Stormur


Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 4

Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 4
4 STORMUR LJós heimsiosL Skáldsaga eftír Halldór Kiljan Laxness. There are cases in which men feel too keenly to be silent, and perhaps too strongly to be wrongV' — Ruskin. Síðan ég fór frá ísiandi hefi ég ætíð talið það happ, að ná í nýja bók „að heiman“. Tilfinningin er ekki ósvipuð því er ég kem inn í íslendingabygð eftir langferð um útlent umhverfi. Hugurinn verður léttur og glaður eins og væri ég á leið heim til gamalla kunningja, jafnvel þó ég viti að þarna býr fólk, sem ég hefi aldrei séð. Þessi tilfinning hefir aldrei látið sér til skammar verða hvar sem mig hefir borið að garði Islend- inga. Þegar ég næ í íslenska sögu á ég von á að eignast kunn- ingja, sem ég hefi gaman af að renna huganum til í framtíð- inni, og ég bíð með óþreyju eftir tækifæri til að setjast í næði við lesturinn. Ég brýt ekkert heilann um það hvort höfund- urinn sé kommúnisti eða kapítalisti, lúterstrúarmaður eða spíritisti, eða hvort hann fylgi einhverjum vissum „isma“ og þræði einhverjar vissar koppa-götur fyrirsettrar frásagn- arlistar. En ég á von á að sagan fjalli um fólk með líku inn- ræti og ég hefi kynst hjá samferðafólki mínu á Hfsleiðinni, og fundið í mínum eigin barmi. Einnig að sögu-umhverfið sé eitthvað líkt því ef ég þekti heima o. s. frv. Fyrir nokkru rakst ég á blað að heiman, sem gat um ný- útkomna sögu eítir H. K. Laxness. Maðurinn, sem getur um bókina, er mér að góðu kunnur, fyrir nlargar ágætis-ritgerð- ir, sem ég hefi lesið frá hans hendi. Segir hann þetta muni vera „fágaðasta“ bók höfundarins. Og spáir miklu um fram- tíð hans og frægð. Þó ég hefði nú fyrir skömmu, mér til lítill- ar ánægju heimsótt Bjart í Sumarhúsum, og annað sjálf- stætt fólk úr liði Laxness, vaknaði nú forvitni mín á ný, mig langaði að sjá „fágunina“ og gæfumerkin á þessari nýju sögu, jók það og nokkuð forvitni mína að höfundurinn hefir valið bókinni nafn fagurt, og kallað „Ljós heimsins“. Mun hann hafa hugsað líkt og Eiríkur rauði er hann gaf nafn landi sínu og kallaði Grænland. Nú er bókasafni „Fróns“ svo fyrir að þakka, að ég hefi átt kost á að lesa sögu þessa. Jafn- vel þó segja mætti um frásagnarstíl og annað líkt og ég sagði um söguna „Sjálfstætt fólk“, þá er efni og efnismeðferð þess- arar sögu slíkt að ég lagði hana frá mér, að loknum lestri, með þeirri tilfinning, að milli spjalda hennar væri sá fúlasti bóksaur, sem ég hefi látið freistast til að fara í gegnum. II. Hetjan í sögu þessari er sveitarómagi, Ólafur Kárason Ljósvíkingur. Hann er niðursetningur á bænum Fæti „undir fótar fæti“. Þar býr elckjan Kamarilla með þremur uppkomn- um börnum sínum. Er dóttirin, Magnína heimasæta, þeirra elst. Þá Nasi (Jónas) en Júst yngstur. Auk þess eru á heim- ilinu mæðgur tvær. Heitir móðirin Karitas en dóttir hennar Jana (Kristjana). Annað fólk kemur lítið við söguna, nema gamall maður, sem einnig er sveitarómagi, hann er þar á heimilinu um tíma og deyr þar eftir hrakninga og illa með- ferð, og Guðrún á Grænhóli fermingarsystir Ólafs Kárason- ar, sem tók svari hans, þegar hann varð fyrir því óhappi að svara skakt einhverri spumingu prestsins. 