Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 2
98 ALÞÝÐUHELGIN Arnljótur Ólafsson þm. Borgf. 1859— 67; N.Mýl. 1877—79*; 1881—85; Kgk. 1886 —91; N.-Þing. 1901. Gísli . Brynjúlfsson. haskólakennari, þm. Skagfirðinga 1859 —1863. Ásgeir Einarsson bóndi, þm. Strand. 1845—53; 1857— 65 og 1881—95; Þm. Húnv. 1875—79. Stefán Jónsson bóndi, Steinsstöðum, þm. Eyf. 1845—49 og 1853—73. Páll Sigurð'sson bóndi, Árkvörn, þm. Rang. 1851—63. skipulega, og það svo, að fáir eða engir þingmenn gera það beflir, og verða því ræður hans oft mjög sann- færandi. Hann er kaldlyndur maður í aðra röndina, og hefur þvi mjög góða stjórn yfir geði sínu, og því manna bezt laginn til að svara þeim, sem beitir eru og ákaflýndir, því hann beitir þá kaldri fyndni og glettum, sem þeir eiga bágast við að liorfa. Þó getur hann orðið heitur, og verða þá ræður hans beztar og fjörugastar, svo sem var í framsögu hans í kláðamálinu. Arnljótur er nýr þingmaður, og þegar maður gætir að því, hve mikinn og góðan þátt hann tók í þingstörfum, finnst mér óhætt að fullyrða, að hann verði með tím- anum afbragð í allri þingmennsku. Nokkuð mikið, og ef til vill um of, þótti mér hann tala um formshlið mála, en það er eðlilegt um þann mann, sem hugsar svo skipulega, og fyrir þá menn mjög vandgætt, að hugsun verði ekki of bundin um þess konar. Hinn þriðji af þessum þingmönn- um, Gísli Brynjúlfsson, þingmaður Skagfirðinga, er nú hinum siðast- talda næsta ólikur; og þó að hann að mörgu leyti hafi mikla kosti sem þingmaður, eru þeir mjög á annan hátt en hjá Arnljóti. Gísli er eins og alkunnugt er af Norðurfara og öðr- um ritum hans, skáld og fornfræð- ingur; enda kernur þetía hvort- tveggja fram hjá honum á þingi. Gísli er málliprastur allra þeirra manna, sem nú eru á þingi. Málróm- urinn er hinn snotrasti og snjallasti, og þykir Reykjavíkurkonum, sem þing sækja, mikið yndi að heyra hann, svo er hann fagurmæltur. Gísli er fjörugur og ákafur, og aldrei neitt hik eða vafi á tölu hans, svo mikla orðgnótt hefur hann. Oft koma hjá honum í ræðum hans hendingar úr fornkvæðum og stundum hrýtur staka hjá honum sjálfum. Allt þetta gerir ræður lians hinar skemmtilegustu að heyra, en alloft breyta þær lítið skoðunum manna um málin, því þær eru meir studdar málslcrauti og skáldlegu fjöri en ástæðum, og þó að hann sé að öllu mesta góðmenni og frjálslyndasti maður, og sé jafnan fús að styrkja gott mál, ber þó stundum við, að hann verður bænd- um of háfleygur, og að þeim finnst sumt byggt í lausu lofti hjá honum. Þegar Gísli fer að kynna sér vel þau málefni landsins, sem mest eru árið- andi, og hann gerist leikinn í þing- mennslcu, efast ég eklci um, að hin mikla mælska hans og frjálslega skoðun komi að miklu og góðu gagni á þingi, en á þessu þingi virtist stundum sem hann gæti ekki tak- markað mælsku sína og fjölfræði, er stundum fór land úr landi víða um heim. Um hinn fjórða og síðasta af þess. um mönnum, sjálfan mig, geturðu nærri að ég vilji ekkert illt skrifa, og ég hef svo fátt af góðu fram að bera, svo að hver maður ætli það ekki sjálfshól, að ég ætla að hlaupa yfir mig og segja íbyggilega með Ní- elsi sáluga skálda, „allt meðvitundin ein skal mér,“ en snúa mér heldur að fjölmennasta flokkinum, bændum á alþingi. Bændaflokkurinn, eða réttara að segja hreppstjóraflokkurinn, er nú fjölmennastur á þingi, eins og við er að búast; þeir eru tíu að tölu, eða einum meir en helmingur allra þjóð- kjörinna þingmanna, er á þingi sátu og atkvæði gáfu, því einn hinna þjóð- kjörnu þingmanna var kosinn forseti. Ég kalla þetta hreppstjóraflokkinn, því sjö af þsim eru hreppstjórar, og af hinum þremur hafa tveir verið hreppstjórar, og ef hinn þriðji hefur ekki verið það, þá hefur hann verið duglegt hreppstjóra ígildi í sveit sinni; af þessum tíu voru sex gamlir þingmenn og fjórir nýir. Ásgeir Einarsson er, eins og við er að búast, vanur þingháttum, og sér maður hann oft á gangi til forseta og konungsfulltrúa og mæla við þá í hljóði, líklega til að bera sig saman við þá um málefnin. Hann talar oft langt, en honum er nokkuð stirt una mál og röddin ekki áheyrileg- Kappsmaður er hann og honum stundum mikið niðri fyrir. Stundum hættir honum við að geyma sér að tala við ályktunarumræðu, þangað til allir eða flestir hafa talað, og smá- kímir þá að því, sem honum hefur þótt öðrum takast ófimlega. Oft viU liann miðla málum og draga saman sættir, og ferst honum það góðmann- lega. Stefán umboðsmaður Jónsson er nú honum nokkuð svipaður, en þó stilltari og gætnari og mátulega framgjarn. Hann talar hóflega oft; eru ræður hans mjög skýrar og skipulegar, og því vel fyrir komið. sem hann ætlar um að tala. Málfærið er blítt og laðandi, en þó getur hann verið smáglettinn og er heppinn í orðum. Guðmundur hreppstjóri Brandsson talar mikið og oft. Hann álít ég skarpastan og glöggsæastan af bænd-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.