Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 13
hafa sett sig niöur, skulu þó ekkert árgjakl greiða, og 5 fyrstu
árin sem þeir starfa að eins hálft gjald.
9. gr. Reglur hefir félagið um framkomu lækna innbyrðis, er
allir félagar skulu skyldir að hlýða (Codex ethicus).
10. gr. Ef meiri hluti lækna landsins, sem í félaginu eru,
samþykkja að félagið gefi út tímarit, skal kjósa ritstjórn þess
með almennri, skriflegri atkvæðagreiðslu, svo sem fyrr er sagt
um stjórnarkosningu.
11. gr. Nú telur stjörnin, að einhver félagi hafi gert sig svo
sekan í brotum gegn Cod. eth., eða öðru athæfi, sem ósæmilegt
þykir fyrir stéttina, þá skal hún víkja honum um stundarsakir
úr félaginu og leggja málið til úrskurðar fyrir næsta aðalfund.
Á sama hátt skal fara með ágreining um það, hvort talca skuli
í félagið lækni, sem stjórnin hefir um stundarsakir synjað um
upptöku í félagið (sbr.,6. gr.).
Læknafélag íslands.
A læknaþingi 1929 var ársgjaldið fyrir 1930 ákveðið 100 kr.
fyrir eldri lækna og 50 kr. fyrir unga lækna og kandidata. Af
þessu tillagi er aftur greitt til ekknasjóðs og fyrir Læknablaðið.
Á læknaþingi 1930 voru þessi ársgjöld ákveðin 75 kr. og 50 kr.
Þetta er þó eigi svo að skilja, að læknar, sem ekki treysta sér
til að greiða svo há gjöld, geti ekki verið í félaginu. Þeir verða
þá að segja til, og hvað þeir treysta sér til að greiða. Þó getur
gjaldið eigi farið niður úr 50 kr., því tillagið til Ekknasjóðs er
25 kr. og til Læknablaðsins eiga að greiðast 15 kr. fyrir hvern
meðlim.
Læknar eru alvarlega áminntir um að greiða þessi gjöld sem
fyrst. Sérstaklega eru héraðslæknar og aðrir læknar i fjarliggj-
andi héruðum beðnir að gefa fjárreiðumönnum sínum hér um-
boð til þess að greiða þessi gjöld fyrir sig. Að öðrum kosti verð-
ur erfitt að vita hverja ber að telja meðlimi og hverja ekki;
hverjir vilja styrkja L. í. í viðleitni þess til að skapa isl. lækn-
um viðunanleg kjör, stéttinni og almennum heilbrigðismálum
eðlilega þróun og koma fram réttlæti í embættaveitingum.
Allir íslenskir læknar eiga að vera í Læknafélagi íslands.
Læknafélag Reykjavíkur.
Það var fyrst 2. október 1909 að 9 læknar í Reykjavík komu
saman á Hótel ísland eftir fundarboði frá kennurum læknaskól-