Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 30.11.1935, Blaðsíða 1

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 30.11.1935, Blaðsíða 1
Ritnefnd: Svbj. Oddsson, Arnmundur Gíslason, Guðm. Sveinbjs. ij Akranesi Otgefandi: Jafnaðarmannafélag Borgarfjarðarsýslu. ji 30. nóvember 1935. Ábyrgðarmaður: Sigurdór Sigurðsson. jj Á V A R F. Það eru ekki mörg ár liðin síðan jafnað- arstefnan festi rætur hér á Akranesi og út- breiðsla hennar hefir verið og er hægfara. En við jafnaðarmenn erum sannfærðir um, að boðun jafnaðarstefnunnar er öllu mannkyni lseknisdómur við margvxslegu mannfélagsböli. Okkur Þykir vænt um Akranes og Akumesinga, og við viljum leggja lið okkar til Þess að Akumesingar hrífist með inn í heimsbræðra- lag Þeirrar stefnu, sem vinnur á móti stétt- armismun, Þjóðemisskipun og kynflokkastríði, Þeirrar stefnu, sem heldur Því fram, að all- ir menn séu í heiminn bornir með Þeim rétti, að fá að njóta hæfileika sinna og Þeirra gæða og gagna, sem náttúran hefir upp á að bjóða til viðhalds og Þroska mannlegu lífi, og hvergi finnast rök fyrir að séu ætluð fremur einum en öðrum. Þes38 stefnu viljum við boða og kenna í hinum almenna skóla mannlífsins. Til Þess viljum við nota hvert tækifæri, sem býðst, og skapa til Þess ný tækifæri, hvenær, sem við verður komið. Til Þessa hafa Þau tækifæri verið fá og ónóg. Við höfum ekki haft ráð á pappír og svertu til flutnings á kenningum okkar og skoðummi til meðvitundar samferðamannanna í Þessu byggðarlagi. Or Þessari vöntun reynum við nú að bæta, Þótt í smáum stxl sé. Við send- um nú Þetta blað út á meðal ykkar, kæru Ak- urnesingar, sem Það er fyrst og fremst ætl- að. Við sendum Það einnig út á meðal annora sýslubúa, eftir Því sem við verður komið. Við köllum Það Árroðann, í von um að Það veröi boðberi bjartara dags og muni eiga nokkurn Þétt í Þvi, að hjálpa einstakling- unum til betri yfirsýnar og dæma betur af- stöðu sína á Þjóðlífinu og viðhorf sín til vandamála lífsins. Við hefðum kosið að hafa Þetta fyrsta blað, sem út kemur á Akranesi, myndarlegra og íburðarmeira. En hér verða efni að ráða. Við fátækir verkamenn verðum að æetta okkur við Það í ótal greinum að fá ekki fullnægju Þeirra óska, sem fjármunir ráða. En við mun- um reyna að leggja Það fram, sem við höfim', og væntum Þess,að margir verði til Þess að rétta okkur hjálparhönd. Við hugsum okkior að ræða í blaðinu almenn héraðsmál, atvinnumál, möDriingarmélheil- brigðismál, og yfirleitt öll Þau mál, sem Þörf Þykir að ræða á hverjum tíma, og við verður komið. Ennfremur vonimi við að Það geti við og við flutt fræðslugreinar. I landsmálum mun Árroðinn fylgja stefnu AlÞýðuflokksins. Ekkert er ráðið um Það hversu ört blaöiö kemur út, enda verður Það aðeins selt í lausa- sölu, hvert blað fyrir sig. Við æskjum stuðnings sem flestra manna við Þessa tilraun. Kaupið blaðið og féið aðra til að kaupa Það. Sendið Árroðanum greinar, sem samboðnar eru stefnu hans og tilgangi. Verið ekki ragir að skrifa, Þótt Þið séuð ekki æfðir í Þeirri list. Gerist Þess Þörf, munum við færa greinar til betra máls,- áskiljum okkur rétt til að gera Það. Heilsar svo Árroðinn lesendum sín\jm í fullri trú á góðar viðtökur. Akranesi, nóvember 1935 Jafnaðarmannafélag Borgarfjarðarsýslu.

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.