Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 12

Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 12
10 SENDIBOÐINN RAGNAR GUÐ3ÓNSSON. Heilsuvernd. Ekkert er manninum eins dýrmætt og hreysti. Það er því ekki svo litið atriði að vel sé gætt heilsu barnanna í skólan- um, því einmitt þar er heilsu barnanna kannske mest hætta búin. En ekki verð- ur þó annað með sanni sagt, en að skólinn geri sitt til að vernda heilsu barnanna. Lýsi hefur verið gefið í skólanum í allan vetur og mjólk þeim börnum, sem að dómi læknis hafa þurft þess með. En einn stærsti þátturinn í þessu starfi skólans mun þó vera leikfimin og böðin. Leikfimin er nú skyldunámsgrein í skólanum, eldri börnin 2 klst. í viku og yngri börnin einn tíma. Alltaf vill nú verða dálítill misbrestur á því að leikfimi sé sótt sem skyldi, og á það ef til vill rót sína að rekja til þess að einhverju leyti, að þessir tímar eru sér- stakir, ekki beint áframhald af öðrum kennslustundum dagsins. Nokkuð mun þó lika vera það, að mörgum foreldrum er það ekki svo mikið áhugamál að börnin sæki leikfimi, — »þau læri ekkert áþessu hoppi*. Einkennilegast er þó kannske það, að ekki líður sá dagur, að ekki komi fleiri og færri börn með þau skilaboð að heiman að þau séu kvefuð og megi ekki fara í bað og allra sízt kalt, en að þau megi fara í leikfimi. Auðvitað er rétt að taka það fram, að þessi skilaboð eru oft ekki rétt en þó mun mestur hluti þeirra vera boð heimilanna. Þetta stafar af mis- skilningi og vanþekkingu. Nú skulum við segja að barn sé kvefað og fari í leikfimi. Það svitnar og að loknum tímanum fer það strax í fötin og út í kuldann. Ekkert er nú líklegra, en að kvefið versni að miklum mun, því ekkert gera menn verra, þegar þeir eru kvefaðir, en að fara heitir út í kulda. Auk þess eru það óþrif að fara svitastorkin í fötin, því auðvitað lenda óhreinindin af líkamanum þá hvergi ann- arsstaðar en í nærfötunum. Það á ekki að láta börn fara í leikfimi ef þau eru mikið kvefuð, en það eina sem vegið getur upp á móti því, er að láta börnin fara í heitt og síðan í kalt bað að afloknum tímanum, en ekki eingöngu heitt, eins og svo margir vilja, því að á eftir heitu baði kolnar manni, en á eftir köldu baði hitnar manni. Búningsherbergi skólans eru alltaf ágætlega heit, svo engin hætta er á ofkælingu þar. Foreldrar! Hvetjið börnin til þess að sækja leikfimi reglulega og fara í bað! R. G. Hafið þér reynt Heilhveitibrauðin °g Heilhveitikexið frá Hertervig? NÝ3A-BÍÓ —_ Sumardaginn fyrsta kl. 8,40: „GOTT LAHÐ" Þetta er allra síðasta tækifærið til að sjá þessa heimsfrægu og ágætu mynd. Höfundur sögunnar, Pearl S. Buck, fékk nýlega Nóbelsverðlaun- in, og það sérstaklega fyrir þessa sögu, »Gott Iand«, sem sýnd verð- urí síðasta sinn sumardaginn fyrsta kl. 8,40. Sýningin stendur yfir á þriðja tima.

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.