1 enda sögunnar er Ólafur Ljósvíkingur svo fluttur frá Fæti, á kviktrjám, því hann hefir þá lengi legið rúmfastur, eftir beinbrot og mis- þyrmingar er hann hlaut í höndum bræðranna, sem báðir vildu vera húsbændur, og skipuðu honum sinn í hvora átt, en hann vissi eigi hverjum fremur skyldi hlíða. Sá, sem flutti hann hét Reimar; hann gerði krók á leið sína og fór l með Ljósvíking til Tótu á Kömbum. Iiún var í dularsam- bandi við Friðrik huldulækni. Fékk Ljósvíkingru þar bót meina sinna. Lækningin verður fyrir einhver dularáhrif Tótu á Kömbum. Áður er þó sagan búin að bregða upp skringi- mynd af þessu lækningabraskf öllu. Má vel vera, að það sé þarfaverk, að vara’við skottulækningum, liverju nafni sem þær nefnast. Sú hlið þessa sögukafla er því réttlætanleg, með því líka að frásögnin ber fremur kímnisvip heldur en illkvitni. En það verður tæplega sagt um þá hliðina, sem snýr að stúlk- unni sjálfri, heimili hennar og f jölskyldu. Eykur það síst list- gildi skáldsagna að þær sé notaðar fyrir vopn í persónulegu dægurþrasi. Og er þýðingarlaust að bera fyrir sig nafna- breytingar eða „barnalegan skilning alþýðú á samningu skáldverka“. III. Til þess að gefa ofurlitla hugmynd um hve fagurlega þessi ,,fágaða“ nýtísku saga lýsir íslensku heimilislífi, ætla ég að taka hér upp stuttan- kafla. Bræðurnir Nasi og Júst hafa verið að heiman við fiskiveiðar, en eru nú heima yfir vikulokin, og sofa frameftir morgninum sinn hvoru megin í baðstofunni. En ungfrúnni Jönu verður tíðförult um gólfið milli rúmanna: „Svo var það einn sunnudagsmorgun sem oftar, að yngri bróðirinn Júst rak löppina undir pilsin hennar og hún rak upp stóran skræk, og pilsin komin upp fyrir hné. Þá sagði eldri bróðirinn Nasi: Hvern djöfulinn viltu vera að reka löppina upp undir hana? Blessi þig bróðir, sagði Júst. Þú átt ekkert með að reka löppina upp undir hana, segi ég; farðu frá með löppina. Yngismærin Jana hélt áfram að skrækja með boða- föllum. Þá steig eldri bróðirinn Nasi fram úr rúminu, tók að sér nærhaldið og frelsaði hana. Svo voru áflogin komin af sér nærhaldið og frelsaði hana. Svo voru áflogin komin á stað. Þeir flugust ekki oft á, en þegar þeir flugust á var það ekki í góðu. Þeir flugust á eins og þeir komu upp úr rúmun- um, mjög fáklæddir. Mærin Jana hljóp hálf niður um lofts- gatið og staðnæmdist í miðjum stiga, glenti augun á slaginn og klappaði saman lófunum í hvert skifti sem annar virtist vera að brjóta hinn undir sig, og hljóðaði í senn fagnandi og óttaslegin, ekki ósvipað fjallahrossi. Þó færði hún sig neðar og neðar í stiganum eftir því sem brækurnar tosuðust neðar á þjóhnöppum þeirra í leiknum; augu hennar urðu tryltari og tryltari, en í staðinn fyrir að hljóða saup hún hveljur. — Síðast var hún kominn öll undir loftskörina nema augun. Pilturinn Ólafur Kárason hafði setið inst á loftinu og verið að slafra í sig súrnum sínum eftir fjósamálin, en þeg- ar hann varð þess áskynja að komið va\’ í hart, þá hætti hann að líta á það, sem var að gerast, af ótta við það að hann yrði bendlaður við áflogin og refsað. Hann sat titi-andi af hlut- leysi í rúmshorninu sínu og reyndi að horfa sem fastast á súrinn sinn. Svo lá yngri bróðirinn Júst á gólfinu og gat ekki haft sig upp aftur, og eldri bróðirinn Nasi á honum ofan, en þjóf- hnapparnir vissu upp. Betur eg hefði hníf á djöfuls flagar- ann, sagði eldri bróðirinn milli tannanna, án þess að gleyma þó að taka fram til hverra hluta hnífur mundi vera nauð- synlegastur undir þessum sérstöku kringumstæðum. Ó. Kárason dró að sér fæturna og hnipraði sig saman og gleymdi bæði að tyggja blómurinn og loka augunum. —• En einmitt í þessum svifum skipaði Nasi:

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.