Stormur


Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 2
STORMUR nú ritstjóri Nýja dagblaðsins, Sigfús Halldórs frá Höfnum, hröklast frá því við lítinn orðstír. Reyndist hann liðónýtur blaðamaður, enda má mikið lífsfjör vera í þeim manni, sem getur unnið vel fyrir deyjandi flokk, sem engin áhuga- mál hefir önnur en þau, að hanga í völdunum og totta beinin og dúsurnar. Heldur sýnist og valið á eftirmanni F;sa hafa tekist aumlega. Er það Þórarinn nokkur Þórar- insson, sem við ritstjórninni hefir tekist, innantómur blöðrubelgur, sem nokkrum sinnum undanfarið hefir þreytt hlustendur útvarpsins. — Flokknum mun því síst veita af hjálp Jónasar Þorbergssonar, en lítil verður hún ef hann ætlar aðallega að fjargviðrast og öfundast útaf rekunum á f jöru íhaldsins, en getur ekki bent á eina einustu viðar- spækju á Framsóknarfjörunni. En það mun vera svo, að hvorki Jónas eða aðrir geta það ekki, því að fyrir löngu er hætt að reka á þær f jörur. — Þær eru rekalausar og gróðurlausar, aðeins glittir á stöku stað í sprungna, feyskna og maðksmogna rafta, sem eru að hverfa í sand gleymskunnar að fullu og öllu. Laun starfsmanna ríkisins Eitt af frumvörpum þeim, sem nú liggja fyrir þinginu, og telja má með þeim merkari, er frumvarp það sem Jör- undur Brynjólfsson ber fram um starfsmenn ríkisins og laun þeirra. Frumv. þetta er svo ti lkomið, að skipuð var milliþinganefnd til þess að athuga og koma fram með til- lögur um starfsmenn ríkisins, laun þeirra o. fl. Áttu þrír flokkar fulltrúa í nefndinni. Af Sjálfstæðisflokksins hálfu voru þeir Kristján Albertsson og Kári Sigurjónsson, frá Framsóknarflokknum Jörundur Brynjólfsson og Arnór Sigurjónsson og frá socialistum Gunnar M. Magnús. Þessi nefnd sat alllengi á rökstólum, eins og launaðra nefnda er gjarnan siður, og lét allmikið starf eftir sig liggja, er hún skilaði af sér, þótt sumt af þvl t. d. tillögur hennar um sameining sýslanna, muni lítinn árangur bera. En þótt sumar tillögur nefndarinnar séu allfáránlegar og verði aldrei til greina teknar, þá var þó ýmislegt nýtt í tillögum hennar og þar á meðal frumvarp það sem minst hefir verið á hér að framan. Á þinginu í fyrra bar Jörundur Brynjólfsson þetta frv. fram, því að hann var þá sá eini af nefndarmönnun- um, sem sæti átti á Alþingi, en frumv. varð ekki útrætt og því ber hann það nú fram öðru sinni, en tæplega mun þess að vænta, að það nái samþykki á þessu þingi. Tæplega mun þetta mál verða gert að pólitísku flokks- eða flokkamálum, en það sem tefur framgang þess er það, að hér eiga fjöldi manna hlut að máli, og missa sumir allverulegan skamt úr askinum sínum, ef frv. verð- ur að lögum. Eru sumir þessara manna alláhrifamiklir og róa því fast í einstaka þingmenn um að vera gegn frum- varpinu eða gera á því breytingar sér í hag. Hin mesta þörf er þó á því, að skynsamleg lög verði sett um þetta ef ni, því að nú er ringulreið mikil og ósam- ræmi í la.unakjörum starfsmanna ríkisins. Bera sumir starfsmenn þess of skarðan hlut frá borði, eða aðrir maka krókinn meria en verðugt er, sérstaklega vegna ýmissa aukasposlna, ^sem þeir hafa. Allmjög ber og á því nú, að menn, sem segja má, að gegni jafnábyrgðarmiklum störf- um, búi við mjög mismunandi launakjösv jafnvel svo þús- undum króna nemur, og er brýn nauðsyn