Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 4
84 ALÞÝÐUHELGIN Ég kallaði, en fékk ekkert svar. Það var nú ekki annað að gera fyrir mig en að fafa heim og fá menn með mér að leita hans neðan frá. Ég sneri nú heimleiðis eins hratt og mér var mögulegt. Þegar ég kom heim á túnið, var ég svo lieppinn að mæta þar Þorleifi bróður Auðuns; bað ég hann að koma strax með mér út í skriður og sagði honum í fáum orðum frá hugboði mínu um Auðun. Við vorum ekki mjög lengi út eftir. Það var ágæt slóð í gamla snjónum yfir Hallinn, svo að ekki þurfti að óttast snjóflóð frá nýja snjónum. Þegar við komum þangað, sem snjóspýjan liafði farið fram af háu en ekki snarbröttu klettabelti niður í lítinn botn, sáum við staf Auðuns þar upp úr fönninni kengboginn, og skammt þaðan frá stóðu fætur hans upp að hnjám upp úr fönninni. Ofck- ur kom báðum það sama í hug, að Auðun væri dáinn. Samt gerðum við tafarlaust það, sem okkur vannst þróttur til, til þess að ná honum upp úr flóðinu og gekk það greiðlega. Hann hafði komið niður á herðarn- ar; höfuðið hafði lagzt niður að bringunni litið eitt, og hafði því snjórinn ekki getað fallið að vitum hans. Þetta hafði bjargað honum frá því að kafna. En allur var hann hel- blár í framan. Við tókum hann upp úr fönninni og lögðum hann til þannig, að við gætum sem bezt gert á honum lífgun- artiiraunir. Það leið ekki langur tími, þar til hann fór að draga andann með heyranlegum þrautum, og lélti okkur þá í huga. Nú var ekki um annað að gera fyrir okkur en að ann- ar okkar færi heim að sækja bát og menn, til að koma Auðuni til húsa, því að ekki var hugsanlegur nokkur möguleiki á að koma honum á landi eins og hann var á sig kominn, þar sem varð að fara yfir Hallinn. Hinn varð að vera eftir hjá honum og færa hann niður brekkurnar áleiðis til sjávar, ef nokkur tiltök væri á því. Þorleifur varð fyrir því að fara heim til að sækja bát og menn. Hann var mun frískari á fæti en ég; lika vildi hann síður vera eftir. — Ég fór svo að reyna að færa Auöun niður brekkuna, en fann brátt, að hér var ekki hægt um vik. Hann var alveg máttlaus, en ég allslaus að hjálpar- tækjum. Mér varð það fyrst fyrir að fara úr vaðmálsjakka og sveipa hon- um utan um Auðun, til að verja hann kulda. Nú voru ekki önnur ráð en taka hann í fangið og bera hann þannig niður brekkurnar. En ég komst fljótt að raun um, að það var ■ekkert barnagaman að bera í fang-^ inu niður allbratta brekku máttlaus- an mann, þótt ekki væri hann þyngri en 120—130 pund. Það var því stutt- ur spölur, sem við færðumst í einu, en áfram var haldið niður á leið. Ég bjóst við að verða búinn að koma fóstbróður mínum niður á klöpp, þar sem hægt var að taka hann á bátinn, þegar hann kæmi, en svo varð ekki; þeir komu nokkr- um mínútum fyrr en vænta mátti, sem lá í því, að þegar ég kom niður úr fjallinu og fékk Þorleif með mér út eftir, hafði Björn Eiríksson séð til okkar og kom honum þá í hug, að eitthvað væri að. Hafði hann svo alltaf auga með, hvort ekki sæist neinn koma á Hallsleitið. Þegar hann svo sá manninn koma hlaupandi inn af leitinu, brá hann við, tók með sér sæng og teppi, sagði piltunum, er þá sátu