Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 2
82 ALÞÝÐUHELGIN Þegar skipið kora á land, var lítið eitt farið að flseða. Varð því allt erfiðara við að eiga um björgun á vörunum úr þvx. Ottó Wathne fékk þann, sem þetta ritar, til að vaka á strandstaðnum ásamt einum skipsmanni íslenzkum, er Guðmundúr hét Jónsson, mig minnir ættuðum frá Eyjafirði. Hann sagði mér mjög greinilega, hvernig allt gekk til á skipinu í ísnurn, og fer hér á eftir frásögn hans eftir því, sem ég bezt man: „Um miðjan dag á miðvikudag lögðumst við út af Fáskrúðsfirði. Var hægur NA-vindur, en bjart. Þegar við komum ■ móts við Gerpi, mættum við ísspöng, sem sýndist bæði þétt og stór ummáls. Var þá siglt til hafs og komumst við þá í auðan sjó eða vök, sem sýndist ná langt norðaust- ur eftir. Við héldum eftir vökinni og komumst móts við Norðfjarðar- flóa. Þá varð ísbreiðan svo þétt og stór, að ekki varð lengra komizt. Þá vildi skipstjórinn, Tönnes Wathne, snúa við og freista að komast á suð- urfiröina. En Ottó Wathne sagði: „Nei, við skulum til Seyðisfjarðar á næsta norðurfalli“. ,— Nú var kom- inn fimmtudagur. Okkur rak nú með ísnum suður og inn á Sandvík sunn- arlega. Grisjaði ísinn á fallaskiptun- um, svo að auð vök sást alla leið að Barðsnesshorni. Var nú eftir skipun Ottós skipinu haldið í vökina og farið norður víkina. Þegar kom að Horni, var ísinn svo þéltur, að livergi sást í auðan sjó norður undan. Vildi Tönnes nú halda suður, meðan ísinn þétti ekki meir, svo að skipið festist ekki alveg í ísnum, cn Ottó Wathhe var ósveigjanlegur fró sínu fyrra áformi. Vcr skipið í ísnum sunnan við I-Iornið undir ófærum hömrum yfir föstudagsnóttina. Undir morgun- inn tók það lítils háttar niðri og kom að því noklcur leki. Á skipinu voru sex kvenmenn, þar á meðal Guðrún, kona Ottó Wathne. Líka voru nokkrir farþegar, bæði ís- lenzkir og norskir. Var nú mörgum farið að líða hálfilla og eklci mikið sofið þá nótt. Um kl. 7 á föstudagsmorgun á flóð- inu losnaoi skipið, og ísnum kippti í sundur suður Sandvikina. Var þá sett full ferð á skipið og því stefnt suður. Átti að hleypa því á land í Sandvílc, en ísinn sýndist alls staðar svo þéttur, að ckki virtist viðlit að brjótast gegnum hann. Var því hald- ið áfram fullri ferð. Þegar kom. að Gerpi, var þar samföst ísspöng, en auð völc suður nreð landi að sjá. Nú var því ekki annað hægt en að hleypa skipinu á spöngina með fullri íerð og brjótast gegn. Þetta tókst. Skipið komst gegnum ísspöngina, en það brontaði á það svo stórt gat, að útlit var fyrir að dælurnar hefðu ekki við að aæla sjónum út. Var þá opnuð lest og tveir 200 punda rúgmjölssekk- ir settir í gatið. Við það minnkaði ^lekinn svo, að dælurnar höfðu við að mestu. Líka var unnið að því að láta vél- ina kasta út hverju, sem hendi var næst, til að létta skipið. Nú var margháttað líf á skipinu: kvenfólkið kveinaði og margir karl- menn sýndust slegnir. Ottó Wathne með sinni þrumuraust skipandi fyr- ir um allt og öllum. Hann sagði við Guðrúnu konu sína, þegar hún og hinar konurnar komu kveinandi af hræðslu, þar sem hann stóð sem bjargfastur klettur og skipaði xyrir: ,,Nú er ekki tími til að gráta. Farið þið undir