Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 9
9
verzlun, þá áttu samningar við Thomsen kaupmann góSan
þátt í því, að verð á umbúðum færðist niður.
h) Reglur um sérfræðinga hefir félagið samþykkt og
hafa þær komið að góðu gagni.
i) Last but not least, — félagið hefir ha 1 d i ð 1 æ k n u m
vakandi, eins og sjá má á því, að ætíð vill fundarefni á
læknafundum verða miklu meira en tími endist tii. Maður lifir
ekki af einu saman brauði.
Þá hefir það, með Codex ethicus og gerðardómi,
aðfinslum og sáttaleitun í deilumálum lækna, reynt til þess
að auka hag og sóma stéttarinnar.
II. Heilbrigðismál.
a) Berklavarnir. Árið 1919 var eftir áskorun lækna-
fundar sett miliiþinganefnd í berklavarnamálinu. Árangurinn
varð berklavarnalögin frá 1921. Málið hefir siðan verið
rætt á flestum læknafundum.
b) Varnir gegn kynsjúkd óm u m. Mál þetta var rætt
á 2 læknafundum og frv. til laga samið. Varð að lögum 1923.
c) Útrýming geitna. Þetta er eina samrannsóknarefn-
ið, sem komið hefir að fullum notum. Fjárstyrkur frá Alþingi
og áhugi dr. Gunnl, Claessens hafa átt mestan þátt i þessu. Leið-
beining um ú t r ý m i n g 1 ú s a var prentuð, og kom að nokkru
gagni.
d) Skólaeftirlit. Það var lengi ófullkomið og engin leið-
beining um það. Árið 1926 var leiðbeining prentuð í Heilbr.sk.
og töflur um hæð og þyngd harna. Vogir og sjónprófstöflur hafa
ekki fengist enn.
e) Landsspitalinn hefir verið sífelt uinræðuefni á
læknafundum og margar áskoranir verið samþykktar um að koma
honúm upp, þó seint hafi það gengið.
f) Hjúkrunarmálið hefir félagið rætt og hallast að þvi,
að koma upp héraðshjúkrunarstúlkum. Árangur lítill enn.
g) Veiting embætta er mikilvægt mál fyrir almenning
engu síður en lækna. Félagið hefir reynt til að koma betra skipu-
lagi á þetta mál, og mun sú viðleitni koma að gagni á sínum tíma.
h) Stjórn heilbrigðismála hefir verið oftar en eitt
sinn rædd á læknafundum. Læknar hafa haldið tryggð við gamla
skipulagið, en nú munu flestir telja ráðlegt, að taka upp heil-
brigðisráð, meðal annars til þess að semja nýja heilbrigðislöggjöf.
Stjórn félagsins skipa nú:
Guðm. Hannesson, prófessor, formaður,
Magnús Pétursson, bæjarlæknir,
M. Júl. Magnús, gjaldkeri.
Á