Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 6
102 ALÞÝÐUHELGIN whiskytegund yðar göfgi. Við þorum ekki að fara inn til hans. Hann er með skammbyssu“. „Hlaðna?“ „Já, yðar göfgi. Og hann er alltaf að skjóta“. „Jæja.“ Öðruvísi fannst Daverill lávarði ekki hægt að bregðast við þessum ó. væntu tíðindum. Þjóninn beið fyrirskipana, en þar sem lávarðurinn þagði, leyfði hann sér að spyrja: „Hvað vill lgvarðurinn að við ger- um?“ „Sækið lögregluna.” Þegar þjóninn var farinn, sagði Daverill lávarður: „Þctta er leiðinlegt, — mjög leiðin- legt, — mjög leiðinlegt“. Meira var ekki talað um þennan atburð, það virtist þegjandi samkomu- lag allra, að minnast ekki á þetta, láta sem ekkcrt væri. Það hefði verið ó- viðeigandi, að gefa' til kynna með spurningum eða öðru, að virðulegur yfirþjónninn ólmaðist með whisky. flöskur og skammbyssur innan um dýrmætt postulín hallarinnar. En hann ólmaðist sannarlega. Stöðugt heyrðist brak og brestir úr postulíns- herberginu. Allt hið fína postulín Daverillættarinnar var geymt þar inni, fornhelgir ættargripir, óbætan- leg verðmæti. Eftir hávaðanum að dæma þyrmdi James engu. Hann hafði drukkið mikið og var orðinn óður. Alveg eins og frægur, vel tam. inn fíll getur skyndilega og án sýni- lcgrar ástæðu gengið af göflunum og breytzt í hættulegt villidýr. James hafði brotizt undan margra ára fargi. Hann hafði gert uppreisn. Þetta var afneitun á þrælsótta og þrælatamningu margra kynslóða. Innst inni, bak við steingerða grímu yfirþjónsins hafði þá einhversstaðar leynzt. örlítil vitund af mannlegum eiginleikum, og nú hafði whiskyið leyst þá úr böndum. í fyrsta sinn fann ég til samúðar með James. Þessi kynlega vera var þá manneskja, þrátt fyrir allt. Tveir lögrcgluþjónar komu frá næsta þorpi. Tveir beljakar, nákvæm- lega eins útlits og aðrir brezkir lög- regluþjónar. Þeim var skýrt frá mála- vöxtum og báðir kinkuðu kolli, eins og þetta væri mjög hversdagslegur viðburður. „Hann heldur áíram að skjóta,“ sagði einhver. „Hann skýtur við- stöðulaust með skammbyssu“. ,,Já“, svöruðu lögregluþjónarnir. „Hann er með skammbyssu". Og nú glumdu við skotkvellirnir úr postulínsherberginu. „Maður getur ckki farið inn til hans“, sagði annar lögregluþjóninn. „Nei, það getur maður ekki“, svar. aði hinn. „Maður verður að bíða, þangað til æðið rennur af honum“, sagði sá fyrri. Svo settust þeir ósköp rólegir á bekk framan við dyrnar og biðu á- tekta. Næsta morgun sátu þeir enn á brekknum og gláptu aulalega út í loftið. Allt gekk sinn venjulega gang í höllinni, nema hvað nokkur hávaði heyrðist af og til í postulíns- herberginu. Enginn minntist á Jam- es. Klukkan tíu fór lávarðurinn í hina venjulegu morgungöngu, og fimm mínútum fyrir tíu stóð einn undirþjón. inn í forsalnum og yljaði hatt hans við ariniim. Hann gerði það ekki nærri eins virðulega og James, þótt hann reyndi auðsjáanlega að líkja cftir svip og látbragði yfirþjónsins. Þannig leið dagurinn. James virt- ist gleymdur með öllu. Um kvöldið gengu allir til náða, nema lögreglu. þjónarnir. Þeir héldu vörð. En með morgunsárinu vöknuðu all. ir i höllinni við ógurlegan hávaða. Það var eins og mörg hundruð postu- línsdiskar hefðu verið brotnir í einu. Andartaki síðar heyrðist annar brest- ur, engu minni. Út úr öllum svefnher: bergjum kom óttaslegið fólk. Lady Daverill kom á morgunskóm og virt- ist bæði gröm og smeyk í senn. Lá- varðurinn kom einnig, í fallegum silkislopp, og starði þreytulcga gegn. um einglyrnið. „Hvað gengur nú á?“ sagði hann dálítið önugur. „Það er að renna af honum" svar- aði annar lögregluþjóninn. „Hann er að taka til“, sagði hinn. Og lögreglan hafði á réttu að standa. James hafði safnað kyrfilega saman öllu hinu brotna postulíni og kasíað því út um gluggann. Það var sem fargi væri létt af öllum, og fólk gekk aftur til náða. Nú var allt með kyrrum kjörum í Daverill Hall. Um morguninn voru rólyndu lög- regluþjóuarir báðir farnir. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tíu stóð James í forsalnum og yljaði hatt lávarðsins. Þarna stóð hann graf- kyrr og hátíðlegur, eins og ekkert hefði komið fyrir. Andlit hans var svipbrigðalaust, næstum steingert. Þegar ég kom niður, leit hann til mín köldum vanþóknunaraugum, alveg eins og fyrr. Klukkan tíu tók Daverill lávarður við volgum hattinum og gekk hátt- bundnum skrefum hina venjulegu leið út í skemmtigarðinn. Allt var eins og áður. Enginn minntist nokkru sinni á at- burðinn, hvorki lávarðurinn né aðr. ir. Það var þegjandi samkomulag, — maður talar ekki um slikt. Nokkrum dögum síðar fór ég frá Daverill Hall. Á veggjum barnaher- bergisins skildi ég eftir fílana mína til eggjunnar litlu lávörðunum, sem með tímanum eiga að verða miklir veiði- menn og auka hróður gamla Englands. Kveðjuhneiging James var kulda. leg og bar vott um það, hversu lítils- virðing hans á mér var takmarkalaus. En ég hugsa jafnan til hans með hlýju þeli. Hann sýndi, að hann var mann- eskja, þrátt fyrir allt, þegar hann vopnaður skammbyssu og wiskyflösk- um mölbraut hið ætthelga postulín í Daverill Hall. Leiðrétting. í síðasta blaði af Alþýðuhelginni» bls. 95, birtust tvær áður óprentaðar stökur eftir Örn Arnarson (Magnús Stefánsson). Vegna mislesturs á hand- riti hafði meinleg villa komizt inn i skýringu þá, sem fylgdi fyrri vísunni og sagði frá tildrögum hennar. Stend- ur þar, að höfundur hafi borið fisk á börum móti Þórhalli Jóhannessyni. siðar lækni, og mætti af því ráða, að vísan sé ort um Þórhall. Þetta er alrangt. Sá, scm börurnar bar á móti Magnúsi Stefánssyni og viðhafði til' færingar þær, sem um getur í fra' sögninni, var liðléttingur nokkur, ó- nafngreindur. Um hann er visan kveðin. Skýringargreinin leiðrétt- izt því þannig: „á móti Þórhalli" les: á móti lið' léttingi. „Gerði Þórhallur" les: Gerði maðurinn. Upphaf 2. erindis í kvæði séra Bjarna Sveinssonar, Hjálpið þið upP á hreppstjórann, á að hljóða svo: Annan grip þeir sjá í svip. i

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.