Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 24
24
Ljóslækningastofa Katrínar Thoroddsen.
lívartsljós 28,00 kr. á mán. Geislun annanhvern dag. Kolboga-
ljós 60,00 kr. á mán. Geislun annanhvern dag. Staðgeislun með
Sollux 2,00 kr. i hvert skifti. Höfuðljósbað 2,00 kr. i hvert skifti.
— Stofan er á Laugavegi 11, fyrstu hæð.
Landsspítalinn.
Sjúkrarúm sem stendur 92, þar af 40 i lyflækningadeild, 40
í skurðlækningadeild og 12 í fæðingardeild.
Dagskostnaður (læknishjálp, lyf og umbúðir innifalið) 6 kr.'
á sambýlisstofum, en 12 kr. á einbýlisstofum. Fyrir sjúkrasam-
lög, berklasjúklinga Ríkisins og börn innan 12 ára er dags-
kostnaður þó aðeins 5 kr. Útlendingar (aðrir en Danir) greiða
12 og 24 kr. á dag. Sjúkl., sem liggja mjög lengi, fá afslátt.
Berklavarnafélag íslands
tók við af gamla Heilsuhælisfélaginu. Beitir sér fyrir ýmsu við-
víkjandi berklavörnum samkv. lögum félagsins.
Formaður Magnús Pétursson, bæjarlæknir.
Sct. Josep’s spítali,
Landakoti, er stofnaður 1902. Sjúkrarúm 90. Verð: Ein og tví-
býlisstofur 7 kr., sambýlisstofur 5 kr. fyrir fullorðna, en 4 kr.
fyrir börn. Læknishjálp, lyf og umbúðir aukalega.
Sama stofnun, Hafnarfirði.
Stofnuð 1926. 50 rúm. Sama verð.
Ýms fróðleikur.
Intoxicationes acutae.
Ekki er ávalt létt að ákveða, að um bráða eitrun sé að ræða.
Sjúklingarnir hafa oft tekið inn eitrið til þess að stytta sér ald-
ur, og er því lítt mark takandi á framburði þeirra, þó við með-
vitund séu, og gefið gætu upplýsingar. Auk þess hafa þeir oft
falið eða eyðilagt glös eða hylki, sem eitrið var í, til þess að
villa aðstandendum og lækni sýn.
Sumar eitranir gefa allskýr klinisk einkenni (strychnin, mor-
phin), og svo má auðvitað grípa til efnarannsókna á magavökva
eða þvagi.
En ef um eitrun er að ræða, ríður mjög á að eyða ekki tíman-
um í óþarfar rannsóknir, heldur hefjast þegar handa, jafnvel þó
að eins sé við grun að styðjast.
Venjulega hefir eitrið verið tekið pr. os, og má því búast við
að nokkuð af því sé enn óbreytt í maganum, jafnvel þó að nokkr-
ar stundir séu liðnar. Er því fyrst og fremst gripið til magaskol-
unar. Skola skal með miklu af volgu vatni (10—15 lítrum), og