þiljur, ef þið eruð hrædd- ar, og verið ekki fyrir hér“. Þrátt fyrir allar aðgerðir jókst allt- af sjórinn í skipinu. Vökin lá opin með Gerpi inn með Vaðlalandi. Nú kom annar vélamaðurinn upp og sagði, að svo mikill sjór væri kominn í vélarúmið, að búast mætti við að ketillinn spryngi á hverri stundu. Væri því orðin fullkomin lífshætta að vera niðri í vélarúminu. En nú var ekki miskunn hjá Manga. Ottó stappaði fótum niður í þilíarið og skipaði honum niður og kynda undir kötlunum sem unnt væri. Þannig var böðlazt áfram, unz skpið rann upp á klöpp utan við Vaðlahöfn. Var það allt jafnsnemma, að skipið rann upp á klöppina og flestir eða allir duttu á skipinu og ketillinn spakk, enda sögðust véla- mennirnir hafa oröið að standa í kné í sjó. Fólkið fluttist á land í skipsbátun- um. Vegalengdin var um 4 faðmar, og kömust allir svo, að engan sakaði neitt cða vætti fót. Þegar Ottó Wathne kom upp á klöppina síðastur allra, vatt hann sér við, leit á skipið og sagði í viðk'væmum róm: ,,Far vel, Miaca“.“ Vaðlvíkingar komu nú fljótt ó vettvang til að bjarga. Náðist mest af vörum þeim, er eftir voru í efri framlest, óskemmdar, fyrsta daginn, og nokkuð efst úr efri afturlest. Á laugardaginn var haldið áfram að bjarga. Komust þá töluvert miklar vörur í land af ýmsu tagi, þar á með- al margir kassar af bayersku öli. Var verlcafólkinu leyft að nota sér þá vöru eftir vild. Þótti mörgum það á- gætur fengur, en mikil töf þótti vera að ná töppunum úr, því að ekki geklc það nema með tappatogara, en beir voru heldur fáir þar. Tóku þeir, sem umfsvifamestir voru, því það snjall- ræði að brjóta stútana og þamba þannig úr þeirri hálsmjóu ,,brúnku“, en margur þeirra, er það gerði, sást með blóði roðnar varir. Voru þeir og látnir heyra það, að ekki sp;llti það, „bjórnum", þótt þeir drykkju sitt eigið blóð með. Á þeim árum voru heldur lítil húsakynni í Vaðlavík til að taka á móti svo mörgum gestum, en það gekk allvel. Farþegunum var skipt á bæina. Yfirmenn skipsins fengu skemmu, tjölduðu hana með segluin og bjuggu þar. Fjárhús allgott var útbúið fyrir skipsmenn. Töldu allir, að sér liði vel eftir aðstöðu. Af íslenzkum farþegum man ég eftir Jóni Bergssyni, . Egilsstöðum, Lars Kristjáni, SaTidi í Mjófirði, og Þorsteini Jónssyni, Kirkjubóli í Norðfirði. Farþegar fóru allir dag- inn eftir til Eskifjarðar í hálfvondri færð. Á sunnudaginn komu menn til vinnu eins og vant var, en þá sagði Ottó Wathne „stopp“. Það yrði ekki unnið meira að björgun fyrr en bú- ið væri að selja á uppboði skip og vörur. Tók margur það fyrir að gera harða hríð að ölflöskunum, svo.að úr varð allmikil ölvun. Sýslumaður var þá á Eskifirði Jón Ásmundsson, prófasts að Odda á Rangárvöllum Jónssonar. Hann skrifaði sig ávallt Jón Johnsen. Hann hafði sent á strandstaðinn tvo norska slcipstjóra til að líta á, hvort skipið væri lögiega strandað. Þessa menn vildi Ottó Wathne ekki taka full- gilda. Fékk á sunnudaginn mann til að fara á Eskifjörð með bréf til sýslumanns í hálfgerðum norðaustan byl og vondri færð. Bauð hann 10 kr. í gulli fyrir ferðina. Vegalengd- in er um 19 km. Þetta þótti í þann

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.