Alþýðuhelgin - 23.01.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 23.01.1949, Blaðsíða 2
1$ ALÞÝÐUHELGIN hægt að auglýsa bók of mikið og hrottalega. Sala í ljóðum, leikritum og smá- sögum er yfirleitt lítil, þótt undan- tekningar séu írá þeirri reglu. Af ljóðskáldum nútímans seljast Davíð og Tómas ágætlega, og heildarútgóf. ur eldrí ljóðskálda seljast jafnt og þétt. Fólk úr öl.lum stéttum og á öllum aldri kaupir bækur. I>ess sjóst engin merki, að æskulýðurinn sé að hætta bókalestri og bókakaupum. Æsku- fólk, einkum piltar, kaupa mikið af bókum, skáldrit, timarit og handbæk- ur. Stúikurnar kaupa einnig sögur og skemmtirit. Er það áberandi, hve sal- an vex á föstudögum og laugardög- um. Þegar unga fólkið fær útborguð vikulaunin sín, bregður það sér oft inn í bókabúð og kaupir sér bók eða tímarit að lesa. Þetta er regla allt árið um kring. Tel ég vafalaust, að haegt só að selja miklu meira af vel völdum er- lendum skáldsögum, ef þær íengj- ust ó góðu verði. Þær hafa yfirleitt þótt of dýrar. En mikið veltur á því, að eigi væri þá valið mikið af rusli til þýðinga, heldur frambærilegar sögur. Loks vil ég mimiast á.j hlnn algera skort erlendra böka. Daglegá er spurt ei'tir útlendum' þókum og tímaritum, en svarið hefur nú helzt til lengi verið hið sama: ,,Því miður ekki til.“ Er þess að væntá, að. eitthvað rakni úr í því efni á þsssu ári. LÁRUS BL. GUÐMUNDSSON: „Ódýrar bækur seljast miklu betur en þær, sem dýrari eru.“ Bóksalan í ár mun liafa verið nokk- uð svipuð og undanfarin ár. Aldrei hefur komið eins áberandi í ljóá og fyrir þessi jól, að fólk lætur sig veru- legu máli skipta verðlag' bólca. Ódýr- ar bækur seljast miklu betur en þær, sem dýrari eru. Arið 1947 hafði eignakönnunin óreiðanlega ■ allmikil áhrif á bóksöl- una siðustu mánuði ársins, og var þá ekki eins mikið hugsað um, hvað bækurnar kosluðu. Reynslan bendir því til þess, að fólk hefur enn sama áhuga og áður á að eignast bækur, en verð þeirra hefur nú talsverð áhrif á söluna. Metsölubækirrnar voru aðallega ís- lenzku ævisögurnar (Ingólfs Gísla- sonar, Árna Þórarinssonar, Hendriks Ottóssonar og Gunnars Ólafssonar) og nokkrar þýddar skáldsögur (Dag- við ský, í leit að liðinni ævi, Fox- ættin í Harrow, Þau, mættust í myrkri, Ben Húr o. fl.). Ennfremur seldist mjög vel ein íslenzlt skáldsaga, Dala- Hf. 1 samTTandi við sölu á b*rnabókum er rétt að það komi fram, að einn innlendur höfundur, Stefán Jónsson, kennari, virðist skara fram úr öllum öðrum hvað vinsældir snertir. Enn sem fyrr er reynslan sú, að af íslenzkum bókum eiga ævisögur og þjóðleg fræði mestum vinsældum og öruggastri sölu að fagna. Um sölu ljóðabóka er það að segja, að telja má á fingrum sér þau ljóð- skáld samtíðarinnar, sem náð hafa þeim vinsældum hjá abnenningi, að bækur þeirra seljist vel. Ég tel að ekki sé hægt að flolcka þá niður, sem kaupa bækur, þvi bóka kaup eru svo almemi meðal allra stélta, að ekki verður með neinum rétti gert upp á milli. Þess má þó geta, að unga fólkið virðist ekki vera eftirbátur hinna eldri í því að hafa mikinn áhuga á bókakaupum. Ritdómar vissra manna hafa veru- leg áhrif á bókasölu. Þó eru hinir miklu fleiri, sem um bækur rita, er litil áhrif hafa á sölu þeirra. . Hvað auglýsingum viðvíkur, þá er þöð að sjálfsögðu með bækur eins og ahnað, að auglýsingar hafa veruleg áhríf. Þó virðist mér að auglýsinga- áróðurinn gangi nokkuð langt stund- um og liafi síður en svo tilætluð áhrif. Fýrir 4—5 árum gekk hér yíir áskriffaalda í sambandi við þækur. Á þessum áriun hefur mörgum af þessum áskriftaútgáfum skolað fyrir borð. — Er það végna þess, að fólk hefur sanníærzt um, að slíkar útgáfur þola ekki samanburð við hinn frjálsa markáð og oft er lætt inn á milli bókum, sem enginn markaður er fyr- ir. Enn fremm- hefur reynslan sýnt, að þrátt fyrir gefin loforð um fyrsta flokks pappír, prentun og bókband, hefur viljað brenna við að talsvert vantaði á að þessi loforð væru iialdin. Er almenningur því orðinn mikiu varkárari gagnvart áskriftasöfnunum, og það ekki að ástæðulausu. Að lokum tel ég það skyldu mína sem bóksala, að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem hér ríkir nú, vegna skorts á útlendum bókum og tímaritum. Það mun einsdæmi í lýðfrjálsu landi, að til slíkrar stöðvunar hafi komið á innflutningi hins ritaða máls frá nágrannaþjóðunum. Á ég hér ekki sízt við bókmenntaleg, fræðileg og tæknileg ei'ni. Er skortur þessi hvað tilfinnanlegastur vegna þess, að við erum aðeins skammt á veg komn- ir í þessum efnum, og því enn þá ríkari þörf fyrir að fylgjast með bók- menntalegum og fræðilegum nýjung- um og tæknilegum framförum með þeim þjóðum, sem fram úr skara. Auk þess tel ég að norræn samvinna bíði við það nokkum hnekki, að ekki skuli fást hér bækur og blöð frá hin- um Norðurlandaþjóðunum: OLIVER STEINN (Bókaverzlun ísafoldar): „Enn eru íslendingar ljóðelskir, og á því sviði er bókmennta- smekkur landans þroskaðastiu-.“ Á tímum gjaldeyrisskorts og inn- flutningshafta vill raunln oft verða sú, að fátt verður tjl af hentugum tækifærisgjöfiun. Þegar það svo bæt- ist við, að svo naum skömmtim er gengin í garð, að mæður geta ekki

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.