Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 25
jafnvel endurtaka skolunina ef t. d. um morfineitrun er að ræða,
vegna þess aÖ morfin, sem hefir resorberast, útskilst að nokkru
aftur í maganum. Ef tæki vanta til útskolunar, má reyna að
láta sjúklinginn kasta upp. UppsölumeSal sem allsstaðar má ná
í, er grænsápa — 1 teskeið i pela af volgu vatni. Auk þess má
framkalla uppköst meS því að kitla kokið ineð fingri eða fjöð-
ur. Stöku sinnum er magainnihaldið þannig, að það stýflar slöng-
una, og er þá nauðsynlegt að láta sjúklinginn kasta upp. Önnur
uppsölulyf eru chlor. apomorphic 0,01—0,02 subcutant, rad. ipec.
pulv. gr. 1—2 eða sol. sulph. cupr. 1—50, 1 teskeið hvað eftir
annað, ef með þarf.
Ef sjúkl. er í coma, er mjög hæpið að emetica verki, og getur
auk þess verið hættulegt að nota þau, ef svo stendur á.
Annars er ávalt rétt að tæma tractus intest. með þvi að gefa
laxantia (sulf. natr., sulf. magnes. eða ol. ricini. 01. ricini þó ekki
við phosphoreitrun) eða clysma. Við alkaloideitranir er auk þess
gefið tannin (0,10—0,30 oft á dag) eða carbo animalis, sem
adsorberar eitrið að meira eða minna leyti.
Annars hafa hin eiginlegu móteitur minni þýðingu, nema helzt
við caustiskar eitranir, þar sem magaskolun er auk þess oft
contraindiceruð.
Oft má flýta fyrir að eitur skiljist út úr likanmum með því að
gefa mikið að drekka og diuretica. Stundum hjálpar líka blóð-
taka og physiologiskt saltvatn intravenöst.
Gæta verður þess vel, að hlýtt sé þar sem sjúkl. liggur, eða
hlúa vel að honum. Oft verður að gefa stimulantia við collaps,
morfin við verkjum, beita respiratio artificialis oxygeninhalation
etc., ef ástæður eru til.
Fer hér á eftir einkenni og meðferð algengustu eitrana.
Einkenni. Meðferð.
Hypnotica.Opi- um og opium al- kaloidar (Mor- phin, codein etc.) Somnolens, coma, mios- is, areflexia iridis et corneae. Respirations- og hjartaparalysis. Endurtekin magaskol- un. Reyna að lialda sjúldingnum vakandi. Tannin, kaffi eða carbo animalis, stimulantia. Gæta þess, að sjúkl. kólni ekki. Við morphin eða opiumseitrun: 1 milligr. atropin subcu- lant. Við chloraleitrun 3—5 milligr. nitr. strychn. subcut.
Hydras chlora- licus, veronal og önnur skyld hypnotica. Somnolens, coma, oftast miosis, cyanosis, hypo- thermia, hypotonia. Re- spirations- og hjarta- paralysis.