Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN 101 eigi lítils virði eftir það skilningsleysi, sem ég hafði orðið að sæta. Strax og ég sá mér fært, lagði ég af stað til Daverill Hall, án þess að gruna hið minnsta, hvílíkur staður þetta var. Um morguninn, þegar ég kom of- an, sá ég James yfirþjón fyrstan manna. Hann stóð frammi í forsaln- um og hélt hörðum hatti yfir arn. inum. Iíann hræðist ekki hið minnsta og var svo hótíðlegur á svipinn, að því var líkast, sem hann framkvæmdi l'eyndardómsfulla helgiathöfn. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja, hvað hann væri að gera við hattinn. Án þess að virða mig viðlits svar- aði hann, hátíðlegur og alvöruþrung. inn: „Ég ylja hatt hans göfgi, lóvarðar- ins.“ Stundvíslega klukkan tíu á hverj- um morgni lagði Daverill lávarður af stað í gönguferð um skemmtigarðinn. Og nókvæmlega fimm mínútum fyrir tíu stóð James við arininn, stífur og virðulegur, og yljaði hattinn, svo að hann væri hæfilega volgur á hinn göfuga koll lávarðsins. James vakti yfir öllu í höllinni og horfði alsjáandi augum yfir borðið. Með örlitlum, næstum ósýnilegum höf uðbeygingum stjórnaði hann þjónun- Um, sem gengu um beina. Af svip hans gat ég ráðið, að hann óleit mig skrælingja, sem ef til vill gæti hand. leikið spjót og skutul í heimalandi mínu, en hefði aldrei lært að beita hníf og gaffli að hætti siðaðra manna. Oftast voru margir gestir, ættingj- ar og vinir lávarðsins, allir af aðals- ættum. Samræðurnar undir borðum voru fjörugar. Lávarðurinn var svo elskulegur, að minnast á Svlþjóð, sem hann hélt að væri höfuðborgin í Kaupmannahöfn Ofursti nokkur, með hvítt yfirskegg, spurði mig spjörunum úr um vikinga og neitaði að trúa því, að landar mín. ir væru hættir sjóránum. í hvert sinn, sem ég sagði eitthvað, fannst mér James líta á mig fullur vanþókhunar yfir því, að maður af uiínu standi skyldi leyfa sér að láta dónalega rödd sína heyrast í slíku um- hverfi. Frú ein, áhugasöm um listir og bólc- menntir — ég held að hún hafi verið hertogafrú —, var mj'ög vingjarnleg við mig. „Já, hvað er éiginlega list“? spurði hún. „Hvað er list? “ Og allir kinkuðu kolli, hugsandi, hrifnir af spekinni. — Það var einnig mér til heiðurs, að hún fór að tala um danska skáldið Henry Ibsen. — „Þér kannist við Ibsen, er það ekki“? sagði hún við Daverill lávarð. Hans göfgi hugsaði sig um með alvörusvip. „Jú, mig minnir að einhVer hafi samið tónverk við eitthvað, sem hann hefur ort.“ Fyrst umræðurnar beindust inn á þessar brautir, fannst mér skylda mín að segja eitthvað um bókmennt- ir, og minntist á Bernhard Shaw. í heimsku minni veitti ég því ekki at. hygli, að það sló dauðaþögn á alla, þegar ég nefndi þetta nafn. Ég hélt ófram blaðri mínu og uggði ekki að mér. Þá laut lávarðurinn til mín yfir borðið, .horfði alvarlega á mig gegn. um einglyrnið og sagði með hægð: „Afsakið, herra minn, yður er vafa- laust ekki kunnugt, að Mr. Shaw er sósíalisti. Við þetta voðalega orð fór hrollur um alla viðstadda. Augu James hvíldu á mér og það var eins og þau segðu: „Ég veit vel, karl minn, að þú ert bráðhættulegur, geymir vltis- vélar í ferðatöskunni þinni og ert hingað kominn til að sprengja lá. varðinn og lafði hans í loft upp, en ég skal sjá til þess, að fyrirætlanir þínar fari út um þúfur“. Starfi mínu miðaði vel áfram. Fíl- unum fjölgaði á veggjum barnaher- bergisins. Einn þjónanna var látinn halda fyrir mig á málarakassanum, annar studdi stigann. Þeir voru bóð. ir mjög hátiðlegir, en ekki nema- daufir skuggar James. James leit nokkrum sinnum inn til okkar og horfði með lítilsvirðingarsvip á fílana mína. Sjálfur var hann áþekkur hvít- um, vel tömdum fíl, sem mjakast hægt og tígullega áfram fyrir vagni konungsins í Síam. Daverill lávarður var svo elslcu. legur að bjóðast til að sýna mér mál- verkasafn hallarinnar. „Éf þér hafið gaman af því, skal ég með ánægju sýna yður málverkin. Ég á mikið af myndum, sem eru ann ars eðlis en þessi nútímalist. Ég álít, að mynd eigi að líkjast því, sem hún táknar. Tökum hestinn þama. Þetta er hestur. Svona lítur hestur út. Hann er ekki blár, eins og ég sá fyrir skömmu á svokölluðu nýmóðins mál verki,“ — Og Daverill lávarður út- skýrði fyrir mér byggingarlag og eig- inleika hestategundar þeirrar, sem gat að líta á málverki hans.1 Það var fjöldi hestamynda í mál- verkasafni lávarðarins. Þar voru fallegir, flipamjúkir hestar, og þeim var klappað aí fínum dömum er báru hvíta hanzka. Svo voru fjörugir stökkhestar með rauðklædda riddara; enníremur dverghestar. Á þeim sátu börn, þvegin og strokin, hárið fallega liðað. Við þokuðumst gegnum hið mikla safn. Ég fór viðurkenningarorðum um hvern hest. Við vorum að skoða langar mynda- raðír af forfeðrum lians göfgi, þegar James kom til okkar. Hann gekk beint að lávarðinum, starði i augu honum og sagði: „Ha — ha — ha! Ha — ha — ha! Svo hætti hann allt í einu að hlæja. „England væntir þess, að allir fílar geri skyldu sína!“ sagði James alvar- lega og beindi þeim orðum auðsjáan- lega til mín. Ég sá, að hann var mjög æstur og í engu líkur hinum óbifan- iega og háttvísa yfirþjóni. Hann var fölur og það var glampi í augunum. Allt í einu greip hann í jakkakragann minn og endurtók reiðilega: „England væntir þess, að allir fílar geri skyldu sína“. Svo sheri hann við og gekk virðulega á brott. „Það lítur út fyrir, að hann sé drukkinn“, var allt og sumt, sem Daverill lávarður sagði um þetta kyn. lega hátterni. Við iiéldum áfram að skoða myndirnar af forfeðrum hans, eins og ekkert hefði í skorizí. Það tók langan tíma að glápa á þessa gömlu herra, og mér hundleidd- ist. Ég braut heilann um James, með- an ég hlustaði á langdregnar frásagn- ir lávarðsins um ættfeður hans, mann fram af manni. Skyndilega kom þjónn upp til okk- ar. Hann var mjög flaumósa og stam- aði. „Lávarður minn, yðar göfgi. James hefur . . . James er viti sínu fjær. „Jæja“, sagði Daverill lávarður. „Hann fór inn í hornherbegið, þar sem allt gamla postulínið er geymt.“ „Jæja“, sagði lávarðurinn. „Hann er að brjóta postulínið“. „Jæja“. „Hann hafði sex whiskyflöskur með sér inn í herbergið. Það er bezta 1

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.