Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 8
88 ALÞÝÐUHELGIN Á SJÓ OG LANDI . . . Fi'h. af 84. síðu. fylltist allt msð ís, svo að varla sá í auða vök. Þótti þeim þá óvænkast um sinn hag, að komast til lands, því að ísinn var heldur smár og ójafn, og sá ís er alltaf illur umferðar og alls. ekki farandi um hann, nema 1 ládauðum sjó. Leið svo hver dagurinn öðrum lík- ur, norðaustan kuldanepja. Var lítið um bjargir til búsins, því að þótt góð byssa væri með í förinni, sást lítið, sem oröið gæti henni að bráð. Hefði þess þó verið full þörf, því að alltaf smánjinnkuðu birgðirnar, sem fyrir voru í eynni, og hinar búnar, sem komið haíði verið með úr landi. Ekki var mikið páskahátíðartilhaldið hjá þeim. Hafa þeir sagt svo frá, að það muni þcir þurrasta og kviðléttasta páska. Tvisvar reyndu þeir að kom- ast til lands, en komust í bæði skipt- in aðcins stutt álciðis, urðu svo að snúa aftur til sama lands vcgnrt öldu- hreyfingar í ísnum. Síðustu dagana af vetrinum var mjög stillt veður og sóst hvergi bóra við land. Gerðu þeir ráð sitt síðasta vetrardag að lcggja lil landferöar á sumardagsmorguninn íyrsta að hálf- flæddum sjó, sem var um kl. 4—5, til þess að liafa inn- og suðui'fallið sem bezt með sér. Á tilsettum tíma lögðu þeir svo af stað níeð ýmsan útbúnað, 'sem þeir liugðu að sér mætti að gagni koma við ferðalagið, svo sem krókstjaka og járnkróka, sem strengur var bundinn í, og ætl- uðu að kasta milli jaka, ef bilið væri meira en lengd séktunnar og þoka þannig jökunum saman. Þá höfðu þeir með sér drykkjarvatn á brúsa og nokkuð af kjöti, sem var það eina matarkyns, ér þá var orðið til í eynni. Þegar þeir lögðu af stað, sást hvergi í auðan sjó. Var því ckki um annað að velja en setja bátinn eftir isnunx; gekk það vel, þegar ísliell- urnar voru sléttar og ckki langt bil á milli þcirra. Var séktan þá sctt á milli jakanna sem brú; fóru tveir fyrst yfir á næsta jaka eftir henni og svo hinir tveir. Þurfti að hafa mikla gætni á því, að séktan lenti ekki nið- ur um íshrönglið, sem var á milli stóru jakanna, því að ekki þurfti mikinn árckstur af þcim á þunnan bátsbyrðing, til þess að gal kæmi á hann. Það þurfti því oft að viöhafa föst og snögg handtök, þcgar færa varð bátinn á milli jakanna. Stcfnan var tekin á Krossanes, því aö þar var stylzt í land. Með suður- fallinu bárust þcir mcir í stefnu til fjaröarins en Krossancss, þó var allt af stcfnt þangað. Þegar norðurfallið kom, barst ísinn og þeir sjálfir.með bátnum til norðausturs. En alltaf var haldið áfram að draga bátinn eftir ís- breiðunni, aldrei varð fyrir þeim völc, sem þeir 'gætu fleytt séktunni í, og þannig hvílt sig. Norðurfallið bar þá fyrir Vaðlavík, allt á móts við Gerpi. Var þá um það bil 1. km. til lands. Við Gerpi liggur straumurinn um háfjöru bcint til hafs á cnduðu norðurfallinu. Var þá um einn klukkutími, sem þeir drógu bátinn til lands, að ckki sást á miðum, að þeir færðust úr stað. Það fannst þeim langur tími og þreytandi. En þá byrjaði að flæða og saðurfallið kom þeim til hjálpar, enda var þess þörf, því að þeir tóku mjög að þreytast,, og drykkjarvatnið var þrotið. Var það þá úrræði þeirra að bræða ísmola upp í sér, en seinlegt er það, að framlciða þorstadrykk á þann hátt handa sárþrystum rnönn- um. Ekki mátti gefa upp og hvíla, því að ef ekki tókst að ná landi á Krossanesi, áður en suðurfallið flytti þá með ísnum suður fyrir nesið, suð- ur i fjarðarflóann, gat það orðið þeinx óheillaleikur. Þeir tóku nú á allri orku sinni til að hrönglast með bát- inn eftir íshellunum og yfir bilin á milli þeirra, sem var tafsamast., erfið' ast og jafnframt áhættumest. Klukkan 9 um kvöldið — cítir klukkutíma hvíldarlaust strit — náðu þeir loks landi á Krossanesi- Voru allir orðnir sárþreyttir og einn veikur. Það var tekið vel á móti þeim á Krossanesi og þeim veittur hinn bezti beini. Taldi .fólkið þá úr helju heimta. — Þarna voru þá komnir tveir menn innan af byggð með sjónauka, til að horfa eftir þcim í Seley, en sáu engan þar, sem ekk1 var heldur von til, og aldrei tóku þeir eftir þeim á Lsnum heldur, seni ekki var furðrt, þar sem þeir koml< til lands fra norðaustri, cn áttu fð koma úr suðaustri, cf allt hefði verið með felldu. Þegar hvorki ixátur n« mcnn sáust í Scley með lijálp sjón- aukans, varð fólkið hrætt um, eitthvert slys hcfði hcnt þá. Þeir hvíldu sig á Krossanesi urt1 nóttina. Daginn eftir héldu þeir i*111 sveitina. Þóttu þcir hafa sýnt «C' burða þrekraun aö fara á milli lands og Séleyjar á svo hrönglkcnndum <s sem þá var, og hljóta engar skcmn'd' ir á bát cða mönnum. Þeir menn ei«' ir, scm einhvcrn tíma hafa lent 1 tæri við ís, gcta gcrt sér í liugarlui'd, hve hættuleg og erfið ferð það vax'. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.