Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Side 10
10
Þetta hefir oss þá orðið ágengt á 12 árum. Þó sumum kunni
að finnast það litið, þá má heita að allar framfarir í heilbrigðis-
málum þessi árin séu sprottnar frá félagi voru.
Og það hefir verið gott samlyndi innan félagsins og einlægur
vilji til þess að vinna bæði landi og læknum gagn. Þetta er að
nokkru því að þakka, að vér höfum haldið félaginu utan við
flokkarifrildið.
Ef vér vörumst þá menn eins og heitan eld, sem virða dreng-
skap að engu og hvetja til þess að brjóta orð og eiða, þá verð-
ur framtíðin háifu bjartari en fortíðin.
G. H.
Samþykktir Læknafélags íslands
í embættaveitingamálinu.
Vegna almennrar óánægju með embættaveitingar voru þessar
samþykktir gerðar á aðalfundi Læknafél. Isl. 1929, en þvi að eins
skyldu jiær koma til framkvæmda, að % lækna samþykktu þær
skriflega.
I. Siofna skal embættanefnd sem félagsmenn kjósa
skriflega á þann hátt að:
a) Embættislæknar, aðrir en kennarar læknadeildar, og eldri
en 5 ára frá embættisprófi,
b) Embættislausir læknar, eldri en 5 ára,
c) Læknar og kandidatar, yngri en 5 ára, og
d) Kennarar í læknadeild Háskólans
kjósi hver úr sínum flokki einn inann i nefndina, og einn vara-
mann, og hljóti sá kosningu, sem flest atkvæði fær, en hlutkesti
ráði, ef atkvæði eru jöfn. Formaður Læknafélags íslands er sjálf-
kjörinn formaður nefndarinnar.
Nefndin skal kosin skriflega til 3ja ára. Stjórn félagsins sér
um kosninguna.
Allir félagsmenn í Læknafélagi íslands skulu skyldir til þess
að senda allar umsóknir um stöður og embætti til nefndarinn-
ar einnar, og skal henni heimilt að senda að eins eina eða fleiri
til veitingavaldsins.
Óheimilt er félagsmönnum að taka við setningu í embætti eða
þiggja styrk til þess að starfa i héruðum, sem standa óveitt, nema
með skriflegu samþykki nefndarinnar svo framarlega sem laga-
skylda ber ekki til þess.
II. Hver senv ekki hlýtir ofangreindum ákvæðum skal rækur
úr Læknafélagi íslands og er félagsmönnum óheimilt að gerast
k