Stormur


Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 6

Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 6
N6 króna apótek“, o. s. frv. En ímyndunaraflið, þegar til þess kemur að framléiða fáránlega söguviðburði er jafnvel frjó- samara en áður. X. If one lives in the company of criminals or fools, one becomes a criminal or a fool. — Alexis Carrel. (Sá, sem dvel- ur meðal glæpamanna eða heimskingja verður glæpamaður eða heimskingi). Ef öðrum greinum listamenskunnar tækist nú að ná því líku þroskastigi, sem náð hefir þessi skáldsagnagerð, þá mætti maður búast við að t. d. myndhöggvarinn mundi draga belg á höfuð fyrirsáta sinna, en láta ljós listamenskunnar skína yfir afhjúpaða sitjanda og aðra parta líkamans „fyrir neðan þindina". Hverjum mundi detta í hug að líta á myndir Einars frá Galtafelli, þegar slíkt ,,fágað“ nýtísku listasafn væri komið upp í höfuðstaðnum og ljóminn af íslenskri lista- mensku bjarmaði heimshöfin? Ef til vill sýnist mönnum þessi tilgáta öfgakend. En fyrir kraft hinnar nýju speki hefir það opinberast að „fyrir neðan þindina“ eru langsamlega hinir æðri partar mannpersónuleikans; því svo segir Ljós heims- ins. „Bæði kristindómurinn og bókmentirnar voru fyrst og fremst líkamsþurftir, sem biðu síns úrslitadóms í líffærum fyrir neðan þindina“. Hvað þurfum við svo frekari vitna? Þetta er raunveruleikinn. Já, maður lifandi, raunveruleikinn eins og „altsjáandi auga“ listamensku og lærðrar smekkvísi sér hann. Og má ég svo rétt spyrja yður, þér sauðsvörtu bull- ur, er það ekki heilög köllun listamenskunnar að sýna raun- veruleikann, þó heimskir menn reyni að hylja hann klæðum. Hér megið þér sjá hið sanna og rétta „endurmat verðmæt- anna.“ Mannskepnan ætti að snúa höfðinu niður, en hinum æðri pörtum persónuleikans upp. Þá verður hún meðtækileg fyrir ljós heimsins. Og sannlega segi ég yður, þér heimsking- ar, sem nefnið yður listamenn, og gerið myndir af andlitum manna og talið um hjörtu þeirra. Þér eruð „leirskáld, illmenni og mannhatarar“. Mér er, sem ég sjái listdómarann blessað- an standa auðmjúkan og lotningarfullan frammi fyrir þess- um nýja spegli sálarinnar, með silkihattinn fyrir aftan bak- ið, og svo söluprangarann læðast aftan að dómaranum og ná í silkihattinn, setja hann á höfuð sér, ganga svo út og hrópa, tiJ fólksins: „Spámaður mikill er risinn upp meðal vor“. XI. Þegar ég var að hugsa um, hvort íslensk þjóð ætti nú meira að þakka listamenskunni eða loftungum hennar, kom upp í hug mínum skrítla, sem ég las fyrir skömmu. Lyfsali einn hafði sett saman pillu, sem átti að lækna alla sjúkdóma, og hafði hann fengið einkaleyfi fyrir uppfindingunni. En hon- um gekk illa að selja. Þangað til hann náði í mann, sem bet- ur kunni skil á sölutækninni. Þeir gerðu með sér félag og urðu báðir ríkir. Síðar kom upp ósætti milli þeirra, og þeir rifust. Þegar harðnaði ræðan, sló lyfsalinn hnefanum í borð- ið og sagði: „Ég verð að minna þig á, að það var ég, sem fann upp þessa pillu.“ Hann svaraði: „Láttu ekki svona, maður, heldur þú ég viti ekki að helvítis pillan er „húmbúgg". En ég leyfi mér að minna þig á, að það var ég, sem kom fólkinu til að gleypa hana, og lét það borga fyrir.“ XII. Þetta er nú orðið lengra mál heldur en ég ætlaði í fyrstu að láta það vera, og er þó ýmislegt ósagt enn. Vil ég aðeins bæta því við, að svo sem sögufólkið í Ljósi heimsins eru meiri illmenni og ósiðaðra en það fólk, sem eg hefi kynst á æfinni, eins ætti listamenska sögunnar að verða til viðvörun- ar en ekki eftirbreytni, ef skáldsagnagerð á að halda sæti meðal þeá?, sem kallað er bókmentir. Hjálmar Gíslason. Kaupið STORM ________STQRMUR Nýtt rit. Hér í bæ kom út nú í vetur rit, er nefnist: „Brot úr Rétt- arsögu íslands á tuttugustu öld“ og er útgefandi þess Eirík- ur læknir Kerúlf. Er