Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Page 12
12
hér á landi eða erlendis, með þeim takmörkunum, sem taldar
eru í C. og 11. gr. Þó hafa læknar, sem búsettir eru erlendis,
að eins tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.
4. gr. í stjórn félagsins eru 3 læknar, sem búsettir eru í
Reykjavík, eða nágrenni bæjarins. Þó skal kosinn einn varamað-
ur, og tekur hann sæti i stjórninni, ef einhver úr henni deyr
eða forfallast.
Sá er formaður, sem fær flest atkvæði, en séu þau jöfn, ræð-
ur hlutkesti. Að öðru leyti skifta stjórnendur verkum milli sin.
Kosning fer skriflega fram á aðalfundi, og gildir til næsta
aðalfundar. Fjarstaddir félag'ar geta sent fundinum atkvæði sin
skriflega.
5. gr. Læknar í S., A., V. og Norðlendinga fjórðungi, kjósa
einn fulltrúa, hvorir fyrir sinn fjórðung, síjórninni til aðstoð-
ar. Gildir sú kosning til 2ja ára, og fer fram á þann hátt, að
læknar í hverjum fjórðungi senda fulltrúa sínum skrifleg at-
kvæði sín, en hann aftur formanni, fyrir aðalfund, og lýsir for-
maður þá kosningu.
6. gr. Stjórnin sér um allar framkvæmdir félagsins. Hún skal
hafa vakandi auga á öllum þeim málum, sem varða læknastétt-
ina eða heilhrigði ahnennings. Hún sendir að jafnaði læknum,
er próf taka, áskorun um að gerast félagar. Rétt hefir húr. þó
lil að neita læknum um inntöku i félagið og vísa þeim úr þvi
um stundarsakir, ef ástæða þykir til. í ársbyrjun gefur hún
skýrslu uin allan hag félagsins og framkvæmdir þess siðastliðið ár.
Fjórðungs-fulltrúar skulu hafa vakandi auga á öllum lækna-
og heilbrigðismálum i sínum fjórðungi og leiðbeina stjórninni
í öllu slíku, er hún æskir þess.
7. gr. F'élagið heldur, að forfallalausu, aðalfund á ári hverju
í júní, júlí eða ágústmánuði. Skal stjórnin boða til fundar með
C vikna fvrirvara, og auglýsa umræðuefni. Þeir ,sem hafa í hyggju,
að bera fram mikilsvarðandi mál, skulu hafa tilkynt formanni
það eigi síðar en 2 mánuðum fyrir fund. Aðalfundur ræður
fundarstað.
Aukafund má halda, ef ekki færri en 5 félagar utan Reykja-
víkur senda stjórninni áskorun um það.
Afl atkvæða ræður á fundum. Þó verða eigi lagabreytingar
samþykktar nema % fundarmanna samþykki. Málum, sem eru
mikilsvarðandi, að dómi stjórnarinnar, fyrir alla læknastéttina,
skal þó skotið til skriflegra atkvæða allra lækna landsins.
8. gr. Hver félagi greiðir 100 kr. félagsgjald á ári. Af þessari
upphæð ganga 25 kr. i ekknasjóð svo og borgun fyrir Lækna-
blaðið, en afgangurinn sé laggður í sjóð til styrktar stéttinni á
þann hátt, sem félagið ákveður síðar. Ungir læknar, sem ekki