að miðdegisverði, að koma með sér fram að bátum, lét hvolfa einum upp, og voru þeir komnir með'hann niður í fjöruna, þegar Þorleifur kom og sagði íréttirnar. Þeir komu sex á bátnum og reru mikinn. Þegar ég sá bátfnn koma, herti ég mig, það sem ég mátti, við að koma byrði minni niður að sjó. En mér tókst það ekki, þeir mættu mér á bakkanum með teppi. Satt að segja varð ég því guðsfeginn, því ég hafði reynt á mig fullt það mikið, sem mér var hollt. Þeir tóku nú við og báru Auðun í fjórum skautum í bátinn. Var búið um hann í skutnum með sæng ofan á sér. Það var víst, að nú fór betur um hann en í fang- inu á mér. Þegar ég var setztur niður í bátinn, tók ég í fyrstu eftir því, að allmikið frost var komið, og norðanstormur virtist vera í aðsigi. Ég átti að fá að hvíla mig á leiðinni heim, en mér ætlaði fljótt að verða kalt og varð því að róa mér til hita, Við fengum norðankalda síðast á leiðinni, en af því að skipiö var allvel manriað, gekk fljótt að komast í höfn. Var Auðun þá borinn í tepptun heim í rúm, vafinn í heit ullarteppi, helzt fæt- urnir, sem voru mjög kaidir, cn ekki kalnir. Scint um kvöldið fór hann að vakna til lífsins með fullri rænu, en var mjög máttfarinn. Hann lá í rúminu á aðra viku; ekki kvaðst • hann finna til nema í bakinu. Þó held ég, að hann hafi aldrei orðið jafngóður eftir þetta, meðan hann lifði, sem voru fá ár. Glœfraför á ís. Eftir að frystihúsin höfðu verið byggð, komust sjómenn fljótlega að raun um, hvað mikið lífsspursmál það gat verið fyrir bátaútveginn að hafa þau. En nú var það svo, að ekki var hægt að reisa frystihús í hverri veiði- stöð, en þá byggðu menn sér smáa eða stóra ísgeymslukofa, til þess að geta haldið óskemmdri beitu I nokkra daga. Ein af slíkum verstöðum var Scl- ey. Þar voru byggðir smákofar fyrir ísgeymslu. Þar var oft autt og ófrosn- ir pollar síðla vetrar, þótt snjór og svell væru á landi. Það varð því að fara út í Seley snemma vors, til þess að ná þar í ís eða snjó, ef tíð var hlý- En það kom fyrir að kólnaði aftur og snjór og ís kom á ný. Á góu 1902 var góð tíð og stillur seinni hlutann. ís hafði sézt á þorra, en horfið aftur. Þegar veðurfarið breyttist, héldu menn almennt, að ís- inn myndi ekki sjást aftur á því vori- Það var í síðustu viku góu það ár, að Páll Jónsson, bóndi á Sellátrum, og Þórólfur Pétursson, bóndi/- á Inri- stekk,'fóru við fjórða mann á séktu til Seleyjar til að taka ís í kofa, sein þeir áttu þar. Með þeim voru Helg1 Jónsson (bróðir Páls) og Kristján Jónsson (nú á Hlíðarenda). — Þeir útbjuggu sig til hálfs mánaðar, <?n ætluðu ekki að dvelja svo lengi, Þv* að það var varla vikuverk að fylla kofann. Það gekk samt seinna fyrir þeim að fylla ísgeymsluna en þeif höfðu búizt við, því að þeir urðu a^ draga ísinn saman víðs vegar að af eynni. Daginn, sem þeir voru tilbúnir að fara í land, var komið norðaustau hvassviðri, svo að ekki þótti tiltæki' legt að leggja inn yfir álana á sv° litlum bát, sem þeir höfðu þá. Sarna veðurstaða hélzt næsta dag og þriðja- Þann dag sáu þeir ís. Er svo ekki að orðlegja það, að á næstu dægruri1 Frh. á 88. síðu.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.