þetta I. hefti og mun því meira von. — Ritið er talsvert umfangsmikið og er efni þess allflókið, og ekki auðkrufið til fullsmergjar. Má við fljótan lestur álíta- helst, að hér ræði um viðskifti Bjarnar Gíslasonar og Han- sínar Ingu Lyders, við valdstjórn ríkisins og lögreglu Reykja- víkur, en sé gerlesið niður í kjöl ritsins ,cr það bert, að meg- inefni þess er skifti Hermanns Jónassonar lögreglustjóra og Bjarnar Gíslasonar, þó fleiri komi þar við sögu, svo sem fyr- nefnd Ilansína Inga, sem nú er látin. Má styðja þetta álit um ritið við prentað erindi eftir Hermann Jónasson, er nefnist „Dómsmál og réttarfar“ er út kom árið 1934. Var erindi þetta flutt á flokksþingi Framsóknarmanna í mars 1934, og gaf það út miðstjórn Framsóknarflokksins. Einn meginþáttur rits þessa er frásögn Hermanns Jónassonar lögreglusetjóra um viðureign hans við Björn , og er hún alllöng, og verður hér lítt rakin. Á einum stað kemst höf þannig að orði: „Hver sá maður, sem tók við lögreglu- og sakamálunum hér í Reykjavík, hlaut að gera sér það ljóst, að Björn Gísla- son var einn af allra þektustu fjársvikurunum, sem til voru í þessu bæjarfélagi“. Hér skýrir lögreglustjórinn óviturlega og gálauslega frá áliti sínu á sérstökum manni að órannsökuðu máli, og má margt hugsa um, og leiða af þessari örsögli lögreglustjórans og flestum, er athuga þetta vel hlýtur að koma í hug: að lög- reglustjórinn hafi miklu fremur gengið að verki gegn Birni með það fyrir augum að fá hann sakfeldan, hvað sem tautaði, heldur en til þess að rannsaka mál hans itarlega og án allr- ar hlutdrægni ,og verður ekki annað séð, en að þetta almenna álit fáist allrækilega staðfest i riti Kjerúlfs læknis. Verður hér bent á örfá dæmi úr rekstri þessa máls fyrir lögregluréttinum þessu til stuðnings. Á bls. 58 í riti Kjerúlfs læknis er svohljóðandi frásögn þeirra Barða Guðmundssonar sagnfræðings, og Gústafs Á. Sveinssonar lögfræðings, er bera áttu saman frumskjölin, við útskriftir lögreglustjórans: „Þess ber að geta, að við sum próf ritar aðeins einn rétt- arvottur undir, þótt tveir séu ritaðir í útskrift. ... í einu réttarhaldi (þar sem Gísli Gíslason er yfirheyrður 19. sept. 1930) vantar undirskrift". Sé hér rétt hermt er um tvennskonar óhæfu að ræða af hálfu lögreglustjóra: I fyrsta lagi að halda réttarrannsókn (réttarhald í lögreglumáli) vottalaust. Er það hin fullkomn- asta lögleysa; og í öðru lagi að setja í útskrift af réttarhald- inu nöfn réttarvotta, þó þeir hafi engir þar verið. — Er þetta ákveðin og vísvitandi fölsun. Má þetta kalla furðulega ó- hæfu af lögreglustjóra. Hér verður ekki frekar rætt þetta atriði, en benda vil ég á, að í riti Kjerúlfs, þar sem um þetta ræðir, er það hik- laust gefið í skyn, að lögreglustjórinn hafi notað slíka aðferð við fleiri réttarhöld en þetta. Ég skýt því hér inn í, þó miklu minna máli skifti, að nöfn manna eru ekki ávalt skráð eins, sbr. bls. 14, í ritinu. Þar hefir í réttarhaldi 18. sept. 1930 nafn manns verið skráð i Árni Einarsson, en nafn þessa sama manns við réttarhald 18. des. 1931 er skráð: Árni Eiríksson. Það verður líklega ekki sagt að slíkt sem þetta hafi mikla þýðingu fyrir gang málsins, eða hafi haft, en það sýn- ir vel fullkomna hroðvirkni dómarans, athugaleysi og kæn- leysi. — Er það sannarlega furðulegt, að Hæstiréttur skyldi ekki víta framferði rannsóknardómarans, sem bent er á í framangreindum atriðum. Á bls. 16 í ritinu segir frá réttarhaldi 13. sept. 1929. Þar hefir vitni orðið að breyta gersamlega því, er lögreglustjór- inn hafði bókað ,eftir því, og lét lögreglustjórinn við það sitja. Um þetta segir svo í riti Kjerúlfs: „Hér er til að byrja með gerð tilraun til þess að láta standa í réttarbókinni það, sem er þveröfugt við það, sem

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.