Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Side 11
11
staðgöngumenn slíkra manna svo og lækna, sem ekki eru félag-
ar, nema landslög mæli svo fyrir.
III. Vegna þess að nauðsyn ber til þess að styrkja félags-
skap lækna, og góður efnahagur er skilyrði fyrir því, þá skal
árgjald iækna til félagsins vera 100 kr. Af þessari upphæð gangi
25 kr. í ekknasjóð svo og borgun fyrir Læknablaðið, en afgang-
urinn sé laggður í sjóð til styrktar stéttinni á þann hátt, sem fé-
lagið ákveður síðar. IJngir læknar, sem ekki hafa sett sig niður,
skulu þó ekkert árgjald greiða, og 5 fyrstu árin, sem þeir starfa,
að eins hálft.
IV. Ef þrír fjórðu hlutar lækna samþykkja tillögur þessar
skriflega, skulu þær gilda sem lög fyrir félagið, eftir að félags-
stjórnin hefir auglýst, að þær hafi verið samþykktar.
Síðar hefir það verið ákveðið, að gamlir uppgjafalæknar greiði
ekki árgjald. Efnalitlir læknar geta fengið lækkun eða eftirgjöf
á ársgjaldi, ef þeir snúa sér til stjórnarinnar og skýra frá ástæðum.
Samþykktir þessar voru sendar öllum læknum, sem náðist til.
*/.o þeirra samþyktu þær og komust þær i framkvæmd 27. sept.
1929. Þessir voru kosnir í embættanefnd:
Yngstu læknar:
Starf. læknar:
Embættislæknar:
Læknadeild:
Nefndarmenn:
Hannes Guðmundsson
Matth. Einarsson,
Magnús Pétursson,
Níels Dungal.
Varamenn:
Ólafur Helgason,
Árni Pétursson,
Ing. Gíslason,
Sæm. Bjarnhéðinss.
Stjórnin hefir nú tekið það ráð, að a u g 1 ý s a e n g a r 1 æ k n-
isstöður eða embætti, en býður þau í laumi þeim, sein
líklegastir þykja til þess að þiggja og svíkja stéttarbræður sína.
Fæstir munu i efa um hversu svara skuli slíkum smánarbo ð-
um, en þyki úr vöndu að ráða, er rétt að ráðfæra sig við
s t j ó r n L æ k n a f é 1. í s 1.
G. H.
Lög Læknafélags íslands.
1. gr. Félagið heitir Læknafélag íslands.
2. gr. Tilgangur félagsins er að efla hag og sóma íslenzkrar
læknastéttar, samvinnu meðal lækna í heilbrigðismálum þjóð-
arinnar og glæða áhuga lækna fyrir öllu, er að starfi þeirra lýtur.
3. gr. Allir íslenzkir læknar, sem tekið hafa fullkomið lækna-
próf, eiga kost á að gerast félagar, hvort sem þeir eru búsettir
Á