðeins hefja, að foreldrar
eða forráðamður krefjist þess“.
20 nýjar tegundir
af karlmannaskóm
nýkomnar, komið
og lítið á.
Lárus O. Lúðvígsson
Skóverslun.
Sj ávarútvegsmálin.
Eins og menn sjá af grein þessari, hefir dómarinn dæmt
sakborninginn í þá vægustu refsingu, sem greinin heimilar,
og mun sú linkind sennilega nokkuð orka tvímælis hjá þeim,
sem kunnugir eru öllum málavöxtum, en sjálfsagt hefir hér
miklu um valdið, að sakborningurinn er kominn yfir sextugt
og auk þess farinn að heilsu. Hæð refsingarinnar skiftir held-
ur ekki svo miklu máli, en hitt varðar mestu, að nú er sá
grunur, sem hvílt hefir á Jóni Hanssyni í burtu fallinn. —
En þrátt fyrir það, stendur það opinbera enn í mikilli skuld
við þennan mann fyrir hina óhæfilegu og ólöglegu meðferð
málsins og hina hörðu meðferð sem Jón hefir orðið að þola
vegna mistakanna. — Mun ritstjóri þessa blaðs halda er-
indi um málið næstk. sunnudag, og munu þar próf málsins
og réttarskjöl rakin, svo að almenningi gefist kostur á að
sjá, hvílíkt fádæma réttarfarshneyksli er hér um að ræða,
og hve ríka kröfu Jón Hansson hefir til þess að fá bætur frá
því opinbera fyrir afglöp þess og slóðaskap í málinu. — Vafa-
laust fer mál þetta til Hæstaréttar, svo alvarlegt og einstakt
er það að efni til, og svo einstök hefir meðferð þess verið.
Skúli og Steingrímur.
Fullyrt er nú, að Skúli Guðmundsson kaupfélagsstjóri á
Hvammstanga, sem kunnur er fyrir það eitt að ganga ber-
liöfðaður hvernig sem viðrar, eigi að verða formaður gjald-
eyrisnefndar. — En í Búnaðarfélaginu er sagt, að Hóla-
Steingrímur eigi að verða forseti, en Metúsalem Stefánsson
skrifstofustjóri hjá honum. — Sigurð á að reka, þann mann-
inn, sem einna mestan áhugann hefir sýnt í málum bænda.
Svo má nú heita, að útséð sé um það, að tillögur milli-
þinganefndarinnar í sjávarútvegsmálunum nái fram að ganga
á þessu þingi, enda þótt þær séu hinar gagnlegustu. Fer svo
um öll mál, sem Sjálfstæðismenn bera fram, að þau eru drep-
in af ofstopamönnum þeim og fáráðlingum, sem nú fara með
meirihlutavaldið á Alþingi. Hefir aldrei slíku einræði og
flokksofstæki verið beitt á þingi sem nú og nægir t. d. að
benda á afgreiðslu fjárlaganna við 2. umræðu, þar sem allar
tillögur andstæðinganna voru strádrepnar.
Hins vegar er nú frumvarpið um fiskimálanefnd, sem
borið er fram að tilhlutun Haraldar Guðmundssonar, komið
til efri deildar og er vafalaust tilætlunin að knýja það í gegn
um þingið, enda þótt það sé í megnustu óþökk útgerðar-
manna, beggja bankanna, og þó einkum Þjóðbankans, og
fisksölusamlagsins. Má það heita heimska og fífldirfska með
afbrigðum, að ætla sér að knýja það fram gegn eindregn-
um mótmælum allra þessara aðilja. — Svo mikil var ósvífni
Finns Jónssonar, formanns sjávarútvegsnefndar neðri deild-
ar, að þegar hann við 3. umræðu málsins í neðri deild var
búinn að lesa upp fyrir öllum þingheimi hin eindregnu mót-
mæli Landsbankans og fisksölusamlagsins, þá skoraði hann
á deildina að flýta sér að afgreiða frumvarpið vegna hinnar
knýjandi nauðsynjar, eins og hann orðaði það, sem á því
væri að frumvarpið gengi fram, og reyndi einnig að falsa
ummæli Landsbankastjórnarinnar og telja að í þeim fælist
meðmæli með frumvarpinu.
Með frumvarpi þessu er í raun og veru alt vald tekið af
útgerðarmönnum og fengið í hendur fiskimálanefndar, sem
vafalaust verður skipuð einhverjum gæðingum stjórnarinn-
ar, sem ekki hafa hið minsta skynbragð á útgerðarmálum.
I 5. gr. frumvarpsins er meðal annars komist svo að orði:
„Þeir, sem samkvæmt 4. og 5. gr. fá löggildingu
nefndarinnar sem útflytjendur, verða að skuldbinda
sig til að hlíta fyrirmælum hennar um framboð og
lágmarksverð á fiski, sem seldur er til útlanda,
um skiftingu markaðsstaða, útflutningstíma, af-