á. að lagfæra slíkt misrétti. . . • ¦ • ' ¦ : Þá er og einnig nú mikið ósamræmi milli launa sumra starfsmanna ríkisins, sem standíi beint í'þjónustu þess, og annara stárfsmanha, sem eru í þjónustu stófnana, sem rík- ið ýmist ber ábyrgð á, svó sem banknanai eða styður með f járframlögum, eins og Fiskifélagið, Búnaðarfélagið ' o. s. frv. Enn er svo það, að launakjör starfsmanna þessara hálfopinberu stofnana, eða hvað á að kalla þær, geta verið mjög misjöfn innbyrðis. Starfsmaður í Útvégsbank- anum getur t. d. haft hærri eða lægri laun en starfsbróðir hans í Landsbankanum o. s. frv. Loks er svo, að ef skynsamleg og réttlát löggjöf kemst á um þetta efni um starfsmenn ríkisins, þá er þess að vænta, að laun starfsmanna hjá einkafyrirtækjum sníði sig eftir henni, en ef vel á að vera á sem mest samræmi að vera í launakjörum beggja þessara starfsmannaflokka, svo að hæfir menn veljist í hvorutveggja flokkana. .II. Frv. það, sem hér um ræðir er bálkur m'ikill, 105 gr. og fylgdi löng greinargerð frá milliþinganefndinni, sem vísað er til í frv. þessu. Ekki verður frv. þetta rakið hér, en þeim til fróð- leiks, sem hafa það ekki, verða birt laun nokkurra helstu starfsmanna ríkisins, eins og þau eru áætluð, og til hægð- arauka verða þeir taldir saman í flokki, sem sömu laun eru ætluð. Má og ætla, að það sé einmitt upphæð laun- anna, sem flestir láta sig mestu skfita, ekki aðeins þeir, sem njóta eiga, heldur og hinir, sem beint og óbeint 'gjalda þau. » I. flokkur. Aðalbankastjóri Landsbankans kr. 16.000. (í þessum flokki er ekki nema þessi eini maður, og eru honum ætl- uð hæst laun skv. frv.). II. flokkur. 2 bankastjórar Landsbans og aðalbankastjóri Út- vegsbankans og Búnaðarbankans kr. 12.000. III. flokkur. Forsætisráðherra og sendiherra íslands kr. 11.000. IV. flokkur. Dómstjóri Hæstaréttar, forstjórar einkasala ríkisins, 2 ráðherrar og fiskimálafulltrúi í Suðurlöndum kr. 10.000. V. flokkur. Skrifstofustjórar stjórnarráðsins, 2 dómarar í Hæsta- rétti, lögreglustjóri, tollstjóri, vegamálastjóri, lögmaður, landlæknir, biskup, landsbókavörður, fræðslumálastjóri, síma- og póstmálastjóri, og 2 bankastjórar Útvegsbankans kr. 8000. VI. flokkur. Skrifstofustjóri Alþingis, útvarpsstjóri og útgerðar- stjóri ríkisútgerðarinnar, útibússtj. á Akureyri, ísafirði, Eskifirði og Selfossi og yfirlæknar á Kleppsspítala og Víf- ilsstaðahæli kr. 7500. VII. flokkur. Aðalendurskoðandi ríkisins og fulltrúi stjórnard. ut- anríkismála, skipstjórar á varðskipum ríkisins, yfirlæknar Landsspítalans, yfirlæknir á Kristneshæli, Háskólaprófess- orar, þjóðskjalavörður, þjóðminjavörður, forstjóri rann- sóknastofu ríkisins, forstj. rannsóknastofu Háskólans, föX' stjóri veðurstofunnar, rektorar Mentaskólans í Rvík og a Akureyri, hagstofustjóri, forstjóri tryggingastofnunar rík- isins, fiskimálastjóri, forseti fiskiþingsins, búnaðarmála- stjóri, aðalbókari og aðalgjaldkeri Landsbankans og ^t- vegsbankans, skrifstofustj. Útvegsbankans, bókari Bún- aðarbankans kr. 7200. Lengra verður nú þessari flokkun ekki haldið áfram, enda mun flestum þykja nóg komið af allskonar stjófum- — En, eins og sjá má.af henni eru tiltölulega mjög.f^ .menn í hæstu launaflokkunum, eða þeim, sem eru.baem

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.