Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Side 14
14
ans. Fundarefnið var að ræða um Sjúkrasamlag Reykjavikur, sein
þá var að myndast, og var kosin nefnd í málið, en einnig var
félagsstofnun hreyft. Nefndin boðaði til fundar mánudaginn 18.
okt. 1909, og bar þá fram tillögu um stofnun Læknafélags Reykja-
víkur og frumvarp til laga fyrir félagið og var það í 2 greinum.
Var það samþykkt í einu hljóði og þar með stofnað félagið. Stofn-
endur voru Guðm. Björnson, Guðm. Hannesson, Jón Rósenkranz,
Júlíus Halldórsson, Matth. Einarsson, Sig. Magnússon, Sæm.
Bjarnhéðinsson og Þórður Thoroddsen. G. Magnússon (nefndar-
formaðurinn) var fjarverandi. Var hann kosinn formaður en G.
Hannesson ritari. 1. gr. laganna hljóðar svo: „Félagið heitir
Læknafélag Reykjavíkur. Það kýs sér formann og skrifara, til
eins árs í senn, og heldur fundi þegar formanni þykir þurfa
eða fjórir félagar óska þess.“ Ekki verður séð á bókum félags-
ins, að sú þörf hafi í byrjun oft kallað að, því að næsti félags-
fundur er dagsettur 4. febrúar 1911. Þá var G. H. kosinn for-
maður en Jón Rósenkranz skrifari. Á því ári eru þó haldnir
5 fundir alls, og á októberfundinum það ár var samþykkt að halda
fundi 2. mánudag í hverjum mánuði, vetrarmánuðina, i heim-
spekisdeild Háskólans, og helzt sú tilhögun ennþá,
Fyrsta erindi um læknisfræðileg efni í félaginu var um að-
ferð Calot’s á spondylitis tuberculosa, haldið af Guðm. Hannes-
syni 16. nóv. 1911. Á næsta fundi var rætt um krabbamein (G.
Bj.), þá um immunitet við berklaveikí (S. M.), ulcus duodeni
(M. E.) o. s. frv.
Það yrði ramma árbókarinnar ofvaxið, að gefa þó ekki væri
nema lauslegt ágrip, af öllum þeim málefnum, sem félagið hefir
skift sér af og látið til sín taka. Það hefir átt frumkvæði að
ýmsum merkilegum heilbrigðisráðstöfunum, t. d. í berkla-
og sullaveikis-vörnum. Frumkvæði að umbúðasmiður yrði
fenginn. Frumkvæði að ýmsum endurbótum í heilbrigðismálum
bæjarins, t. d. frumkvæði að bíl til sjúkraflutninga, læknaverði
í bænum að næturþeli, útrýmingu hunda, áhrif í mjólkureftirliti
og ístökumáli bæjarins. Það hefir stutt eftir megni Landsspítala-
málið og samþykt fjölda ályktana í þvi til þings og stjórnar, stutt
að stofnun Berklavarnafél. íslands og styrkt hjúlcrunarfél. Reykja-
víkur. Haft afskifti af lyfjasölu og áfengisreglugerð og brotið
upp á fjölda mála í Læknablaðinu. í stéttarmálefnum hefir það
átt frumkvæði að codex ethicus þeim sem nú gildir, frumkvæð-
ið að stofnun Læknablaðsins (9. febr. 1914 M. J. Magnús) sem
það enn gefur út, stofnun Læknafél. ísl. og var kosið í fyrstu
stjórn þess á félagsfundi 14. jan. 1918 (G. H., G. M., S. Bj.), gert
gjaldskrá fyrir lækna í Rvik, samninga við sjúkrasamlög og sér-
fræðingareglur og útvegað varðlækni bíl að næturlagi. Siðast