Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 19
19
Útborganir á styrk fara fram í byrjun septembermánaðar ár
hvert.
7. gr. Stofnféð skal varðveitt í bankavaxtabréfum Landsbank-
ans, Ræktnnarsjóðsbréfum eða öðrum jafntryggum verðbréfum.
— Annað fé sjóðsins skal ávaxtast í Landsbankanum sem venju-
legt sparisjóðsfé.
8. gr. Skipulagi sjóðsins má breyta eftir 2 umræður á reglu-
legum fundum Læknafélags Reykjavikur, enda sé breytingarinn-
ar getið i fundarboðinu. Nær breytingin gildi sé hún samþykkt
með % greiddra atkvæða, að fengnu áliti sjóðsstjórnarinnar.
Reglur um sérfræðinga.
1. gr. Enginn læknir, sem er í Læknafélagi íslands, má
kalla sig sérfræðing, nema hann fullnægi skilyrðum þeim, er
hér fara á eftir.
Hann verður, að afloknu embættisprófi, að hafa stundað al-
mennar lækningar í 2 ár eða gegnt kandidatsstörfum í 1 ár i
spítaladeildum fyrir kírúrgiska og medicinska sjúkdóma.
Ef sérfræðigreinin er kirurgi eða medicin, skal hann hafa
gegnt spítalastörfum i sérdeildum i þeirri grein i 3 ár (og geng-
ið á poliklinik í eitt misseri af þessum tíma).
í yfirgripsminni sérfræðigreinum nægir tveggja ára nám í
sérdeildum. Til tannlækinga skal þó að eins krafist eins árs
sérnáms og ekki annars.
2. gr. Sérhver læknir, er vill hljóta viðurkenningu sem sér-
fræðingur, skal sanna fyrir stjórn Læknafélags íslands og tveim
læknum, sem hún velur sér til aðstoðar, að hann hafi fullnægt
skilyrðum þeim, sem sett eru i 1. gr. Stjórnin metur eftir föng-
um, hvort sérnámið muni vera svo víðtækt og rækilegt, sem
þurfa þykir. Stjórnin tekur til athugunar, hvort umsækjandi
hefir að einhverju leyti iðkað lækningar i sérgrein sinni, áður
en hann tók að búa sig undir sérfræðinám sitt (t. d. ophthalmo-
skopi, aðstoð við skurðlækningar o. s. frv.), og ennfremur, hvort
Umsækjandi hefir starfað að einhverju leyti sem fastur spítala-
lælcnir, meðan á sérnáminu stóð, eða einungis sem framandi
læknir á spítalanum. Ef slíkar ástæður eru fyrir hendi, skal
stjórnin taka tillit til þess, og má þá stytta námstímann.
3. gr. Lælcnar þeir, sem starfað hafa að sérlækningum, áður
en þessar reglur ganga i gildi, skulu á sama hátt og aðrir senda
umsókn til viðurkenningar, til stjórnar Læknafélags íslands. En
þegar dæmt er um þá, skal eigi aðeins taka tillit til þess tíma,
2*