Alþýðuhelgin - 12.02.1949, Qupperneq 7

Alþýðuhelgin - 12.02.1949, Qupperneq 7
ALÞÝÐUHELGIN 47 HREPPSNEFNDARVfSUR Þorsteinssonar á Arnarvalni. Séra Árni líka or oddviti furðu seigur. Prófasturinn eignar sér allar sínar eigur. 2- Svo er líka Sigurður. Svipur heitir jórinn. Harður og þurr sem þyrsklingur, tykkur er ó honum bjórinn. 3- Svo er annar Sigurður, sá er nafna verri, grunneygur og gáfaður. Ormur bjó á Knerri. Svo er líka Sigurjón, Grímsstaðabúi bjó hann. At hann bankabygg og grjón, korn og rúg — svo dó hann. Siðast nefnum Pétur vorn i ganglaginu fráan, hreppsnefndarinnar hringjuþorn. Húsfrú Þóra á hann. Visur þessar eru ortar um hrepps, nefnd Mývetninga, líklega skömmu Gftir 1890. Hreppsnefndarmennirnir voru: Sira Árni Jónsson á Skútuslöðum, Sigurður Jónsson í Baldursheimi, Sigurður Magnússon á Arnarvatni, Sigurjón Kristófersson á Grims. stöðum, Pétur Jónsson á Gautlöndum. Vísunum fylgdi aukavísa um Sigur- i h Jónsson á Geirsstöðum, sem gegndi því embættisverki fyrir Mý. Vetninga að mala korn þeirra í vatns. Jnyllu, er hann átti sér i kvísl úr axá hjá bæ sínum. Sú vísa er þann- Jg: Seigur hestur það er vist, Geirastaða.Skjóni. Mylluhjólið einlægt snýst hjá gamla Sigurjóni. Áuðvitað var kveðskapur þessi gerður í blóra við eitthvert leirskáld, en víst kenndu menn þegar mark Jóns Þorsteinssonar. Hann svaraði til: „Það er auðheyrt, að eirJiver hefur kveðið, sem ekki kann að yrkja.“ VÍSUR ÞORVARÐAR TOTA. Ekki átti Jón á Arnarvatni langt að sækja skáldskapargáfu þá, sem birtist í hreppsnefndarvísum. Ömmu. bróðir hans í móðurætt var Þorvarð- ur Alexandersson, þurrabúðarmaður í Húsavík, auknefndur tota. Hér fara á eftir tvær vísur hans og ekki ortar í blóra: Um Péiur í Reykjahlíð. Guðfinna heitir baugagrér með blóma ljórum. Býr hún þar með manni stórum og með honum syngur kansílórum. Um ICálfastrandarbræður. Kálfastrandarbræður báða bið ég um gálu. Seggi þá á svelli hálu signi ég með mærðarfálu. * Böðlavísa. Þegar Ólafur Árnason var sýslu. maður í Barðastrandarsýslu á ^yrri hluta 18. aldar, var þar róstusamt og mikið um málaferli og afbrotamenn. Sýslumaður var harður og refsigjarn og hafði því eigi minna en tvo böðla til að flengja þá sýslubúa^pr að hans dómi höí'ðu til þess unnið. Böðlarnir hétu Jón og Skafti og voru bræður. Um þá var þessi vísa kveðin: Bræður tveir á Barðaströnd búnir eru að strýkja, Skafti og Jón með skálkahönd, skulu þeir lengi ríkja? (Lbs. 403, 4to). Kvöhlvers. Gu.ðrún, ráðskona hjá Gísla á Þorp. um x Kirkjubólshreppi í Stranda. sýslu, var eitt sinn á grasafjalli með fleiri stúlkum. En þegar þær lögðust til svefns, fór ein stúlkan að lesa bænir sínar í hálfúm hljóðum; en Guðrún var vakandi og heyrði hana lesa þetta vers: Nú leggst ég í sængina mína, sem drottinn minn sæll í gröf sína. Liggur minn búkur ber, blessaður guð á höfði mér, englar lians á fótum mér, og Pétur og Páll á, miðri mér, nllir liei^agir utan með og amen. (Þjóðs. J. Á.). Geir biskup Vídalín. Geir biskup var fjarskalega feitur á efri árum sínum og gekk með ístru mikla. Einu sinni mætti bóndamaður honum á förnum vegi í Reykjavík og var sá talsvert kenndur. Hann þekkti ekki biskup, en þótti hann vera heldur bústinn og sagði við hann: „Skelfing ert þú feitur, lagsmaður, þú sveltur víst ekki.“ Biskup sagði, að því færi nú betur. Maðurinn fór nú mörgum orðum um ístru biskups, og tók liann því öllu vel. Loksins spyr maðurinn biskup, hvað hann lieiti. Biskup segist heita Geir. „Hvers son?“ „Jónsson“. „Það er þó ekki biskupinn okkar, vænti ég?“ „Svo á það að heita“, svarar biskup. „Meir en svo“, sagði maðurinn, „en hvernig stendur nú annars á því, að þú skulir hafa svona mikla bumbu?“ „Það er nú meinið mitt, barnið mitt“, svaraði biskup og fór leiðar sinnar. — Sýnir saga þessi meöal amiars, hve Geir biskup var ljúfur og lítillátur við hvern, sem í hlut átti. (Þjóðs. Ól. Dav). Draumvísa. Guðmundur hét maður, Jónsson, er drukknaði ofan um ís á Gilfsfirði. Hann var hagyrðingur. Litlu síðar dreymdi Jón hreppstjóra Ormsson að Króksfjarðarnesi, að Guðmundur kænxi til sín og kvæði vísu þessa: Guð af sinni mildi mest mér í fauna banni upp gaf syndir allra bezt, aumum göngumanni. (Gráskinna G. K.) Feigðarboði. Hrafn situr á hárri stöng, höldar mark á taki: ei þess verður ævin löng, sem undir býr því þaki. (Sveinn Sölvason). ---- •» -----------------

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.