Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 11

Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 11
SENDIBOÐINN 9 FRIÐRIK H3ARTAR Vinnubækur. Hinar svonefndu »Vinnubækur« eru ekki gamlar í íslenzkum skólum. Segja má að vísu, að stilabækur og »glósu«bækur séu einskonar vinnubækur, en notkun þeirra var miklu einhæfari en vinnubókanna. Hugsun skólamanna þeirra, er hófu að nota vinnubækur, var m. a. sú, að auka sjálfstarf nemenda, og skapa meiri fjöl- breytni í námið. Annars hefir hver kennari um það frjáls- ar hendur á hvern hátt hann notar vinnu- bókina í kennslu sinni, því að þar getur verið um ýmsar leiðir að velja og fjölbreytni furðuleg. Má t. d. leysa sama verkefni á fleiri en einn hátt, láta börnin gera línurit, teikna myndir, leita að ýmsum fróðleikog skrifa hann í vinnubókina, búa til landa- bréf o. fl. o. fl. — Og það reynsla margra kennara, bæði erlendra og innlendra, að börnum þykir vænt um vinnubækurnar sínar og sýna bæði dugnað og vandvirkni, hugkvæmni og smekkvísi um samningu þeirra og frágang. En auðvitað má misnota vinnubækur eins og flesta góða hluti, en ekki er hægt að kalla góða hluti slæma af þeim á- stæðum. Til skýringar (og athugunar) set eg hér vinnubókarverkefni (úr landafræði). í S L A N D. 1. Litið kortið þannig að hver sýsla hafi ákveðinn lit. Gætið þess að engar samliggjandi sýslur hafi sama lit. 2. Skrifið (eða prentið) á kortið sýslutak- mörk, helztu sveitir hverrar sýslu, helztu merkisstaðiog helztu kauptún. 3. Skrifið (eða prentið) á kortið helztu firði og flóa á íslandi. 4. Skrifið (eða prentið) á kortið helztu nes á íslandi, helztu eyjar og alla kaup- staði landsins. 5. Litið annað kort með hæðalitum. Skrif- ið eða prentið á það kort helztu jökla, helztu eldfjöll, helztu hraun, helztu hveri og laugar, helztu heiðar og fjalla- skörð, helztu stöðuvötn, helztu ár, (litið árnar bláar, einnig stöðuvötnin). 6. Gerið línurit af hæð helztu fjalla á íslandi. 7. Teiknið íslenzkan sveitabæ og skrifið stutta lýslngu á honum. 8. Teiknið íbúðarhús í kaupstað og skrifið stutta lýsingu á því, takið fram úr hvaða efni venjulega er byggt, herbergja- skipun o. fl. 9. Sýnið með teikningum hve margar kýr, kindur og hestar koma á hvern mann á íslandi. 10. Semjið skrá yfir öll áhöld, sem notuð eru við landbúnað hér á landi. Teiknið það af áhöldunum, sem þið getið. ll.Semjið skrá yfir allar tegundir skipa, sem notaðar eru hér við land. Teikning- ar fylgi. 12. Semjið skrá yfir allar veiðiaðferðir ís- lendinga á sjó. 13. Semjið skrá yfir öll áhöld, sem notuð eru hér í sambandi við sjávarútveg íslendinga. Teikningar fylgi. 14. Semjið skrá yfir allar tegundir verk- smiðja hér á landi. Teljið upp allar tegundir handiðnaðar á íslandi. 15. Nefnið 6 aðalinnflutnings-vöruflokka okkar og 6 aðalútflutningsvöruflokka okkar. 16. Teiknið íslenzka fánann og skrifið ís- lenzka þjóðsönginn. Aukaverkefni: Upphleypt kort af íslandi. Vona eg, að það sé Ijóst af verkefni þessu, hvilik fjölbreytni getur fylgt vinnu- bókinni, og hve hún eykur sjálfstarf barns- ins. Munu flestir sammála um, að hvort- tveggja stefna í rétta átt. F. H.

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.