Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 8

Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 8
6 SENDIBOÐINN Frú GUÐRÚN B3ÖRNSDÓTTIR: Samvinna foreldra oá kennara. Það er ekki óalgengt, hvorki hér í Siglu- firði né annarstaðar, að ýmislegt sé út á barnaskólana sett. Að einhverju leyti er það vafalaust á rökum byggt — ekkert er alfullkomið — en mjög oft er til slikra að- finninga gripið sem þægilegra afsökunar, þegar heimilin xanrækja sjálf að gera skyldu sína gagnvart barninu, eða þegar foreldri fellur illa að viðurkenna það, að barnið þess sé vangefið eða hirðulaust. Þess er allt of óvíða gætt, að eitt helzta skilyrðið fyrir því að uppeldi og upp- fræðsla barna geti vel tekizt, er það að samstarf og samhjálp foreldra og kennara sé góð. Hversu andstæðir sem þessir að- ilar annars kunna að vera, verða þeir í uppeldisstarfinu að gera sitt ítrasta til að vera samtaka og mætast í sameiginlegum kærleika og umönnun fyrir barninu, sern báðir bera nokkra ábyrgð á. — Vitaskuld verður þýðingarmesti og áhrifaríkasti þátt- urinn í uppeldisstarfinu allt af í höndum foreldranna og heimilanna. Þar dvelja þau mest, þaðan koma fyrstu áhrifin, þar eru sterkustu kærleiksböndin. Skólarnir eiga aðeins að vera heimilunum til aðstoðar, en pví mega foreldrarnir aldrei gleyma, að mikið er undir þeim sjálfum komið, hvern- ig að þeirri aðstoð notast. — Eins og börnin eru hlýðnari og semja sig betur að siðum foreldranna, eftir því sem þau elska þau meira og treysta þeim betur, svo eru þau einnig áhugasamari og skylduræknari við nám hjá kennara, sem þeim þykir vænt um og þau virða. Foreldrar og kennarar, hjálpizt að og sýnið hvorir öðrum vinsemd. Reynið að forða viðkvæmu barnssálunum frá hinum óheilnæma kuldagjósti óvildar og virð- ingarleysis. Hann getur skilið eftir kalbetti, sem seint gróa. G. B. WILLIAM MÖLLER: Nokkur orð um reikning. Enginn gengur þess dulinn, að ein nauð- synlegasta námsgrein barnaskólanna er reikningurinn. Enda skipar hún þar önd- vegi ásamt móðurmálinu og skriftinni. Hlutverk reikningskennslunuar er í fyrsta lagi það, að búa börnin frá öndverðu und- ir hina viðskiptalegu og hagfræðilegu bar- áttu hins daglega lífs, og er þar mjög á- ríðandi, að þar sé byggt á traustri og ör- uggri undirstöðu. í öðru lagi þroskareng- in námsgrein betur rökrétta hugsun og engin námsgrein þjálfar jafn vel barnið í því að einbeita huganum af alefli að einu viðfangsefni, án þess að þar megi frá hvarfla. Reikningskennslan hefir því miður beinzt alltof mikið að því, að troða inn í barnið grúa aðferða og kerfa í tölustöfum, án þess að það skilji af hverju þetta þurfi nauðsynlega að vera svona. Engum dylst það, ef hann fer að blaða í reikningsbók þeirri, sem nú er notuð við reiknings- kennslu í ísl. barnaskólum, að á henni eru ýmsir annmarkar.

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.