Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 02.04.1949, Blaðsíða 7
ÁLÞÝÐUHELGIN 103 ELZTA ÞINGVÍSAN, som sögur fara af, er eftir Benedikt Svb. Gröndal um Jón alþm. í Tandra- seH, en Benedikt var þingskrifari fyrst eftir að alþingi var endurreist. Vísa þessi var skrifuð á handrit af rae3u, sem Jón hélt, en Gröndal ritaði hpp: Líkur Andra þings við þrá, þrár í randaéli, ríður gandreið alþingi’ á íón Tandraseli. jí* }!» *»; hróar tungugoði — hróar tungugóði. Gunnar Heiberg, kunnur norskur rithöfundur og skáld, hefur ritað shotran þátt um Hildigunni Starkað* ardóttur og Gunnar á Hlíðarenda, en frá sambandi þeirra segir Njála á Þann hátt, að margs má geta í eyð- nrnar. Þáttur þessi hefur verð prent- aður aftur og aftur og þykir jafnvel sJálfsagður í sýnisbækur norskra bókmennta. En íslendingum, sem losa þátt þenna, er illa rekið utan Undir, þegar í upphafi hans, þar sem Segir frá mægðum Gunnars á Hlíð- arenda við Hróar Tungugoða: >iArngunn var Gunnars söster, hun Var gift med Roar Tungegode." Síðan skýrir höfundurinn viðurnefnið: ■■Tungeggode — veltalenda, ikke let- ende efter ord.“ Aumingja Norðmenn. * * * ^HÐBRANDUR biskup. Allsjaldan var hann iðjulaus, sem Ijóst er af hans skrifi, bókagerðum °S útleggingum. Og svo sem hann Var upp á aðskiljanlegt hinn mesti nngvits- og hagleiksmaður, eins var hann iðinn og kappsamur að fullgera Serhvað, sem hann tók sér fyrir hend- Ur- Helzta iðja hans og yndi var að um prentverk sitt, að bæði væri Pað vandað og gengi vel fram. Hann Var gestrisinn og veitingasamur, vin- ^astur, einlægur og örlátur við vini s'na, gagnorður og sléttur í viðræð- um, hataði hræsni og hégóma hæ- versku. 'Hann var flugríkur, byggði upp og forbetraði Hólastað, lét út- flytja og byggja þar nýja húsið Anno 1597, studiumdyr og loftið yfir. Held- ur kappsamur og viljamikill í sér- hverju, sem hann tók sér fyrir hend- ur, svo það skyldi fram ganga, of ber- orður við mótparta sína. Hans þrá- látu jarðaklaganir og lagaþrætur öfluðu honum óvildar og ámælis hjá mörgum, sem héldu hann bæði á- gjarnan og óeirðasaman, Og hvernig sem því var varið, samt liggur eftir engan Hólabiskup fleira gott heldur en hann, helzt hvað guðs heilaga orðs víðfræging áhrærir hér á landi. (Biskupasögur Jóns Halldórssonar.) :»í sjí Marbcndill. Marbendill er sjódvergur. Gamall málsháttur einn hér á landi er, svo sem margur segir í dæmisögum: ,,Þá hló marbendill“. En hvar af það er komið, hefir sagt verið, að bóndi nokkur dró þann sjódverg, sem sig nefndi marbendil, með stóru höfði og höndum siðum, en líkastur sel niður frá nafla. Hann vildi á engum vísindum fræða bónda, því flutti hann hann nauðugan í land með sér. Húsfrú bóndans, ung og lystug, kom til sjávar og fagnaði bónda, kyssandi og klappandi. Bóndi gladdist og lagði henni prís og lof, en sló hund sinn fyrir sér, sem honum fagnaði með húsfrúnni. Þá hló marbendill, er hann sá þetta. Bóndi spyr, því hann hló. Mar- bendill svaraði: „Að heimskunni". Sem bóndi gekk heimleiðis frá sjón. um, rasaði hann og datt um þúfu nokkra. Hann bölvaði þúfunni mik- illega, og hvar fyrir hún hefði nokk- urn tíma sköpuð verið, að standa í sínu landi. — Þá hló marbendill, því hann var í ferðinni nauðungur bor- inn, og sagði: „Misvitur er bóndi“. Svo hélt bóndi marbendli hjá sér þrjár nætur. Kaupmanna sveinar komu þar með varning til sölu. Bóndi hafði aldrei fengið svo margsólaða og þykka svarta skó, sem honum líkaði. En þessir kaupsveinar þóttust hafa þá beztu. Bóndi mátti velja af hundrað pörum, og sagði þá strax slítast og alla of þunna. — Þá hló marbendill og sagði: „Margur vill- ist, þó vís þykist.” Hvorki fékk bóndinn af marbendli með blíðu né stríðu meiri fróðleik, en nú var greint, utan með þeim skilmála, að bóndi skyldi flytja hann út aftur, rétt ó það sama mið, sem hann var uppdreginn, og skyldi húka á árar- blaði bónda, þá skyldi hann úr leysa öllum hans spurningum, en með engum kosti ellegar. Bóndi gerði og svo eftir þrjár nætur. Og sem hann var kominn á árarblaðið, spurði bóndi, hvern tilbúning fiskimenn skyldi hafa, ef jþeir vildu fisknir vera. Marbendill svaraði: „Tuggið jórn og troðið skal til öngla hafa, og setja önglasmiðju, þar sem heyra má til ár og lór, og herða öngul í jóra mæði, hafa gráan griðungsvað og hráan hrossskinnstaum. Til beitu (skal) liafa fugls fóarn og flyðru- beitu, en mannskjöt í miðjan bug, og muntu feigur, ef þú fiskar ei. Frá- leitur skal fiskimannsöngull“. Þá spurði bóndi, að hverri heimsku hann hefði hlegið, þegar hann lofaði hústrú sína, en sló hundinn. Mar- bendill svaraði: „Að þinni heimsku, bóndi, því hundur þinn elskar þig >engu síður en líf sitt, en kona þín vill þig dauðan, og er hin mesta hóra. En þúfan, sem þú bölvaðir, er þín féþúfa, og nógur ríkdómur und- ir; því varstu misvitur, bóndi, og því hló ég þar að. En svörtu skórnir duga þér þína æfi, því þú átt ekki marga daga eftir ólifað, þeir duga þér þá þrjá daga“. Og í því steyptist hann af árarblaðinu, og skildi þar með þeim. En allt reyndist eftir því, sem marbendill hafði sagt. Oft leysir marbendill öngla af hjá fiskimönnum, þar sem hann býr nærri miðum, utan í kross liggi hnúturinn. (Etfir „Tidsfordrif“ Jóns lærða). * * * Staka. Losið byrðing festum frá, farmenn austursveita. Gullreifið er gými hjá, gaman er þess að leita. Jón Hinriksson.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.