Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 17
17
11. gr. — Félagsmenn skulu skyldir að hlýta „codex ethicus“
L. í., en auk þess getur félagið sett meðlimum sínum nánari regl-
ur um hegðun í félags- og stéttarmálefnum.
12. gr. — Nú vill einhver gerast félagsmaður, og skal hann
þá tilkynna það stjórninni. Getur hún þá veitt honum upptöku
til bráðabirgða, en bera skal hún hann upp til samþykkis á næsta
reglulegum fundi.
13. gr. — Félagið getur kosið heiðursfélaga og kjörfélaga,
lækna, visindamenn eða velunnara félagsins. Skal það gert á
fundi, enda greiði % fundarmanna þvi atkvæði.
14. gr. — Stjórnin getur til bráðabirgða vísað mönnum úr
félaginu, ef hún telur ástæðu til; en stjórnin skal bera brott-
rekstursmálið upp til úrskurðar á næsta reglulegum félagsfundi.
Sakborningur getur þó vísað úrskurðinum til gerðardóms samkv.
codex ethicus. Ekki hefir þó málskot hans áhrif á brottrekstur-
inn meðan á því stendur.
15. gr. — Nú greiðir félagsmaður ekki gjöld sín til félagsins
samfleytt í 2 ár, og getur hann þá ekki lengur talist félagsmað-
ur, unz hann greiðir gjöld sín að fullu.
Læknar, sem hættir eru læknisstörfum fyrir aldurs sakir eða
sjúkdóms, skulu undanþegnir félagsgjöldum, svo og þeir aðrir,
sem félagið ákveður.
16. gr. — Lögum þessum má breyta á aðalfundi, enda skulu
þá tillögur um breytingar fylgja fundarboðinu. Lagabreytingar
eru þvi að eins lögmætar, að fullur helmingur félagsmanna sé
á fundi og % þeirra greiði þeim atkvæði.
Nú er aðalfundur ólögmætur sakir ónógrar þátttöku, og skulu
þá breytingatillögurnar bornar upp á næsta fundi, sem stjórnin
kveður til innan mánaðar, og ræður þá afl atkvæða.
Bráðabirgðarákvæði.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Núverandi stjórn er rétt kosin
til aðalfundar í mars 1931. Næsta reikningsár nær frá 1. október
1930 til 31. desember 1931.
Skipulag styrktarsjóðs ekkna
og munaðarlausra barna íslenzkra íækna.
1. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja þurfandi ekkjur is-
lenzkra lækna og munaðarlaus börn þeirra.
2. gr. Sjóðurinn er stofnaður af Læknafélagi Reykjavíkur,
2