Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Page 5
Codex ethicus.
1. gr. Það er tilgangur með reglum þessum, að efla gott sam-
komulag og bróðurlega samvinnu meðal lækna. Reglur þessar.
sem eru samþykktar af meiri hluta lækna landsins, gilda fyrir
alla þá lækna, sem starfa hér á landi.
2. gr. I viðurvist sjúklinga eða annara en læknis, skal enginn
læknir fara niðrandi orðum um stéttarbræður sína, jafnvel þótt
ástæður kynni að vera til slíks.
3. gr. Enginn læknir má bjóðast til þess, að taka að sér nein
læknisstörf fyrir minna endurgjald en aðrir taka, er gegna þeim
störfum.
4. gr. Enginn læknir má nota óþarfa auglýsingar, blaðagrein-
ar eða aðrar ósæmilegar aðferðir, í því skyni, að teygja sjúk-
linga til sín frá öðrum læknum. Þakkarávörp og aðrar gylling-
ar skulu þeir forðast eftir megni. Ekki skulu þeir heldur gefa
i skyn, að þeir þekki betri lyf eða læknisaðferðir, sem öðrum
læknum séu ekki kunnar. Læknar skulu alls engan þátt taka í
áskorunum frá almenningi viðvíkjandi veitingum embætta, eða
því, að nýr læknir setjist að i héraðinu.
5. gr. Sé læknir sóttur til sjúklings og komist að því, að hann
sé undir hendi annars læknis, eða hafi heimilislækni, þá skal
hann að eins gera það, sem hin bráðasta nauðsyn krefur og
engan dóm leggja á læknisaðferð þá, sem hinn hefir notað. Hann
skal ekki vitja þess sjúklings oftar, nema honum sé kunnugt
um, að fyrri lækninum hafi verið tilkynt, að sjúkl. óski að
breyta um lækni, eða læknirinn hafi sagt skilið við sjúkl.
(i. gr. Ef sjúkl., læknir hans, eða þeir, sem að sjúkl. standa,
óska að annar læknir sé sóttur til samráða með þeim lækni,
sem hefir sjúkl. undir hendi, þá skulu læknarnir, að lokinni
rannsókn, bera ráð sín saman i einrúmi. Sá læknir, sem hefir
haft sjúkl. undir hendi, fyrirskipar síðan það, sem læknunum
hefir komið saman um. Geti þeir ekki orðið á eitt sáttir, skulu
þeir hvor um sig, í viðurvist hins, setja skoðanir sínar fram
fyrir sjúkl. eða þeim, sem að honum standa, og kjósa þeir þá
um, hvor læknirinn skuli halda lækningunni áfram. Ef sá lækn-
ir, sem hefir stundað sjúkl., kemur ekki til viðtals við hinn að-