Stormur


Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 5

Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 5
STORMUR 5 Láfi, fáðu mér hnífinn þarna undir sperrunni, ellegar eg drep þig.---- Láfi kunni ekki annað en hlýða og rétti Nasa hnífinn, en þá skarst Jana í leikinn, og vafði örmum um háls sigur- vegarans og bað hann að reka heldur hnífinn í sig. Nasi lét hnífinn falla á gólfið, en tók yngismeyna í fang sér og fór með hana í rúmið og breiddi sæng yfir þau. Júst stóð rólega á fætur, tók hnífinn af gólfinu, gekk til Láfa og þreif í hár hans og svifti honum niður á rúmstokkin og bjóst til að skera hann á háls. Þá kom móðir bræðranna, Kamarilla, og greip um handlegg hans, tók hnífinn og stakk honum,, virðulega" undir sperruna. Síðan gekk hún að rúmi Nasa og svifti sæng- inni ofan af því. Ungfrúin Jana strauk niður um sig pilsin og stökk grátandi niður af lotinu. Þá tók húsmóðirin Kamar- illa guðsorðaabækumar ofan af hillu og las húslestur. Svo var farið að borða.“ IV. Þessi sýnishom af frásagnarstíl og efni verð eg að láta nægja. Sé það satt að íslensk alþýða sækist mjög eftir að baða sig í slíkum bóksaur, sem þetta, verð eg að segja það, að smekkurinn hefir breyst á síðari árum, og ekki til bóta. Og hafi hún ánægju af að lesa svona lýsingar af þjóðmenn- ing sinni, háttum, siðum og máli, þá sannast þar hið fom- kveðna: „Lítilla sanda lítilla sæva, lítil eru geð guma.“ — Vart munu forfeður okkar hafa hlakkað yfir slíku þjóðníði. Eg býst nú við að þetta verði kallaður barnalegur skilning- ur á skáldverkinu: „Ljós heimsins“. Það verði talið rangt að draga almennar ályktanir út frá einstaklingsdæmum þeim, sem sagan leiðir fram. En það breytir ekki þeim raunveru- leik, að þeir sem ekki vita betur líta á menningu okkar, eins og hún kemur fram í þessum spegli. Sögupersónurnar eru leiddar fram á sögusviðið á þann hátt, að maður kemst varla hjá því að álíta að svo sé til ætlast, að á þær litið sem trúverðuga votta hins almenna. Þetta fólk hefir ekki orðið fyrir neinum sérstökum áhrifum, er hafi spilt því eða af- mannað. Illmenskan, hrottaskapurinn og fólskan, hræsnin, skridýrshátturinn og vesaldómurinn frammi fyrir fólskunni; al t þetta er látið vaxa svo eðlilega fram úr þjóðmenning- unni. Eða með öðrum orðum, það er íslensk nútíðar þjóð- menning, eins og baráttan fyrir lífinu hefir mótað hana und- ir „fótar fæti“ kringumstæðanna. Þess verður ekki vart að mannorð bræðranna á Fæti, liði neinn baga við það, þó að þeir misþyrmi og beinbrjóti drenginn. Nei, þeim er sendur annað sveitarómagi, gamall maður, þegar þeir svo hafa bar- ið hann og velt í forinni, flýr hann grátandi á náðir hrepp- stjórans. Og heiðursmaðurinn kunni ekkert ráð vænna en að flytja ómagann aftur að Fæti. hvor bræðranna mundi vera valdur að því. Endirinn á þessum ósköpum varð svo það að Nasi sendi Jönu kvæðið og bónorðs- bréf um leið. Hún skaust upp til skáldsins Ólafs Ljósvíkings, faðmaði hann og kysti, gaf honum sykurmola, lofaði honum verad sinni og sagði hann skyldi vera kærastinn sinn, þegar Nasi væri ekki heima. Svo var hún gift Nasa. Heimasætan Magnína fékk ekki vinnumanninn. Hún leit- aði sér aíþreyingar í því að lesa Flensborgarsögurnar fyrir Ólaf Ljósvíking þar sem hann lá veikur i rúminu. Á páska- daginn voru þau ein heima, þá sat hún og las, en það varð seinasti lesturinn. Þegar hún hafði farið erindisleysu upp í rúmið til hans, fór hún burt og talaði ekki við hann eftir það. Þessi dæmi ættu að sýna að konurnar fara ekki varhluta af ljósi heimsins. Saga þessi gerist að mestu leyti í baðstofunni á Fæti. Ef til vill er baðstofan ekki eins og kofi Bjarts, en þó er ekki mikið á muninum hvað þrifnaðinn snertir. Helst mætti geta þess, að sagan gleymir að láta lúsina á þetta fólk sitt. Og að í stað lúsugu tíkurinnar, sem varð barnfóstra í sjálfstæðinu, kemur fram úr ljósi heimsins hund-hvolpur, sem svo er „dannaður" eða „penpíaður“ að hann hnerrar þegar hann þef- ar af heimasætunni. Ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvað það gæti verið, sem kemur manni til að skrifa bók eins og þessa. Listhneigð getur það tæplega verið. Atvinnumál gæti komið til greina og að Vísu verið nokkur afsökun. Samúð með þeim sem líða þjáningar og vilji til að benda á þjóðlöst? Miskunnarlausa meðferð þurfamanna. Sá tilgangur er í sjálfu virðingarverð- ur. En ég hefi enga trú á því að sögur eins og þessi beri nokk- urt umbótamál fram til sigurs. Meðan lesandinn þarf að halda fyrir nefið, til að verjast óþefinum, sem leggur upp úr sögu sorpinu, er hætt við að liann gleymi að taka ofan fyrir hinum góða tilgangi, sem þar undir kann að vera grafinn. Sagan gæti jafnvel komið í stað Magnjnu heimasætu og látið hundana hnerra. VIII. Ég hefi heyrt, að einn af merkustu mönnum íslands hafi stungið upp á því, að íslendingar skuli sameinast um það að gera H. K. Laxness heimsfrægan. Þetta hafði nú raunar skeð áður en laxnesjamenskan tók sér fyrir hendur að hvolfa mælikeri listamensku sinnar yfir ljós heimsins. Vafalaust er þetta vel hugsað og meint, frá þjóðræknislegu sjónarmiði skoðað. En þó mér finnist ég vilja sóma íslands í öllu, þá „veit það trúa mín“ að ég vil engan þátt eiga í þeirri „frægð“ sem útlensk heimska kynni að vilja leggja af mörkum við þá listamensku, sem hér er á ferð. V. Húslestur og rímnakveðskapur eru nú líklega að mestu lagðir niður á íslandi, svo þess vegna ætti þjóðin að geta Jiotið til fulls „kraftbirtingarhljómsins“ frá þessum nýju sögum. Það sýnist því óþarfi að gera krók á leið sína, til þess eins, að geta hrækt á þessa gömlu þjóðsiði. Eg hefi nú getið helstu karlmenskunnar, sem fram kemur í sögunni, og vona eg að allir sjái að bræðurnir Nasi ■og Júst eru laxneskar hetjur. Verða þeir vafalaust settir til háegri handar Bjarti frá Sumarhúsum í Valhöll hinni nýju. VI. En þá er að minnast kvennanna, sem mest koma við í sögunni. Þær eru, eðli sínu samkvæmt, hlýðnar og auðsveip- ar frammi fyrir hetjuskapnum, Magnína nöldrar þó stund- um yfir því, að aldrei sé tekinn almenhilegur vinnumaður á heimiliðið. Kamarilla húsfreyja situr í óskiftu búi og verð- ur því að sigla milli skers og báru, að því er heimilisráðin snertir. Jana hefir augastað á húsfreyjustöðunni, lætur því jafnvel að hvorum bræðranna. Lofast til að sofa hjá þeim, sem geri um sig besta vísu. Júst stelur vísu eftir Breiðf jörð, en Nasi fær Ljósvíking til að yrkja kvæði. í kvæðinu er Jönu h'kt við hryssu, sem bítur og slær, var það gert eftir fyrir- uiælum Nasa. Jana var nú orðin ófrísk og var nokkur vafi á IX. Mér sýnast ókostir þessarar sögu fleiri og kostirnir færri en á öðru, sem ég hefi lesið eftir höf. hennar. Sagan er hvorki fugl né fiskur. Raunsæi hennar er litblint, en hug- sæið flóttalegt eins og tófa, sem grefur margar holur út úr greni sínu. Og á bak við glyttir í skapgerð, sem skortir karl- mensku til að horfast í augu við raunverleik lífsins. Ef ósiðir og illmenska halda öllu undir fótar fæti, og vaxa yfir höfuð vits og mannkosta. (Samanb. bræðurnir í sögunm. Júst var þeim mun meira illmenni sem hann hafði meira vit en bróðir hans Nasi). Hver getur þá vænst þess að hálfsturluð lista- mertska beri heiminum ljós upp úr djúpi þjáninganna? En eitt er eftirtektarvert, þó sagan sé ekki ádeila á mannfélagsmál, þá er hún stéttvís; höf. virðist vera að leggja skipi sínu í hina tryggu höfn borgarahyggjunnar, þaðan sem hann geti svo með velmetinni ró velt vöngunum yfir eðlis- ilsku, ósiðum og heimsku hins sauðsvarta almúga. Málið á bókinni er samt við sig, lítur út fyrir að höfund- urinn ætli að halda áfram að „snefla“ upp ambögur og orð- skrípi meðan öndin „þöktir í vitunum". Verður það orðið álit- legt „lista“ safn ef hann á langa æfi fyrir höndum. Stíllinn er víða góður, en þó bregður fyrir hortittum hér og þar. T. d. „Jesúandi yngismær“ „glenti augun á slaginu“ „hélt áfram að skrækja með boðaföllum“. Vorloftið er sem „tvö þúsund

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.