Stormur


Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 3
STORMUR «n 7200 kr. 1 VII. flokki eða 7200 kr. flokknum er aftar a móti fjöldi allskonar embættismanna, sem.gegna ýmsum trúnaðar- og virðingarstöðum. Næst þessum flokki koma svo ýmsir starfsmenn með ¦6600 kr., og þar næst 6000 kr. árslaunum. Alþingi hefir nú skipað sérstaka launamálanefnd til þess að athuga þetta frumvarp og önnur, sem Jörundur Brynjólfsson ber fram f. h. milliþinganefndarinnar. — Bendir þessi nefndarskipun til þess, að ætlunin muni vera að ljúka þessum málum öllum, eða einhverjum, á þessu þingi. — í nefndinni eru af hálfu Sjálfstæðismanna, Guð- brandur Isberg og Jón Pálmason. Bréí Matthlasar Jochumssonar VIII. I bréfi, sem Matthías skrifaði Hannesi Þorsteinssyni 1919, segir hann: ,,Eg sit fram í forstofu og er að reyna að krota, því sjónin er á hverfanda hveli og hefir hríðversnað í þessu þunga skammdegi. Undarlegt er þetta líf og þetta univers! Eg sagði á fundi • mæðra og hjúkrunarfólks hér í gær: Eins og mild- ar móðurhendur tóku á móti mér í „þvísa ljósi", eins trúi eg því að góð ljósmóðir og síðan mildar móðurhendur taki við mér nýfæddum í annað ljós". Ef nokkurt líf er eftir þetta, þá hefir Matthíasi Jochumssyni orðið að ósk sinni. 1926 skrifar hann Hannesi: ,,Og nú eru hér tvö stórveldi komin í hár saman, — Þórður á Kleppi og prófessor Ágúst. Báðir eru góðir, þótt eg brosi að báðum. Hamfarir og gandreiðar Þórðar og obsessions- kenningar skil eg ekki og persónuskipti Ágústs skil eg ekki heldur, hans theoríur eru eingöngu descriptívar, en ekki evidentíal. Vísindin þekkja lítið samband anda og efnis — og sálarfræðin er enn terra incognita — jafnvel bestu spiritistiskum rithöfunum. En þeir hafa facta og facta are stubbern things........ .... Nýju ráðherrarnir mega vera — But, please, tell me Where are at present our great men. Mér finst orðið einhvernveginn þröngt um andann — eins og ósgufa standi af lífslampa vors þjóðarkrýlis". Mundi hann ekki spyrja nú, ef hann lifði: Where ai"e at present our great men, og ætli honum fyndist loga £'&tt á lífslampa þjóðarinnar? IX. Síra Jón á Stafafelli og Matthías voru vinir og skrif- að Matthías Jóni mörg bréf. 1 einu þeirra, skrifað 1913, segir hanh meðal annars: „En miklar eru nú að verða mótsagnir: Gook og hans sinnar berja enn bókstafssaltaranum í höfuð þjóðar vorrar, en Guðm. landlæknir þeytir öllu út í buskann, himnaríki, ekki síður en hinni baðstofunni, níðir líkama, gröf og erfisdrykkjur og hrópar: Brennið, brennrð! Guðm. Finnbogason kennir bim —- bim og annan andríkan dillettant- ismus, og nýju guðfræðingarnir moðreyk, sem hvorki er kristindómur eða unitaratrú! Svona er eg dæmdur að kveðja garðana í gröf". X. Þórhallur biskup Bjarnarson og Matthías voru alúðar- vinir og minnist Matthías Þórhalls mjög hlýlega í öllum bréfum sínum. I bréfi sem Matthías skrifar Þórhalli 1913 minnist hann enn Steingríms, og af því að kaflinn er svo fallegur og sýnir svo vel tilfinningar Matthíasar gagnvart þessum fornvini sínum, er hann tekinn hér, þótt áður hafi verið tilfært það, sem hann skrifaði Guðm. Finnbogasyni um Steingrím látinn: ,,Og þar fór Steingrímur! Og nú býst eg næst við slaginu. Enginn maður lagði mig jafnt ljúft að brjósti eins og hann, þegar eg 1836 tvítugur, og lítt mentur, hitt hann á Garði og við lifðum síðán saman í sætum draumi andríkis og skyldra æsku- manna. Hann einn fanst mér helgur og hreinn og hann einn vissi engan mun á mér og sér — þá vel , mentum manni, en eg vai ólærður assistent að nema ensku og þýsku. Það samband okkar dofnaði að vísu dálítið um tíma (af vissum ástæðum, því engum er alt gefið, ef einhverir spilla), en slitnaði aldrei. Þó var okkar vinátta drjúgum meira æsl- hetisk en ethisk. Ykkur er vandi að mæla eftir Steingrím. Hann var einhæfur og afar-viðkvæmur, dulur og djúpur og fullur af bernskulegri ein- þykni og vissum stirðleik, en líka fullur af léttu skapi, fyndni og listrænu, leikandi háði, gáska og gletni. Fyrir því þreyttist eg aldrei á hans blessaða alvöruleysi milli alvörustundanna. En verkmað- ur og á framkvæmd laginn var hann engu síður en eg. — Nú er alt búið og hann'undir þúfu. Nei, við finnumst — finnumst öll — öll — öll síðar. Um þann hlut er eg orðinn sannfærður". \ -«m>- Gamlar sagnír. Há virðing. Þegar yfirlæti Jóns Marteinssonar, sem hélt Möðru- velli og Vaðlasýslu eftir þá Orm Sturluson og Pál Jónsson, stóð sem hæst, lét hann bændur virða sig með hesti og tygjum á Eyjafjarðarárbökkum, og virtu þeir hann á II. hundruð hundraða. — Þá var niðurlæging Orms Sturlu- sonar svo mikil, að hann gerðist lestreki Nikulásar bónda Þorsteinssonar, en sauð tók hann sér til matar á Naustum, en þó ekki með leynd. En kona hans var á Öngulsstöðum og bar þar út sorp og hreinsaði bæinn. — Ormur var kvensamur mjög og hafði svallað fé sínu með ýmsum konum, giftum og ógiftum. Hann sat þrisvar í haldi á Bessastöðum og varð þá Þorbjörg kona hans að leysa' hann út með fé. Loks komst Ormur á konungsfund og fékk þá fulla uppreisn. Kom kona ein honum utari og galt kaupmönnum þeim er tóku hann uxa gamlan fyrir farið. Konungur gaf honum ný klæði, því Ormur var í vað- málsúlpu grárri, er hann hitti hann, og veitti honum aftur lögmannsembættið og Barðastrandarsýslu. Dó hann úr krabbameini? Árið 1568 dó Björn prestur Ólafsson í Hruna. Hann hafði fallið af hestbaki árið áður. Varð tungan á milli tanna honum og marðist, og kom seinna ber í. Gróf úr honum tunguna og tunguræturnar, og lá hann svo í meira en ár og andaðist í föstuinngang. Sáust þá allir liðir og sinar í hans líkama, og jafnvel hryggjarliðirnir innan á hryggnum að framanverðu á kviðnum, svo var hann inn- dreginn. — Lýsing þessi sýnist benda til þess að maðurinn hafi dáið úr krabbameini. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.