Stormur


Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 3

Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 3
STORMUR 3 Oreiðan mikla í Utvarpinu en • Jónas Þorbergsson is an honourable man í næstsíðasta tbl. Storms var nokkuð að því vikið, að gott væri að vera hreingerningakona í Útvarpinu, þar eð hún hefði haft árið 1937 rúamr 500»krónur á mánuði eða talsvert hærri laun en prófessorar hafa að byrjunarlaunum við Há- skólann. En að því var vikið jafnframt, að nokkuð mætti það vafasamt teljast, hvort öll þessi greiðsla hefði fallið í skaut konunnar, vera mætti, að sá, sem hana réði, hefði tekið ein- hvern ágóðahlut sjálfur, líkt og sumir fyrirsvarsmenn stofn- ana gera stundum, er þeir gera samninga við útlend eða inn- lend firmu. Að því var og vikið líka, að ekki sýndist það fjarri lagi, að þeir, sem settir eru til þess að hafa eftirlit og endurskoðun með höndum hjá Útvarpinu, athuguðu þennan póst lítilsháttar og hefðu jafnvel tal af hreingerningakon- unni. Enn var og vikið að því, sem engri fjarstæðu, að niður- jöfnunarnefnd Reykjavíkur og skattstofau skygndist ör- lítið í plögg sín og gætti að því hvort þessi hátekjukona hefði talið réttilega fram þessi prófessorslaun sín. Nú veit Stormur ekki, hvort þessir góðu menn hafa int þessa skyldu sína af hendi, en líklega þarf ekki að efast um það, því að Brutus is an honourable man, eins og Antoníus sálugi sagði, og enginn mun þurfa að efast um, að eftirlits- menn útvarpsins og skattheimtumenn bæjar og ríkis séu heiðarlegir og trúir menn, sem líti ekki á störf sín eins og bitlinga. ★ ★ ★ En það eru fleiri en hreingerningakonur, sem njóta góðs aírausn útvarpsstjórans, og yfirleitt sýnist honum vera hlýtt til kvenna. Eftir því sem Jón Pálmason alþm. upplýsti í orða- sennu þeirri, sem hann átti við útvarpsstjórann í vetur, og ekki var andmælt af hinum fróma forstjóra, hefir Jónas Þor- bergsson greitt konum, sem við Útvarpið vinna í tímavinnu kr. 2.00 um tímann og mun það vera algerlega óþekt tíma- vinnukaup skrifstofustúlkna hér í Reykjavík. Á skrifstofum bæjarins munu jafnvel ekki færustu karlmenn fá 2 kr. um tímann. — Sumar þessar konur hafa líka borið allgott úr být- um og fengið að líkindum ríflega fyrir snyrtivörum, og jafn- vel ekki þurft að vera upp á eiginmenn sína komnar, þótt þær langaði til þess að veita sér eitthvert annað glingur við og við. Eftir upplýsingum Jóns Pálmasonar hefir t. d. frú útvarpsstjórans sjálfs fengið einar litlar 1246 — tólf hundr- uð fjörutíu og sex — krónur fyrir vinnu hjá Útvarpinu 1937, og mun henni þó fyr hafa betur dropið. En Jónas Þorbergs- son „is an honourable man“ og því kom honum ekki til hug- ar, að láta sína ektakvinnu bera mest frá borði, og því greiddi hann konu nýja docenteins, Sigurðar Einarssonar 1675 — sextán hundruð sjötíu og fimm — krónur þetta sama ár. Eftir upplýsingum Jóns Pálmasonar að dæma, hefir út- varpsstjórinn verið örastur við þessar tvær frúr, en gleymt hefir hann þó ekki þeim ógiftu, enda þótt hann að vonum hafi elcki látið þær hafa jafnmikið þeim, sem fyrir börnum hafa að sjá. — Mun það láta sem næst, að þær ógefnu hafi fengið sem svarar því er viðhafnarklæðnaður yst og inst kost- ar, þeta tvö til þrjú hundruð krónur hver, árið 1936, en þess mun Jón ekki hafa getið, hvort þær fengu uppbót 1937, sem verðhækkun á ytri og innri klæðnaði kvenna nam. ★ ★ ★ Eins og allir vita, eru veður hér í Reykjavík oft skak- viðrasöm og úrfeli mikil. Komið geta og þau veður fyrir hér að vetrarlagi, að mönnum geti orðið villugjarnt og jafnvel að lífi þeirra sé hætta búin. Nú er það auðvitað skylda hvers heiðarlegs embættismanns, sem ber hag stofnunar sinnar eða fyrirtækis fyrir brjósti, að fara ekki óvarlega með heilsu sína eða líf, svo að stofnunin njóti hans sem lengst. — Engum þarf því að koma það á óvart, þótt jafn samviskusamur em- bættismaður og útvarpsstjórinn er, hafi ekki stofnað lífi sínu eða heilsu í hættu með því að fara fótgangandi í stofnunina eða úr, þegar veður voru váleg. Ekki er þess heldur nokkur von, að maður í stöðu Jónasar Þorbergssonar og með því áliti, se mhann nýtur, geti sætt sig við eða verið þektur fyrir að ferðast með strætisvögnum, þar sem ýmiskonar óreiðumenn og jafnvel vændiskonur geta tylt sér niður við hlið útvarps- stjórans og jafnvel verið til í það að ávarpa hann eins og jafningja sinn eða gamlan kunningja. Það þarf því engan að furða, nema ef vera skyldi á því, hvað upphæðin er ,,beskeden“, þótt bifreiðakostnaður Út- varpsins innan bæjar hafi numið 1737,50 — seytján hundruð þrjátíu og sjö og r’%o„ — krónur 1937. Svarar þetta til að út- varpsstjórinn, starfsfólkið og aðrir, sem erindi hafa þurft að inna af hendi fyrir stofnunina hafi ekið sem næst því 5 krónu bílferðir á dag. En náttúrlega hafa ferðirnar verið færri, því að útvarpsstjórinn bjó mestan hluta ársins suður við Skerja- fjörð, en þangað kostar bílakstur sennilega kr. 1.50. — Er og þess gætandi að veður á melunum eru oft hörð og afdrep lítil. Eins og menn muna, var vetur líka talsvert harður í fyrra, og munu sauðkindur sumstaðar hafa fent. Þess er og gætandi, að nú fæst hér í Reykjavík naumast vatnsheld flík og verða því þeir, sem ekki hafa ráð á erlendum gjaldeyri, að ganga hlífðarfatalausir, eða því sem næst. Það sýnir og best samviskusemi útvarpsstjórans, að 1936 var þessi útgjaldaliður ekki nema hátt á áttunda hundr- að krónur, eftir upplýsingum Jóns Pálmasonar, og er því auð- séð af þessu sem öðru, að útvarpsstjórinn notar ekki fé út- varpsins fram yfir það, sem nauðsyn krefur. Hér sem annars staðar sýnir það sig því, að Jónas Þor- bergsson is an honourable man. Meira.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.