Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 37 mega lifa þar alltaf eins hreinu og r°sömu lífi, eins og kyrðin var þarna hrein og há. Utan um þessa garða 'ggur hinn forni vígamúr, sem hlað- inn var á dögum Engilsaxa. Er hann akaflega þykkur, og standa víg- ^körðin ennþá eins óhulin, eins og Þau hefðu verið hlaðin í gær. Inn í múrana eru hlaðin skot fyrir her- menn, og eru þar rifur á múrnum 11 að skjóta örvum út um á þá, er að sóttu. Til þess að vernda múrinn enn bet- ar fyrir hruni, hafa stúdentar í Ox- °rú plantað meðfram honum við- ar^egund, sem Englendingar kalla ,ivy- Er þessi viðartegund ofur lauf- J*i L- og skýlir veggjum mjög við regni 0g vatnsgangi. Þetta var ég að a °ða daginn, sem ég kom til Oxford, ram í myrkur. Morguninn eftir fór 01ra Combes með mér út í bæinn til að sýna mér háskólábókasafnið. Hún er mjög vel menntuð lcona, öldr- uð og virðuleg. Ég fór um allt safn- ið uppi og niðri með bókaverðinum, og var þar margt fagurt og fróðlegt að sjá. Alls eru þar um 50 herbergi, full af bókum, og eru borð, bekkir' og stólar, pennar, blek og pappír á hverju borði í öllum þessum her- bergjum handa þeim, sem koma og vilja annaðhvorl lesa eða afskrifa 'handrit. Þar eru , rif á öllum þeim málum, sem nokkra litteratur eiga, og þar á meðal mörg frá íslandi. Handritið, sem þar «r af Grágás, er lélegt og ekki gamalt. Ég gat ekkert skoðað hér til hlítar, en ég hef heit- ið á mig að fara þangað aftur og skoða betur. Þetta er nú dauf og leiðinleg saga um hið helzta, sem ég hef séð, og bið ég yður virða viljann en meta ekki verkið eða verkleys- una“. Tvær kosningavísur eftir Þorstein Erlingsson. ^^egar kosið var um sambandslaga- igUmvarpið sællar minningar sumar- l908, sparaði herstjórn frumvarps- "Ústaeðinga ekki lið sitt. Var þá k kl við því að búast, að Þorsteinn ^ingsson fengi að sitja í náðum, . °a var hann gerður út af örkinni fóaroðursferðir gegn uppkastinu og jij. beirra erinda bæði austur í j, ulasýslu og upp í Borgarf jörð. , Vstra átti hann að etja kappi við hi Ól; °fuðkempurnar Jón í Múla og Jón atsson ritstjóra. En sannast mála l Un bað, að Þorsteinn hafi verið lítt o e’®ður til þess háttar rekagáttar, for orð af því, að hann drægi held- KlSér 1 bardögunum eða fataðist jafn- ef R.Vopnaburðurinn, þó að enginn j lzt um einlægni hans. Eftir kosn- ^Safund í Norðfjarðarþorpi (nú iáp ^uPstað) héldu þeir Jónarnir viðt ^ SVeitina fram at Þorpinu til als við kjósendur þar, sem ekki u haft fyrir því að sækja fund- inn ytra. Þorsteinn hafði sig ekki upp i að fylgja nöfnunum eftir, sat kyrr í þorpinu og orti af þessu til- efni vísu, sem komst á gang og þótti ekki líkleg til að afla honum vinsælda eða auka liði hans kjör- fylgi í því byggðarlagi, enda mun hún ekki hafa gert það. Vísan er þannig: Ekki fer ég inn á sveit að elta þessa Jóna. Þeir eru þar í þrælaleit, og þefa af hverjum dóna. Jónarnir unnu kosninguna glæsi- lega í Suður-Múlasýslu gegn þeim Jón Bergssyni á Egilsstöðum og Sveini í Firði. Af Borgarfjarðarferðinni er þetta að segja: Þorsteinn steig af skipi í Borgarnesi og átti vinum að mæta, þar sem voru þau hjón, Þórður lækn- ir Pálsson og Guðrún, dóttir Björns Jónssonar ísafoldarritstjóra, sjálfs aðalforingja frumvarpsandstæðinga. Þórður var í læknisferð, er Þorstein bar að garði, en frúin var veitul og viðræðugóð, og undi Þorsteinn vel hag sínum. Af pólitískum aðgerðum hans fer ekki sögum. Um kvöldið var fagurt veður, og stakk frú Guðrún þá upp á því við gest sinn, að hann gengi með henni út í Brákarey til að njóta þar kvöldfegurðarinnar, sem er annáluð. Þá*er heim kom, fékk frúin skáldinu póesíbók sína, en hún veik sér frá og lét skerpa á katlinum. Þeg- ar hressingin. var fram reidd, hafði Þorsteinn ritað þetta ljóðkorn í bókina: Ef Þórði er það ei beint til baga, þá ber mig hingað oftar fley að sjá með yður sumardaga og sitja um kvöld í Brákarey. Það hneykslar engan heim í Vík. Þeir halda, að það sé pólitík. # !<C <• Rasmus Rask. í ársbyrjun 1888 hélt dr. Björn M. Ólsen fyrirlestur um Rasmus Kr. Rask. ,,ísafold“ kemst m. a. svo að orði um fyrirlestur þennan: „Fyrirlesturinn var sérlega vel saminn, fróðlegur og áheyrilegur . . . Dr. B. M. Ólsen sagði meðal annars ýmsar sögur um Rask,' fáum kunnar áður: Rask sté í stólinn hér í Reykja. vík, í dómkirkjunni — hann hafði stundað guðfræði við háskólann — Jog prédikaði íslenzku svo vel, að enginn mundi hafa þekkt annað en að hann væri góður klerkur alís- lenzkur. Bjarni Thorarensen var í kirkju; hann var einn af skólabræðr- um hans og vinum hér. Hann sagði við Rask eftir messu: „Hvort á nú heldur að kalla þig monsieur Rask eða séra Rasmuns?“ „Og sjálfsagt séra Rasmus“, svar. aði Rask. Rask var maður lítill vexti og fremur pervisalegur. Sveinbjörn Eg- ilsson, er þá var í Viðey, ungur, hjá fóstra sínum Magnúsi konferenzráði Stephensen, er Rask kom hingað 1813, spurði einhvern, er hafði séð hinn nýkomna unga vísindamann í Reykjavík, hvernig hann væri útlits. „Hann er lítill og væskilslegur, eins og þú“, sváraði maðurinn." ¥

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.