Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 18
r
18
enda leggur félagið fram 1000 — eitt þúsund — krónur sem stofn-
fé og árlega þriðjung af greiddum félagsgjöldum um næstu 10 ár.
Stofnféð má aldrei skerða.
3. gr. Stjórn sjóðsins hafa á hendi 3 læknar og kýs Lækna-
félag Reykjavikur þá á aðalfundi, einn þeirra úr flokki héraðs-
lækna.
Stjórnin skiftir með sér störfum, en öll ber hún ábyrgð á
sjóðnum.
Stjórnin skal kosin til 3ja ára i senn, en þó svo, að einn fer
úr stjórninni ár hvert, hin fyrstu árin eftir hlutkesti, er Lækna-
félagið lætur fara fram, en síðan sá, er lengst hefir verið i stjórn.
— Endurkosning á stjórnarmönnum má fram fara.
Stjórnin vinnur endurgjaldslaust, en nauðsynleg útgjöld fær
hún endurgreidd.
4. gr. Tekjur sjóðsins eru árleg tillög lækna svo og annara,
er sjóðinn vilja styrkja. Ennfremur gjafir, áheit og aðrar tekj-
ur, er sjóðnum kunna að berast.
Stjórnin tekur og fé til geymslu og ávaxtar aðra sjóði (legöt),
er ánafnaðir kunna að verða í þvi skyni að styrkja ekkjur ís-
lenzkra lælrna og munaðarlaus börn þeirra, og úthlutar styrk
þeirra eftir settum reglum.
5. gr. Til styrktar þurfandi ekkjum og munaðarlausum börn-
um skal úthluta árlega % — tveim þriðju hlutum — af greidd-
um tillögum liðins árs, svo og % — tveim þriðju hlutum —-
af vöxtum af stofnsjóði. Einn þriðja hluta greiddra árstillaga
svo og einn þriðja hluta vaxta af stofnsjóði, skal leggja við
stofnsjóð og ávaxta með honum.
Allar gjafir, álieit og aðrar tekjur sjóðsins skulu leggjast við
stofnsjóð, nema gefendur ákveði öðruvisi.
Styrkurinn skal að jafnaði véra ekki minni en 300 krónur
handa hverri ekkju, sem styrk fær af sjóðnum, og ekki minni
en 100 krónur handa hverju barni.
Telji sjóðstjórnin ekki þörf á að úthluta allri þeirri fjárhæð,
sem heimilt er að veita, skal fé það, sem umfram er, laggt í
stofnsjóð.
0. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Skal sjóðstjórn-
in fyrir lok marsmánaðar ár hvert hafa gert reikningsskil fyrir
liðið ár. Skal reikningurinn þá, ásamt fylgiskjölum, sendur Lækna-
félagi Reykjavíkur, sem lætur þegar endurskoða hann og gefur
stjórninni kvittun. — Auglýsir stjórn sjóðsins þá þegar, hve
mikill styrkur komi til úthlunar það ár, og ákveður, fyrir hvaða
tíma umsóknir, stílaðar til sjóðstjórnarinnar, skuli vera komnar
henni í hendur. -— Þó er stjórninni heimilt að úthluta styrk án
umsóknar, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
L