Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Side 16
16
5. gr. — Aðalfundur skal haldinn í mars ár hvert. — Þessi
eru skyldustörf hans:
1. Stjórnin skýrir fró störfum síðasta árs.
2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.
3. Lagabreytingar, ef til kemur.
4. Stjórnarkosning. — Hver stjórnarmeðlimur skal kosinn sér-
staklega. Nú fær enginn, í hvert starfið sem er, meira en
helming greiddra atkvæða, og skal þá kosið aftur bundnum
kosningum um þá tvo, er flest fengu atkvæði. Hlutkesti ræð-
ur, ef atkvæði reynast þá jöfn.
5. Kosnir tveir endurskoðendur allra reikninga félagsins.
6. Árstillag ákveðið fyrir eitt ár í senn. —- Reikningsárið er
almanaksárið.
7. Læknablaðið. — Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
Læknablaðsins, kosið í ritstjórn þess (samkv. 6. gr.).
8. Ekknasjóður. — Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Ekkna-
sjóðsins og kosið í stjórn hans.
6. gr. — Félagið gefur út „Læknablaðið". Ritstjórn þess annast
3 menn, kosnir á aðalfundi til þriggja ára i senn, og gengur
einn úr hvert ár, eftir starfsaldri. Ritstjórnin skiftir með sér
störfum. Nú forfallast einn eða fleiri úr ritstjórninni, og er þá
félagsstjórnin skyld að sjá fyrir varamanni eða mönnum.
Læknablaðið skal að jafnaði koma út einu sinni í mánuði
hverjum. Verð þess skal ákveðið á aðalfundi hverjum til eins
árs í senn, en reikningsár þess er almanaksárið.
7. gr. — Félagið styður að viðhaldi og eflingu „Ekknasjóðs-
ins“, svo sem ákveðið er í skipulagsskrá hans.
8. gr. — Félagið beitir sér fyrir almenningsfræðslu um heil-
brigðismál og ákveður októberfundurinn nánar um það fyrir
hvert starfsár.
9. gr. — Félagið sér um læknavörð að næturþeli og á helgi-
dögum um sumarmánuðina, júní til september. Skyldir til að taka
þátt í varðlæknisstörfum eru allir þeir félagsmenn, sem stunda
almennar lækningar, enda geta ekki aðrir en þeir orðið varð-
læknar.
Undanþegnir skyldu þessari mega þó vera þeir læknar, sem
orðnir eru 50 ára að aldri, svo og aðrir læknar, er félagið kann
að veita undanþágu.
10. gr. — Félagslæknar hafa á hendi læknisstörf fyrir sjúkra-
samlög, eftir sérstökum samningum, enda skal það tilskilið, að
utanfélagslæknar taki ekki þátt í þeim störfum, meðan samn-
ingar standa.
Félagsmenn verða ásáttir um sameiginlega gjaldskrá fyrir
læknisstörf.