Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Side 15
15
en ekki sízt ber að minnast stofnunar StyrktarsjóSs ekkna og
munaðarlausra barna íslenzkra lækna. Ótalin eru öll þau mál-
efni, hreint læknisfræðilegs efnis, sem komið hafa fram i félag-
inu i fyrirlestrum eða umræðum, og er Læknabl. bezta heimild
um það.
Félagið hefir þannig frá byrjun starfað jöfnum höndum að
stéttarmálefnum, heilbrigðismálum og visindalegum læknisfræðis-
málefnum. Það hefir dafnað og færst í aulcana jafnt og þétt á
þeim breiða grundvelli og ‘lifað af alvarlegustu barnasjúkdóma
og stendur nú i blóma. Á það sina framtið sem fullveðja félag
undir skapgerð félagsmanna.
G. E.
Lög Læknafélags Reykjavíkur.
1. gr. — Félagið heitir Læknafélag Reykjavíkur (L. R.). Lög-
heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
Félagar geta þei'r einir orðið, sem lokið hafa embættisprófi
i læknisfræði, eru búsettir í Reykjavík eða nágrenni og eru með-
limir Læknafélags íslands.
2. gr. — Tilgangur félagsins er:
a. Að starfa að allskonar lækna- og heilbrigðismálum og vekja
áhuga á þeim, bæði hjá félagsmönnum og almenningi.
b. Að gæta fjárhagslegra hagsmuna félagsmanna, auka viðkynn-
ingu þeirra og efla samúð þeirra og stéttartilfinningu.
c. Að stuðla að vísindastarfsemi og framhaldsmentun i læknis-
fræði og því er að henni lýtur.
3. gr. —■ Stjórn félagsins skipa 3 menn: forseti, ritari og gjald-
keri. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til eins árs i senn. Þeir eru
skyldir að taka á móti endurkosningu að minnsta kosti einu sinni,
nema forföll hamli, er fundurinn tekur gild. Stjórnin annast all-
ar framkvæmdir félagsins, nema öðruvísi sé ákveðið.
4. gr. — Félagið heldur fundi annan mánudag hvers mánað-
ar, í mánuðunum október til maí, og aukafundi þegar stjórnin
telur þess þörf eða að minnsta kosti 4 félagsmenn óska þess.
Fundarefni reglulegra funda skal auglýsa félagsmönnum með
minnst 3ja daga fyrirvara, en aukafunda eftir því sem ástæður
leyfa.
Fundurinn er því að eins lögmætur, að hann sé löglega boð-
aður, og ályktunarfær ef Vs félagsmanna eru á fundi.
Nú reynist fundur ekki ályktunarfær, og getur þá stjórnin
kvatt til aukafundar, þó ekki fyrr en eftir viku, og skulu þá að
eins hin sömu mál á dagskrá. Sá fundur er ætíð ályktunarfær.
Á