Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 30.11.1935, Blaðsíða 5

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 30.11.1935, Blaðsíða 5
-5 L/JJEBONAÐURINN í YTRI-áKRAInTESHREPPI. Akranes er nú stærsta ksuptún lsndsins (utan kaupstaðs). Árið 1953 voru taldir 1488 íbúsr í Ytri-Akraneshreppi, en Það var fullur helmingur allra íbúa Borgarfjarðar- sýslu. (peir taldir Þá 2789). Það er litið svo á, að Ákurnesingar lifi af fiskiveiðum að mestu, og styðst sú skoð- un við Þá staðreynd, að Þorskveiðar Akumes- inga Það ár námu freklega l/20 hluta af allri Þorskveiði Þjóðarinnar. Aflinn Það ár er talinn í skýrslu Hagstofunnar 1 milljón og 14 Þúsund króna virði. (Alls á landinu 20 millj. 285 Þús, kr. ). Þetta er nú álit- leg upphæð, miðað við íbúa tölu kauptúiisins, 680 kr. á hvert mannsbarn, og eru Þó ótalin ýms minniháttar aflaföng úr sjó. En Það má sjá af öðrum gögnum, að hópur- inn, sem Ákranes byggir er ekki með öllu horfinn úr tölu Þeirra manna, sem landbúnað stunda. 1 sumum greinum landbúnaðarins kveð- ur meira að Ytri-Akraneshreppi en nokkrxan öðrum hreppi í sýslunni. Þessu til sönnunar skulu tekin nokkur dæmi upp úr Búnaðarskýrsl- um Hagstofunnar fyrir árið 1955. Pramteljendur kxk búpenings eru í Ytri- Ákraneshreppi 125, af 574 alls í sýslunni. Meðaltalan í öðrum hreppum sýslunnar (9) ef aðeins 28. Tala búpenings er Þó lág, 51 hross, 102 nautgripir og 1054 sauðkindur. Meðaltalan í öðrum hreppum er, eftir sömu röð: 296, 155, 2755. Alifuglar eru taldir 1100, og er Það nálega Þriðjung\ir allra ali- fugla í sýslunni. Túnraaktin er lítil, 76 ha. Meðaltal í öðrum hreppum sýslunnar er 160 ha. Áftur eru kálgarðar og annað sáðland í Ytri-Akra- neshreppu að flatarmáli 25 ha. en í allri sýslunni 46 ha. Ytri-Akraneshreppur einn vegur Því jafnmikið í Þessu falli og allir hinir 9 hreppar sýslunnar til samans. Um afrakstur jarðrtektarinnar er margt merkilegt. Töðufallið er talið 5552 hestar, eða sem næst 25 hestar af dagsláttu, miðað við samanlagða túnastærðina. 1 öðrum hreppum sýslunnar er töðufallið að meðaltali 6700 hestor, eða nokkuð hærra en í Ytri-Akranes- hrepp. En túnastærðin er Þar miklu meiri, svo ekki koma nema 14-15 hestar á dagsláttu á móti 25 á Akranesi. Þessi reektun gefur Því meiri afrakstur en í nokkrum öðrum hreppi í sýslunni. (Andakílshreppur mun koma Þar næst með 20 h* á dagsláttu). Innri- Alkraneshreppur hefir um 9 hesta &f dagsláttu. Eitthvað kann að vera bogið við framtal- ið. En samt eru líkur_ sterkar f.vrir Því, að hvergi í Borgarfjarðarsýslu sé;. túnrækt í jafn góðu lagi, sem á Akranesi. Útheysfengur er hverfsndi lítill, ekki nema sem svarar l/lO á móti meðaltali ann- ara hreppa. Þa komum við að garðræktinni. Akranes hefir um tugi ára verið rómað fyrir mikla og góða garðrsskt, og ekki að á.stæðulausu. í Búnaðarskýrslunum eru kálgarðar og annað sáðland talið 25,27 ha. í Ytri-Akranes- hreppi, en 22,26 ha. í öllum öðrum hreppum sýsliinnar til samans. Þetta er trúlegt. En hver er svo uppskeran. Hún er talin í Ytri-Akraneshreppi 565 tunnur kartöflur og 41 tunna rófur og næpuri Rúmar 600 tunnur alls, eða tæpar 26 tunnur af ha. í öðrum hreppum sýslunnar er uppskeran 94 tunnur af ha. að meðaltali. Það er fljótséð að Þetta nær engri átt. Hér er bersýnilega um rangt framtal að ræða. Búfróðir menn telja að meðal-uppskera jarðepla sé um 200 tunnur af ha. I 9 hreppum sýslunnar er Því uppskeran vantalin um rúmlega helming, og Þó eru Þeir með nálægt ferfalt hærri tölu en ytri-Akra- neshreppur. Eftir flatarmáli garðanna ætti uppskeren í Ytri-Akraneshreppi að vera 4600 tunnur í stað Þess að teldar eru aðeins 600 tunnur. Það er furðulegt að Hagstofan skuli ekki gera tilraunir til að lagfæra svona augsýni- legar skekkjur í framta.li, sem hagfræðileg- ar athuganir verða að byggjast á. Það virð- . ist vafalaust, að kartöfluuppskeran á Akra- nesi er allt að 5 tunnur á hvem íbúa, Þetta umrædda ár, og má Það teljast góð búbót. Þá eru Akuraesinger ekki litlir fyrir sér í jarðabótum. Árið 1955 eru jarðabótamenn taldir 52 í Ytri-Akraneshreppi. Meðaltalið í hinum hreppunum er 17. Þeir hafa unnið að jerðabótum samt. 8465 dagsverk. Meðaltala dagsverka í hinum hreppum sýslunnar er 2921. Nýiæktin, tún ofl. er talin 2,6 ha. af 8,4 í allri sýslunni. Hinir hrepparnir hafa að meðaltali að eins 0,6 ha. Þessar tölur er ekki ástaeða til að vefengja Því feer munu vera byggðer á msaLingum sérstakra trúna ðarmanna. Af öllu Þessu er ljóst, eð Akuraesingar eru drjúgir Þátttakendur x landbúnaðinum, enda Þótt fiskiveiðamar séu aðalatvinnu- vegur Þeirra. P.

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.