Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 22
r
22
maður að fá einhvern annan lækni, er það heimilt, enda greiði
hann þá sjálfur læknishjálpina.
Þurfi að flytja vistmann brott til uppskurðar eða annarar
læknishjálpar í sjúkrahúsi, er allur kostnaður, sem af þvi leiðir,
Elliheimilinu óviðkomandi, og sömuleiðis útfararkostnaður, ef
til kemur. S. Á. Gíslason.
Rauoi Kross íslands.
Rauði Kross íslands er stofnaður 1924. Lög dags. 10. des. 1924.
Viðurkenndur af stjórnarnefnd Rauða Krossins í Genf 1925. Gekk
sama ár i Rauða Kross bandalagið.
Formaður: Björgúlfur Ólafsson læknir, Bessastöðum.
Merkjasöludagur: Oskudagurinn.
Tala meðlima: 1400.
flefir hjúkrunarkonu i Sandgerði á vertíðinni. Er í þann veg-
inn að reisa þar dálítið sjúkraskýli.
Heldur stutí námsskeið í hjúkrun og hjálp i viðlögum víðs-
vegar um land.
Hefir 2 sjúkrabifreiðir í Reykjavík.
Rauða Kross deildin á Akureyri hefir hjúkrunarkonu, sem auk
almennrar hjúkrunar vinnur sér í lagi við berklavarnarstöðina
þar. Þar er veitt rannsókn og ráðleggingar í berklaveikistilfellum.
Ennfremur skoðar hún skólabörn og gefur þeim ráðleggingar.
Allt undir forsjá formanns deildarinnar, Steingríms Matthías-
sonar læknis. — Deildin fær bráðlega sjúkrabifreið.
Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna.
Stofnað 1920. Stéttarfélag lærðra íslenzkra hjúkrunarkvenna.
Félagatala 74.
Námstími 3 ár. ínntökuskilyrði: Gagnfræðamentun eða nám
hliðstætt því. — Aldurstakmark: Yfir 20 ára og undir 30 ára. —
Heilsufar skv. útsendum læknisvottorðseyðublöðum.
Formaður félagsins er frú Sigríður Eiríksdóttir, Tjarnargötu
14, sími 1900, er gefur allar upplýsingar, og hjá henni fást eyðu-
blöð undir inntökubeiðnir og læknisvottorð.
Hvíta bandið.
Stofnað ca. 1903, sem deild úr alheimsfélagi með sama nafni.
Góðgerðafélag um sjúkrahjúkrun og sjúkrastyrk. Hefir nú síð-
ast safnað í húsbyggingarsjóð og ætlar á þessu ári að byrja á
byggingu fyrir sjúklinga.
Formaður er Ingvéldur Guðmundsdóttir frá Kópavogi, Bergi
við Laugaveg.
L